Fara í efni

Bæjarráð

503. fundur
2. janúar 2017 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Húsnæði Sólvalla í Neskaupstað
Málsnúmer 1612142
Framlagt bréf níu einstaklinga þar sem óskað er eftir að hætt verði við sölu á fyrrum húsnæði leikskólans við Blómsturvelli í Neskaupstað og þess í stað teknar upp viðræður við hópinn um leigu á húsnæðinu til atvinnustarfsemi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
2.
740 Afnot af gamla leikskólanum
Málsnúmer 1612016
Lögð fram til kynningar drög að tveimur skammtímaleigusamningum vegna húsnæðis fyrrum leikskólans Sólvalla að Blómsturvöllum í Neskaupstað.
Bæjarstjóra falið að ganga frá leigusamningum.
3.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlagt minnisblað merkt trúnaðarmál, um stöðu ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Fjarðabyggð og umsóknir um styrki til verkefnisins á árinu 2017.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um ríkisstyrk til Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði að sunnanverðu upp í gegnum Daladal og innanverðan Reyðarfjörð sunnan Sléttuár. Jafnframt verði sótt um ríkisstyrk vegna dreifbýlis á Norðfirði. Áhugi íbúa í dreifbýli á þessum svæðum verði kannaður samhliða umsókn.
Bæjarstjóra falið að kanna hjá Fjarskiptasjóði hvernig staða hringtengingar fjarskipta Norðfjarðar og Eskifjarðar standi.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
4.
Vegna samnings um lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum
Málsnúmer 1612113
Framlagður tölvupóstur ásamt bréfi um samninga, vegna yfirtöku ríkisins á 236.000.000 kr. lífeyrisskuldbindingu hjúkrunarheimila. Jafnframt lögð fram drög að yfirlýsingu sveitarfélaga vegna samnings um yfirtökuna. Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um heimild til bæjarstjóra til samningagerðar vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbiningum hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala.
5.
Hækkun mótframlags launagreiðenda i A deild Brúar lífeyrissjóðs
Málsnúmer 1610048
Framlagðir tölvupóstar frá Brú lífeyrissjóði og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um afturköllun á fyrirhugaðri hækkun lífeyrissjóðsframlaga 1. janúar 2017, ásamt tengdum gögnum.
Fjármálastjóra falið að gera viðauka vegna breytinga við fjárhagsáætlun 2017 og leggja fyrir fund bæjarstjórnar 19. janúar nk.
6.
Kjara- og launamál 2016
Málsnúmer 1606106
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum um að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna kjarasamnings við Félag grunnskólakennara. Nú liggja fyrir breytingar á kjarasamningi við Félag leikskólakennara, samningur við hlutastarfandi sjúkraflutningsmenn, beytingar á lífeyrisframlögum þ.m.t. afturköllun á boðaðri hækkun lífeyrissjóðsmótframlaga ásamt frágangi á skuldabréfi vegna uppgjörs á ábyrgð Fjarðabyggðar gagnvart lífeyrissjóðunum Brú-LSS og LSR. Lagt er til að þessar breytingar verði sameinaðar í einn viðauka sem komi til afgreiðslu í bæjarstjórn í janúar.
Bæjarráð samþykkir að viðauki verður lagður fyrir bæjarstjórn 19. janúar nk.
7.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1603017
Fundargerð 845. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
8.
Stjórnkerfisnefnd 2017
Málsnúmer 1612145
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stjórnkerfisnefnd taki til starfa.
9.
Uppsögn á starfi félagsmálastjóra
Málsnúmer 1701003
Framlagt bréf félagsmálastjóra þar sem hún segir starfi sínu lausu.
Bæjarráð þakkar Sigrúnu Þórarinsdóttur félagsmálastjóra vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar henni velfarnaðar.
10.
Málefni Reykjavíkurflugvallar
Málsnúmer 1511126
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri stöðu sem málefni sjúkraflugs á Íslandi er komið í með lokun Reykjavíkurborgar á neyðarbraut flugvallarins í Reykjavík.
Þegar öryggi íbúa landsins er undir í málum eins og þessum, má aldrei gleyma að það er sameiginlega ábyrgð okkar allra að öryggi og heilsu íbúa landsins sé ekki stefnt í tvísýnu. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur axlað ábyrgð sína í þessum málum með aðkomu sinni og aðila í heimabyggð með endurbyggingu neyðarbrautar við Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Því hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar Borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða ákvörðun sína um lokun neyðarbrautarinnar strax og ríkisvaldið komi að þeirri vinnu þannig að málið verði leyst til framtíðar.