Fara í efni

Bæjarráð

493. fundur
17. október 2016 kl. 08:30 - 10:10
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Formaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, frá 16.október 2016, um drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017. Fjármálastjóri fór yfir efni minnisblaðsins. Fjárhagsætlun verður lögð fram í bæjarráði 31.október. Vísað til bæjarstjóra til áframhaldandi vinnslu.
2.
Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun
Málsnúmer 1610047
Framlagt til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu um form og efni viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Vísað til fjármálastjóra til frekari skoðunar.
3.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Málsnúmer 1603023
Svarbréf framkvæmdastjóra Eikar fasteignafélags hf. við kauptilboði Fjarðabyggðar vegna Melgerði 13 Reyðarfirði. Vísað til fjármálastjóra til frekari skoðunar.
4.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Skipan varafulltrúa í starfshóp SSA sem vinnur að svæðisskipulagi fyrir Austurland. Bæjarráð samþykkir að skipa sem varafulltrúa Fjarðabyggðar í starfshóp um svæðisskipulag Austurlands þau Pálínu Margeirsdóttur og Gunnar Jónsson.
5.
Alþingiskosningar 2016
Málsnúmer 1609096
Kjörfundir í Fjarðabyggð. Yfirkjörstjórn leggur til að kjördeildir í Fjarðabyggð verði sex eins og í flestum undangengnum kosningum; Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður og Stöðvarfjörður. Jafnframt er ákveðið að opnunartími kjörstaða verði frá kl. 09:00 til kl. 22:00, nema í Mjóafirði, þar sem kjörfundur er opnaður kl. 09:00 og lýkur strax og unnt er skv. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, en þó ekki fyrr en kl. 14:00 og ekki síðar en kl. 17:00. Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag kjördeilda.
6.
Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar
Málsnúmer 1610002
Beiðni Ingólfs Sveinssonar um aðkomu bæjarins að lagfæringu vegar frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
7.
Hækkun mótframlags launagreiðenda i A deild Brúar lífeyrissjóðs
Málsnúmer 1610048
Framlagt til kynningar samkomulag um framtíðarskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna og tölvupóstur framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga um lífeyrismál.
8.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016
Málsnúmer 1602127
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns frá 26.september 2016, lögð fram til kynningar og vísað til menningar- og safnanefndar.
9.
Aðalfundur SSA 2016
Málsnúmer 1605076
Fundargerð aðalfundar 2016 lögð fram til kynningar.
10.
Byggðaáætlun 2017 - 2023
Málsnúmer 1604003
Samráðsfundur um nýja byggðaáætlun verður haldinn 25.október nk. og hefst kl. 16.00. Um er að ræða fund sem frestað var í byrjun mánaðarins. Frestur til að skila inn tillögum fyrir nýja byggðaáætlun rennur út í lok þessarar viku. Tillögum er hægt að skila inn í gegnum vef Byggðastofnunar. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að sækja fundinn.