Fara í efni

Bæjarráð

494. fundur
24. október 2016 kl. 08:30 - 10:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Raforkusölusamningar við Fjarðabyggð og Hafnarsjóð
Málsnúmer 1609091
Rætt um samninga um orkukaup fyrir Fjarðabyggð og Fjarðabyggðarhafnir. Bæjarráð vísar máli til fjármálastjóra með ósk um gerð minnisblaðs.
2.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016 - 3.nóvember
Málsnúmer 1610137
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2016 kl. 14:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Tilnefna þarf fyrir 1.nóvember, einn fulltrúa og annan til vara til setu á fundinum. Vakin er athygli á að loknum aðalfundi verður afmælisdagskrá í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að safnið var stofnað. Forstöðumaður Safnastofnuanr verður fulltrúi bæjarins á fundinum og til vara formaður menningar- og safnanefndar.
3.
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2016
Málsnúmer 1609097
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, frá 23. september 2016.
4.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2016
Málsnúmer 1602064
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu frá 11.október 2016, lögð fram til kynningar.
5.
Áfangastaðurinn Austurland - kynning
Málsnúmer 1503052
Þennan lið fundarins sátu fulltrúar Austurbrúar þær Lára Vilbergsdóttir og María Hjálmarsdóttir og kynntu verkefnið Áfangastaðurinn Austurland.
6.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun ársins 2017. Farið yfir mögulegar hagræðingarleiðir til að ná saman fjárhagsramma næsta árs.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 156
Málsnúmer 1610006F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 156 frá 17.október 2016, lögð fram til kynningar.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 28
Málsnúmer 1610007F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 28 frá 20.október 2016, lögð fram til kynningar.