Bæjarráð
501. fundur
12. desember 2016
kl.
08:30
-
10:20
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Í framhaldi af vinnu við skoðun á mögulegri staðsetningu hafnarkants í tengslum við nýtt fiskiðjuver Eskju, óskar hafnarstjórn eftir því við bæjarstjórn að hún feli eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við þær breytingar sem gera þarf á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Í hugmyndinni er gert ráð fyrir 90 metra kanti austast á fyllingunni með stækkunarmöguleika til vesturs um aðra 90 metra. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
2.
Fiðurfé - drög að samþykkt
Lögð fram drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Fjarðabyggð ásamt minnisblaði umhverfisstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd hefur samþykkt drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu í tveimur umræðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd hefur samþykkt drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu í tveimur umræðum.
3.
Þjónusta í þéttbýli 2016
Lagður fram samningur Vegagerðarinnar og Fjarðabyggðar um þjónustu gatna í þéttbýli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar árið 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti og vísað honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti og vísað honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Félagsmálanefnd hefur yfirfarið reglur um fjárhagsaðstoð og leggur til ákveðnar breytingar á grein 22 sem fjallar um greiðslu sérfræðiaðstoðar. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
5.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Félagsmálanefnd hefur tekið til umræðu drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar taka mið af leiðbeinandi reglum sambandsins og samþykktum reglum Fjarðabyggðar um sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálanefnd hefur samþykkt drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til frekari umræðu. Bæjarráð felur fjármálastjóra að kostnaðargreina reglurnar og leggja minnisblað fyrir bæjarstjórn. Reglunum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Öldungaráð
Fræðslustjóri hefur lagt fyrir félagsmálanefnd drög að samþykkt fyrir Öldungaráð Fjarðabyggðar. Félagsmálanefnd hefur yfirfarið drögin og samþykkt þau með lítilsháttar breytingum og vísar þeim til bæjarráðs til frekari umræðu og staðfestingar. Bæjarráð samþykkir lítilsháttar breytingar á 2.gr. og 3.gr. sbr. umræður á fundinum. Samþykkt fyrir öldungaráð er vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
7.
Aðstaða til líkamsræktunar - bréf frá íbúum Breiðabliks
Félagsmálanefnd hefur samþykkt beiðni íbúa í Breiðabliki um aðstöðu til líkamsræktar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bæjarráð vísar til fjölskyldusviðs frekari vinnu við dagvist aldraðra í Breiðabliki, í tengslum við samþykkt þessa.
8.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Fundargerð stjórnar SSA frá 29.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
9.
Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd tók til umræðu á síðasta fundi, fyrirkomulag á skólamáltíðum í skólum Fjarðabyggðar. Meðal annars var rætt hvort samræma ætti matseðla, hvort og hvernig yrði staðið að útboði á skólamáltíðum í grunnskólum. Fræðslunefnd lagði til að matseðlar verði samræmdir og þá litið til Akureyrar sem fyrirmyndar. Fræðslunefnd lagði jafnframt til að skólamáltíðir í grunnskólunum á Stöðvarfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði verði boðnar út ásamt ávaxtanesti í vor. Bæjarráð felur fjármálastjóra og fræðslustjóra að vinna útboðsgögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
10.
Jólasjóður
Fjarðabyggð mun ekki senda út hefðbundið jólakort á þessu ári og nýtir fjármagn til eflingar jólasjóðsins.
11.
Fjárlagafrumvarp 2016
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum af skertu framlagi til margra ríkisstofnana og verkefna á Austurlandi sem koma fram í boðuðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Bæjarráð heitir á þingmenn kjördæmisins að þeir komi að því að leiðrétta hlut Austurlands í útgjöldum ríkisins í frumvarpinu og tryggja eðlilegan rekstur ríkisstofnana.
12.
Frá UT-deginum-Nýjar persónuverndarreglur o.fl.
Unnið er að skoðun á framsetningu og aðgangi á persónugreinarlegum upplýsingum í Mentor. Vakin er athygli á gildistöku nýrra laga um persónuvernd. Lagt fram til kynningar.
13.
Samningur um þjónustu við Netorku - framlenging til 5 ára
Framlögð drög að samningi við Netorku um framlengingu samnings frá 25. apríl 2007 til fimm ára. Samningur liggur fyrir fundi í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd síðar í dag. Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti.
14.
Raforkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar 2017
Framlögð drög að samningum um orkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar af Landsvirkjun. Samningur liggur fyrir fundi í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd síðar í dag. Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti.
15.
Ósk um aðild að rekstrar- og uppbyggingarsamning
Fyrir liggur beiðni frá Sjósportklúbbi Austurlands sem óskar eftir að gerast aðili að rekstrar- og uppbyggingarsamningum Fjarðabyggðar. Íþrótta- og tómstundanefnd hitti forsvarsmenn Sjósportklúbbsins sem kynntu fyrir nefndinni starfsemi félagsins. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, aðkomu Sjósportklúbbs Austurlands að rekstrar- og uppbyggingarsamningum Fjarðabyggðar og vísar málinu til bæjarráðs. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir málið fyrir næsta fund.
16.
Húsnæðisáætlanir,stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki
Þroskahjálp vekur athygli á skyldum sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 162
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 162 frá 5.desember 2016, lögð fram til kynningar.
18.
Hafnarstjórn - 170
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 170 frá 5.desember 2016, lögð fram til kynningar.
19.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 30
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 30 frá 8. desember 2016, lögð fram til kynningar.
20.
Menningar- og safnanefnd - 28
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 28 frá 8. desember 2016, lögð fram til kynningar.
21.
Félagsmálanefnd - 90
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 90 frá 6.desember 2016, lögð fram til kynningar.
22.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 69 frá 7.desember 2016, lögð fram til kynningar.