Bæjarráð
504. fundur
5. janúar 2017
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - nóvember 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - desember 2016.
2.
Uppgröftur í Stöð
Framlag Fjarðabyggðar til fornleifarannsókna að Stöð í Stöðvarfirði nemur 1.000.000 kr. á árinu 2017.
Sveitarfélagið ábyrgist jafnframt kostnað við forvörslu muna fyrir um 400.000 kr.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulag um styrk til áhugafélags um fornleifarannsóknir að Stöð.
Sveitarfélagið ábyrgist jafnframt kostnað við forvörslu muna fyrir um 400.000 kr.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulag um styrk til áhugafélags um fornleifarannsóknir að Stöð.
3.
Endurskipulagning fjármála Hitaveitu Fjarðabyggðar
Lagt fram minnisblað og tillaga fjármálastjóra, um endurskipulagningu á fjármálum Hitaveitu Fjarðabyggðar. Fjármálastjóra falið að vinna áfram að endurskipulagningu fjármála veitunnar í tengslum við endurfjármögnun á árinu 2017.
4.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Fjallað um mögulega nýtingu á kauprétti á félagsaðstöðu eldri borgara í fasteigninni Melgerði 13 Reyðarfirði og mögulega lántöku vegna kaupanna. Áður á dagskrá bæjarráðs 15. mars og 14. október 2016.
Vísað til frekari vinnslu fjármálastjóra og umræðu á næsta bæjarráðsfundi.
Vísað til frekari vinnslu fjármálastjóra og umræðu á næsta bæjarráðsfundi.
5.
Endurfjármögnun skammtímaláns 2017
Fjallað um fjármögnun greiðslu á skammtímaláni í lok janúar með lántöku og aðrar ráðstafanir í lánsfjármögnun Fjarðabyggðar og stofnana.
Vísað til frekari vinnslu fjármálastjóra og umræðu á næsta bæjarráðsfundi.
Vísað til frekari vinnslu fjármálastjóra og umræðu á næsta bæjarráðsfundi.
6.
Merking á Hótel Egilsbúð
Lögð fram til kynningar ákvörðun Einkaleyfastofu um að fella úr gildi skráningu Trölla ehf. á "Guesthouse Egilsbúð" og "Hótel Egilsbúð"
7.
"Fjallahjólapark" í Oddskarði
Frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs.
Umræðu um útivistarsvæðið í Oddskarði sem framtíðarstað fyrir fjallahjólapart, var vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og bæjarráðs.
Bæjarráð vísar umfjöllun til íþrótta- og tómstundanefndar og tekur málið fyrir að lokinni umfjöllun nefndarinnar.
Umræðu um útivistarsvæðið í Oddskarði sem framtíðarstað fyrir fjallahjólapart, var vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og bæjarráðs.
Bæjarráð vísar umfjöllun til íþrótta- og tómstundanefndar og tekur málið fyrir að lokinni umfjöllun nefndarinnar.
8.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs.
Umræðu um af hverju er ekki frítt í almenningssamngörnar fyrir 16 - 18 ára vísað til bæjarráðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vinna stendur yfir við stofnun einkahlutafélags um rekstur skipulagðra samgangna á Austurlandi.
Bæjarráð vísar umfjöllun til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og tekur málið fyrir að nýju að lokinni umfjöllun nefndarinnar og samhliða vinnu við endurskoðun á skipulögðum samgöngum.
Umræðu um af hverju er ekki frítt í almenningssamngörnar fyrir 16 - 18 ára vísað til bæjarráðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vinna stendur yfir við stofnun einkahlutafélags um rekstur skipulagðra samgangna á Austurlandi.
Bæjarráð vísar umfjöllun til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og tekur málið fyrir að nýju að lokinni umfjöllun nefndarinnar og samhliða vinnu við endurskoðun á skipulögðum samgöngum.
9.
Hafnarstjórn - 171
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 171 frá 3. janúar 2017, lögð fram til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 164
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 164 frá 2.janúar 2017, lögð fram til kynningar.