Fara í efni

Bæjarráð

495. fundur
31. október 2016 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Valdimar O Hermannsson Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana, auk tillögu að starfsáætlun fyrir árið 2017. Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í tillögum. Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Málsnúmer 1610152
Lögð fram tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 - 2020. Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í tillögum. Bæjarráð vísar tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 - 2020, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3.
10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609085
Fyrir liggur umsögn Fjarðabyggðar auk minnisblaðs. Bæjarráð samþykkir umsögn og felur bæjarstjóra undirritun umsagnar.
4.
10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609087
Fyrir liggur umsögn Fjarðabyggðar auk minnisblaðs. Bæjarráð samþykkir umsögn og felur bæjarstjóra undirritun umsagnar.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1605156
Vísað til áframhaldandi umræðna milli umræðna í bæjarstjórn.
6.
Leyfi til afnota af íþróttahúsi á Reyðarfirði fyrir þorrablót Reyðfirðinga 2017
Málsnúmer 1610184
Beiðni Þorrablótsnefndar Reyðfirðinga um sambærileg afnot og undanfarin ár, í janúar 2017, af íþróttahúsinu á Reyðarfirði vegna þorrablóts. Bæjarráð samþykkir afnot með sama hætti og áður og vísar málinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.
7.
Girðing(steinhleðsla) og frágangur milli Skólavegs og Fáskrúðsfjarðakirkjugarðs
Málsnúmer 1403148
Samstarfssamningur Kolfreyjusóknar og Fjarðabyggðar til þriggja ára, um gerð steinhlaðins veggs meðfram Skólavegi á Fáskrúðsfirði. Bæjarráðs samþykkir samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
8.
Fundagerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2016
Málsnúmer 1601185
Fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands frá 3.október 2016, lögð fram til kynningar. Komin er fram beiðni um hækkun á framlagi til skrifstofunnar, m.a. vegna aukinnar sálfræðiþjónustu. Bæjarráð telur ekki þörf á að bregast við að svo stöddu þar sem óráðið er í stöður sálfræðinga innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu vegna ársins 2017. Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
9.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 4. nóvember
Málsnúmer 1610189
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands verður haldinn 4. nóvember nk. Bæjarstjóri verður fulltrúi bæjarins á aðalfundi. Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
10.
Europa Nostra menningarverðlaun ESB
Málsnúmer 1608097
Lögð fram til kynningar ræða bæjarstjóra og viðurkenningar sem veittar voru Minjavernd á opnu húsi föstudaginn 28.október sl., í tilefni af menningarverðlaunum Evrópu.
11.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Málsnúmer 1601213
Fundargerðir stjórnar SSA frá 20.september, 6.október og 8.október 2016, lagðar fram til kynningar.
12.
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1609067
Fundargerð aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23.september, lögð fram til kynningar.
13.
Ósk um opinn fund vegna deiliskipulags við Hlíðarenda á Eskifirði
Málsnúmer 1610188
Beiðni Íbúsamtaka Eskifjarðar um opinn fund vegna deiliskipulags við Hlíðarenda á Eskifirði. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til ákvörðunar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 157
Málsnúmer 1610010F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 157 frá 24.október 2016, lögð fram til kynningar.