Bæjarráð
498. fundur
21. nóvember 2016
kl.
08:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun ársins 2017.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018 - 2020.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar fyrir árið 2017. Slökkviliðsstjóri fór yfir helstu verkefni í starfsemi slökkviliðsins og beiðni um aukafjárveitingu. Fjármálastjóra falið að gera tillögu að endanlegri fjárveitingu til slökkviliðs eftir yfirferð með slökkviliðsstjóra.
4.
Beiðni um endurnýjun á auglýsingasamningi við KFF
Beiðni Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar um endurnýjun á auglýsingasamningi. Bæjarráð samþykkir endurnýjun á samningi á sama grunni og áður og samningur hækki um 2,5% á ári á samningstíma sem er til þriggja ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.
5.
Endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu
Frá fundi íþrótta- og tómstundanefndar 10. nóvember sl.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fundað með forsvarsmönnum allra íþróttafélaga í Fjarðabyggð sem reka sína eigin íþróttaaðstöðu.
Nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að skiptingu rekstrar- og uppbyggingarsamninga og vísar tillögunni til bæjarráðs.
Lagðir eru fram núgildandi sjö samningar við Golfklúbbinn Byggðarholt, Golfklúbb Norðfjarðar, Golfklúbb Fjarðabyggðar, Hestamannafélagið Blæ, Skotíþróttafélagið Dreka, Vélhjóla- og íþróttafélag Fjarðabyggðar og Kajakklúbbinn Kaj. Bæjarráð samþykkir að samningar hækki um 2,5% á ári og að samningar gildi til þriggja ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fundað með forsvarsmönnum allra íþróttafélaga í Fjarðabyggð sem reka sína eigin íþróttaaðstöðu.
Nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að skiptingu rekstrar- og uppbyggingarsamninga og vísar tillögunni til bæjarráðs.
Lagðir eru fram núgildandi sjö samningar við Golfklúbbinn Byggðarholt, Golfklúbb Norðfjarðar, Golfklúbb Fjarðabyggðar, Hestamannafélagið Blæ, Skotíþróttafélagið Dreka, Vélhjóla- og íþróttafélag Fjarðabyggðar og Kajakklúbbinn Kaj. Bæjarráð samþykkir að samningar hækki um 2,5% á ári og að samningar gildi til þriggja ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum.
6.
750 Skólavegur 14 - endurnýjun á lóðasamningi
Bréf KRST lögmanna er varðar andmæli við breytingum á lóðamörkum að Skólavegi 12 og 14 á Fáskrúðsfirði. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til meðferðar.
7.
Jólasjóður Fjarðabyggðar
Beiðni um framlag til jólasjóðs Fjarðabyggðar og Afls. Aðstandendur sjóðsins eru Rauðakrossdeildir á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og mæðrastyrksnefnd kvenfélagsins Nönnu á Norðfirði. Bæjarráð samþykkir að framlag til sjóðsins verði kr. 500.000.
8.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Fundargerðir 1. og 2. fundar um svæðisskipulag fyrir Austurland frá 20.október og 8.nóvember, lagðar fram til kynningar. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
9.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 2.nóvember
Fundargerð aðalfundar HAUST frá 2.nóvember sl., lögð fram til kynningar. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða
Lagt fram til kynningar erindi velferðarráðuneytisins frá 15.nóvember, er varðar framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016 - 2025 og umhverfisskýrslu
Fyrir liggur tillaga Landsnets að kerfisáætlun 2016 til 2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu auk umhverfisskýrslu. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar, er til og með 30. desember 2016. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Mannfjöldaþróun í Fjarðabyggð
Tillaga Austurbrúar um greiningarvinnu fyrir sveitarfélagið í tengslum við íbúaþróun, aldurssamsetningu og húsnæðisþörf. Vísað til bæjarstjóra til frekari vinnslu.
13.
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning í mars 2017
Dagana 17. til 18.mars 2017 mun Verkiðn halda íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni. Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum svo grunnskólanemendur um land allt hafi möguleika á að sækja íslandsmótið. Fræðslustjóra falið að fara yfir erindi með skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands.
14.
Málstofa um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi
Málstofa um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi verður haldin í Végarði miðvikudaginn 23.nóvember. Jafnframt lagt fram til kynningar "Sviðsmyndir um framtíð ferðaþjónustunnar til ársins 2030" unnið af KPMG. Lagt fram til kynningar og vísað til atvinnu- og þróunarstjóra.
15.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir þjónustuíbúðir í Breiðablik. Félagsmálanefnd hefur samþykkt tillöguna og vísar henni áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tilllögu að gjaldskrá og að hún taki gildi 1. janúar 2017.
16.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Félagsmálanefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu og vísar henni áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
17.
Gjaldskrá ferðaþjónustu 2017
Fyrir liggur gjaldskrá í ferðaþjónustu fatlaðs fólks fyrir árið 2017. Félagsmálanefnd hefur samþykkt tillöguna og vísar henni áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1. janúar 2017.
18.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2017 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Fyrir liggur gjaldskrá Fjölskyldusviðs vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1. janúar 2017.
19.
Gjaldskrá minjasafna 2017
Menningar- og safnanefnd hefur lagt til að gjaldskrá minjasafna verði óbreytt milli ára. Nefndin leggur jafnframt til að framhaldið verði gjaldfrjálsum afnotum fyrir íbúa Fjarðabyggðar að minjasöfnum líkt og var á árinu 2016. Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar en óskar eftir við nefndina að hún taki ákvörðun um breytingu á gjaldskrá í janúar nk. er varðar gjaldskrá fyrir 2018.
20.
Gjaldskrá bókasafna 2017
Menningar- og safnanefnd hefur lagt til að gjaldskrá bókasafna verði óbreytt á milli ára. Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar.
21.
Gjaldskrá leikskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 2%. Jafnframt er felld niður fjögurra tíma gjaldfrjáls vistun elsta árgangs í leikskóla. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillöguna og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
22.
Gjaldskrá skóladagheimila 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir skóladagheimili 2017. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 4%. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
23.
Gjaldskrá skólamáltíða í grunnskólum 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir í grunnskólum. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu um 2% hækkun gjaldskrár og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
24.
Gjaldskrá grunnskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir húsnæði grunnskóla. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu um að gjaldskrá verði óbreytt á árinu 2017 og vísar ákvörðun til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.
25.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir tónlistarskóla. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu um 4% hækkun á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
26.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt gjaldskrá líkamsræktarstöðva í Fjarðabyggð fyrir árið 2017, fyrir sitt leyti, og vísar málinu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
27.
Gjaldskrá sundlauga 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt gjaldskrá sundlauga í Fjarðabyggð fyrir árið 2017, fyrir sitt leyti, og vísar málinu til bæjarráðs. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna tillögu um hækkun á stöku gjaldi sundmiða fyrir fullorðna um 100 kr. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
28.
Gjaldskrá íþróttahúsa 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt gjaldskrá íþróttahúsa í Fjarðabyggð fyrir árið 2017, fyrir sitt leyti, og vísar málinu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
29.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2017
Framlögð tillaga slökkviliðsstjóra að breytingu á gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
30.
Gjaldskrá Sorpmiðstöðvar - meðhöndlun úrgangs
Lögð fram minniblöð dagsett 14. október og 21. október 2016 frá verkefnastjóra umhverfismála um tillögu að breytingum á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
31.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá gatnagerðargjalda í Fjarðabyggð 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
32.
Gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustagjalda skipulagsfulltrúa í Fjarðabyggð 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa og byggingarleyfis-og þjónustugjalda byggingarfulltrúa í eina gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa og byggingarleyfis-og þjónustugjalda byggingarfulltrúa í eina gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
33.
Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónsutugjalda byggingafulltrúa 2017
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa og gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa í eina gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir jafnframt að sameina gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa og gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa í eina gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
34.
Gjaldskrá félagsheimila 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá félagsheimila og gjaldskráin hækki almennt um 2%. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
35.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá fráveitu, gjaldskráin hækkar almennt um 2% en álagningarstuðull helst óbreyttur. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
36.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá hunda- og kattahalds, gjaldskráin hækkar almennt um 2%. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017. Bæjarráð felur eigna- skipulags- og umhverfisnefnd jafnframt að fara yfir rekstur málaflokks hunda- og kattahalds.
37.
Gjaldskrá tjaldsvæða í Fjarðabyggð 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá tjaldsvæða, gjaldskráin hækki almennt um 2%. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Um er að ræða viðviðunargjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá taki ekki gildi meðan að samningur er í gildi við umsjónaraðila tjaldsvæða.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá taki ekki gildi meðan að samningur er í gildi við umsjónaraðila tjaldsvæða.
38.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá hitaveitu, gjaldskráin hækkar almennt um 2%. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
39.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um að breyta gjaldskrá vatnsveitu, gjaldskráin hækkar almennt um 2% en álagningarstuðull verður óbreyttur. Nefndin vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
40.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2017
Framlögð tillaga að hækkun gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna fjarvarmaveitna. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
41.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2017
Lögð fram tillaga að breytingu gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar um dreifingu rafmagns. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
42.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala
Lögð fram tillaga um breytingu á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar. Tillagan er um 2% hækkun orkugjalds. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
43.
Gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017
Tillaga um breytingu á gjaldskrá hafnarsjóðs auk greinargerðar. Hækkun gjaldskrár er 2,6%. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2017.
44.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2017
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017 ásamt viðmiðunum um afslátt fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega samhliða minnisblaði fjármálastjóra um álagninguna. Einnig er lögð fram tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda og reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2017, vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
45.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - álagning útsvars 2017
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.