Bæjarráð
502. fundur
19. desember 2016
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Valdimar O Hermannsson
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - október 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - nóvember 2016.
Einnig útreikningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á endanlegu útgjaldajöfnunarframlagi ársins 2016.
Einnig útreikningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á endanlegu útgjaldajöfnunarframlagi ársins 2016.
2.
Kjara- og launamál 2016
Framlagt minnisblað stjórnsýslu- og þjónustusviðs um áhrif nýs kjarasamings Félags grunnskólakennara á fjárhagsáætlun ársins 2016 og ársins 2017. Kostnaðarauki á árinu 2016 nemur tæpum 4 milljónum kr. og um 33. milljónum kr. á árin 2017.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna viðauka fyrir árið 2017 á grunni minnisblaðsins sem lagður verður fyrir bæjarstjórn á nýju ári.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna viðauka fyrir árið 2017 á grunni minnisblaðsins sem lagður verður fyrir bæjarstjórn á nýju ári.
3.
Frá UT-deginum-Nýjar persónuverndarreglur o.fl.
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu á nýjum reglum um persónuvernd þar sem m.a. kom fram að hver stofnun og hvert sveitarfélag þarf að setja sér verklagsreglur, samþykkja skýra persónuverndarstefnu, sjá til þess að persónuvernd sé innbyggð í nýjan hugbúnað og hafa á að skipa persónuverndarfulltrúa.
Vísað til bæjarritara til vinnslu.
Vísað til bæjarritara til vinnslu.
4.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Framlagt minnisblað merkt trúnaðarmál um stöðu ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Fjarðabyggð og umsóknir um styrki til verkefnisins á árinu 2017. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu umhverfisstjóra um gjaldskrá fyrir leigulönd í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfesti gjaldskrá.
Bæjarráð staðfesti gjaldskrá.
6.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Lagt fram bréf eiganda neðri hæðar Búðavegar 35 þar sem gerð er krafa um greiðslu lögfræðikostnaðar. Bæjarráð hafnar greiðslu kostnaðarins.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókun bæjarráðs.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókun bæjarráðs.
7.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti, að samkomulag verði gert um lóðina Strandgötu 12 á Eskifirði og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Lögð fram drög að samningi vegna lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Lögð fram drög að samningi vegna lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
6. mál til umsagnar frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
Framlögð til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Bæjarráð styður frumvarpið og vísar til bæjarritara.
Bæjarráð styður frumvarpið og vísar til bæjarritara.
9.
Áfangastaðurinn Austurland - innleiðing
Framlagt minnisblað og gögn um 4. áfanga í verkefninu áfangastaðurinn Austurland en hann lýtur að innleiðingu verkefnisins og samhæfingu aðila á svæðinu í markaðssetningu fjórðungsins útávið sem áfangastaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um aðkomum sveitarfélagsins að vinnu við 4. áfanga.
Bæjarráð samþykkir tillögu um aðkomum sveitarfélagsins að vinnu við 4. áfanga.
10.
Ósk um aðild að rekstrar- og uppbyggingarsamning
Frá fyrri fundi bæjarráðs. Fyrir liggur beiðni frá Sjósportklúbbi Austurlands sem óskar eftir að gerast aðili að rekstrar- og uppbyggingarsamningum Fjarðabyggðar. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, aðkomu Sjósportsklúbbs Austurlands að rekstrar- og uppbyggingarsamningum Fjarðabyggðar og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði rekstrar- og uppbyggingarsamningur við Sjósportsklúbb Austurlands fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði rekstrar- og uppbyggingarsamningur við Sjósportsklúbb Austurlands fyrir árið 2017.
11.
Menningarstefna
Lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu forstöðumanns menningarstofu auk minnisblaðs forstöðumanns stjórnsýslu um tillögur að fyrirkomulagi stjórnsýslu menningarstofu.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði í janúar 2017.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði í janúar 2017.
12.
Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð
Kynnt breyting á skipulagi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Stjórnun þjónustu- og framkvæmdamiðstöðva á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði heyrir undir einn bæjarverkstjóra frá og með 1. desember 2016.
13.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu
Kynningarfundur með fulltrúum Landsnets á kerfisáætlun verður haldinn þriðjudaginn 3. janúar 2017 á Gistihúsinu á Egilsstöðum frá kl. 16-18. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 29. desember nk.
14.
Stofnun einkahlutafélags um almenningssamgöngur
Kynntur tölvupóstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um fyrirhugaða stofnun einkahlutafélags um skipulagðar samgöngur á Austurlandi, í upphafi nýs árs. Þriggja manna stjórn skipi félagið og í henni séu bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs ásamt verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Framkvæmdastjóri verði framkvæmdastjóri Austurbrúar.
15.
Kauptilboð í Hæðargerði 6 Reyðarfirði
Framlagt kauptilboð í Hæðagerði 6 á Reyðarfirði auk verðhugmynda fasteignasala ásamt grófu mati á kostnaði við lagfæringu húsnæðis.
Bæjarráð samþykkir að ganga að kauptilboði frá Tveimur stubbum ehf. án fyrirvara og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölunnar.
Bæjarráð samþykkir að ganga að kauptilboði frá Tveimur stubbum ehf. án fyrirvara og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölunnar.
16.
Verðfyrirspurn fyrir Bæjarskrifstofur Hafnargötu 2 2016
Framlagður til kynningar verksamningur um ræstingu bæjarskrifstofu á Reyðarfirði.
17.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Kærabæ 2016
Framlagður til kynningar verksamningur um ræstingu Leikskólans Kærabæjar.
18.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Eyrarvelli 2016
Framlagður til kynningar verksamningur um ræstingu Leikskólans Eyrarvalla.
19.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Lyngholt 2016
Framlagður til kynningar verksamningur um ræstingu Leikskólans Lyngholts.
20.
Verðfyrirspurn fyrir Leikskólann Dalborg 2016
Framlagður til kynningar verksamningur um ræstingu Leikskólans Dalborgar.
21.
Heimsóknartímar á hjúkrunarheimili
TRÚNAÐARMÁL.
Framlagt bréf vegna Hulduhlíðar.
Vísað til kynningar félagsmálanefndar og úrvinnslu sviðsstjóra.
Framlagt bréf vegna Hulduhlíðar.
Vísað til kynningar félagsmálanefndar og úrvinnslu sviðsstjóra.