Fara í efni

Bæjarráð

499. fundur
28. nóvember 2016 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Valdimar O Hermannsson Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 ásamt starfsáætlun Fjarðabyggðar árið 2017 til síðari umræðu, ásamt greinargerð fjármálastjóra um breytingar sem hafa verið gerðar á áætluninni milli umræðna og áhrifa þeirra á áætlun áranna 2017 - 2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Málsnúmer 1610152
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2018 - 2020 ásamt greinargerð fjármálastjóra um breytingar á tillögu að fjárhagsáætlun 2017 - 2020 milli umræðna.
Bæjarráð vísar þriggja ára fjárhagsáætlun 2018 til 2020 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til síðari umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
3.
Byggðaþróun - sviðsmyndagreining
Málsnúmer 1611027
Farið yfir gerð sviðsmynda um byggðaþróun og hugsanlega eflingu íbúa- og atvinnuþróunar með klasasamstarfi.
4.
Afnotasamningur við eiganda jarðarinnar Högnastaða
Málsnúmer 1411139
Framlag bréf landeigenda Högnastaða þar sem óskað er eftir endurskoðun á ákvæðum leigusamnings. Jafnframt lagt fram minnisblað fræðslustjóra vegna afnota af landi undir skíðasvæðið í Oddsskarði.
Vísað til nánari skoðunar bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
5.
Greining á húsnæðisþörf
Málsnúmer 1611104
Farið yfir stöðu íbúðarmarkaðarins í Fjarðabyggð. Framlögð verkefnatillaga Capacent um greiningu á stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að leita samstarfsaðila vegna verkefnisins. Bæjarráð samþykkir verkefnalýsingu og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
6.
Raforkusölusamningar við Fjarðabyggð og Hafnarsjóð
Málsnúmer 1609091
Bæjarráð hefur samþykkt að semja við Orkusöluna um orkukaup til næstu 2ja ára. Framlagðir endanlegir samningar við Orkusöluna merktir trúnaðarmál til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samninga og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
7.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Málsnúmer 1609042
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017, sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti og vísar endanlegri staðfestingu til bæjarstjórnar.
8.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2016
Málsnúmer 1602064
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 22. nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
9.
Verstöðin Ísland
Málsnúmer 1611101
Lögð fram til kynningar skýrslan "Hagræðing og landfræðileg samþjöppun í Íslenskum sjávarútvegi 1993 - 2013."
10.
Nordic Expo 2016
Málsnúmer 1610098
Bæjarstjóri fór yfir ráðstefnu er hann sótti í tengslum við vinabæjarheimsókn til Stavanger.
11.
Launakjör kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 1306082
Launakjör kjörinna fulltrúa Fjarðabyggðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt kjararáðs frá 29. október sl. um breytingar á þingfararkaupi sem áttu að gilda frá 1. nóvember sl. verði ekki notuð sem viðmið á launum kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð. Laun kjörinna fulltrúa verði því óbreytt að svo stöddu.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 161
Málsnúmer 1611012F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 161 frá 21.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 169
Málsnúmer 1611011F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 169 frá 22.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.