Fara í efni

Bæjarráð

500. fundur
5. desember 2016 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Valdimar O Hermannsson Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð
Málsnúmer 1609128
Farið yfir vinnu við endurskipulagningu á starfsemi þjónustumiðstöðva og hafnarstarfsemi með það í huga að mynda eina þjónustu- og framkvæmdamiðstöð.
2.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Málsnúmer 1609042
Framlögð tvö bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, þar sem annarsvegar er hafnað beiðni Fjarðabyggðar um að tvöföldun aflamarks verði sleppt og hinsvegar rökstuðningur fyrir því að ekki sé úthlutað byggðakvóta til fleiri byggðarlaga en Stöðvarfjarðar og Mjóafjarðar í Fjarðabyggð.
3.
Bakvörður uppfærsla 2016
Málsnúmer 1512075
Framlögð drög að samningi við Advania og minnisblað um innleiðingu á Vinnustund sem leysir af hólmi Bakvörð sem viðveruskráningarkerfi Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
4.
Uppfærsla á OneCrm kerfum og innleiðing á upplýsingagátt
Málsnúmer 1511049
Farið yfir innleiðingu íbúagáttar Fjarðabyggðar og næstu skref í rafrænni þjónustu með rafrænum eyðublöðum. Framlagt minnisblað. Gert er ráð fyrir að íbúagátt verði uppfærð í desember og ný rafræn eyðublöð verði tekin í gagnið á árinu 2017.
Bæjarráð samþykkir uppfærsluna og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna innleiðingar.
5.
Reglur um upplýsingatæknimál
Málsnúmer 1310150
Framlögð drög að verklagsreglum vegna aðgangs þjónustuaðila
að upplýsingatæknikerfum hjá Fjarðabyggð. Reglurnar eru byggðar á fyrirliggjandi öryggiskröfum og ráðstöfunum í upplýsingatæknimálum.
Bæjaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar uppfærðum reglum til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Málefni flóttafólks 2015
Málsnúmer 1406154
Bréf velferðarráðuneytisins til bæjarráðs Fjarðabyggðar er varðar tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks. Jafnframt lagðar fram leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga, frá því í maí 2014, um móttöku flóttafólks.
Vísað til frekari vinnslu á fjölskyldusviði og til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
7.
Rekstur Félagslundar 2016
Málsnúmer 1605020
Bæjarráð samþykkir á grundvelli fyrirspurna að auglýsa félagsheimilið Félagslund laust til umsóknar á grundvelli "reglna um styrki í tengslum við atvinnuuppbyggingu vegna endurgerðar gamalla húsa og fasteigna í eigu Fjarðabyggðar."
Forstöðumanni stjórnsýslu, í samráði við bæjarstjóra, falið að auglýsa félagsheimilið Félagslund laust til umsóknar sbr. samþykktina.
8.
Meet the Locals samstarfssamningur
Málsnúmer 1611129
Framlagt minnisblað markaðs- og kynningarfulltrúa þar sem lagt er til að áfram verði tekið þátt í klasaverkefninu "Meet the locals". Um er að ræða árlegt gjald kr. 30.000.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í klasaverkefninu.
9.
N4 endurnýjun samnings um sjónvarpsefni árið 2017
Málsnúmer 1611134
Framlagt minnisblað markaðs- og kynningarfulltrúa vegna beiðni um áframhaldandi stuðning við þáttagerð á N4.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi stuðning við þáttagerðina með sama hætti og var á árinu 2016.
10.
Kröfur vegna launagreiðslur hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Málsnúmer 1609163
Bæjarstjóri fer yfir stöðu viðræðna við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn um kjör.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við samþykkt fundar.
11.
Kjara- og launamál 2016
Málsnúmer 1606106
Nýgerður kjarasamningur Félags grunnskólakennara ræddur. Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sveitarfélaga sem haldinn var 1. desember sl.með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.
12.
Framtíðarskipan húsnæðismála
Málsnúmer 1612002
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnu við gerð húsnæðisáætlana vegna íbúðarhúsnæðis og nýtingu áætlana sem stjórntækis í skipan húsnæðismála.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
13.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
TRÚNAÐARMÁL.
Farið yfir stöðu mála sem tengjast olíubirgðastöð í Reyðarfirði.
14.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins
Málsnúmer 1611128
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn.
Framlögð kynning á þinginu og helstu málum sem það fjallaði um á haustþingi sínu í október sl., svo sem aðgerðir til að berjast gegn spillingu á sveitarstjórnarstigi og öfgahyggju meðal íbúa, kynjaða fjárhagsáætlunargerð og hvernig sé hægt að auka þátttöku kvenna í sveitarstjórnarmálum.
15.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1603017
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 844 frá 25.nóvmeber 2016, lögð fram til kynningar.
16.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1601200
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 24. nóvember sl.
17.
Fræðslunefnd - 34
Málsnúmer 1611014F
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar nr. 34 frá 30. nóvember 2016.