Fara í efni

Bæjarráð

505. fundur
16. janúar 2017 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjármál 2017
Málsnúmer 1701089
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og tillaga um sölu og söluaðferð fjögurra fasteigna Fjarðabyggðar. Um er að ræða húsnæði Kirkjumels, Sólvalla og Stekkjargötu á Norðfirði og Hulduhlíðar á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að auglýsa eignirnar til sölu.
2.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 1
Málsnúmer 1612137
Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana á árinu 2017. Í viðaukanum hefur fjármálastjóri dregið saman áhrif, á rekstur Fjarðabyggðar á árínu 2017, af nýjum og/eða breyttum kjarasamningum, breytingum á lögum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og breytingum á mótframlög launagreiðanda til LSR og Brú-LSS. Viðaukinn er gerður í samræmi við samþykktir bæjarráðs frá 19. desember 2016 og 2. janúar 2017. Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017 vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
3.
Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 6
Málsnúmer 1701095
Framlagður viðauki 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana á árinu 2016. Í viðaukanum hefur fjármálastjóri dregið saman áhrif af úthlutunum samkvæmt ákvörðunum bæjarráðs, úthlutun símenntunarstyrkja og námsstyrka og úr veikindalaunapotti. Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárhag Fjarðabyggðar, einungis tilflutning á milli málaflokka og deilda. Viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2016 vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
4.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Málsnúmer 1603023
Fjallað um mögulega nýtingu á kauprétti á félagsaðstöðu eldri borgara í fasteigninni Melgerði 13 Reyðarfirði og mögulega lántöku vegna kaupanna. Áður á dagskrá bæjarráðs 15. mars og 14. október 2016. Bæjarráð samþykkir að nýta kauprétt á eigninni í samræmi við minnisblað fjármálastjóra. Vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
5.
Endurfjármögnun skammtímaláns 2017
Málsnúmer 1612126
Fjallað um fjármögnun greiðslu á skammtímaláni í lok janúar með lántöku, auk annarra ráðstafana í lánsfjármögnun Fjarðabyggðar og stofnana. Framlagt minnisblað og tillaga fjármálastjóra um fjármögnun og heimild til yfirdráttarheimildar. Bæjarráð samþykkir endurfjármögnun sbr. tillögur í minnisblaði. Lántöku vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
6.
Viljayfirlýsing vegna Margildis ehf.
Málsnúmer 1612091
Kristján Þórarinn Davíðsson stjórnarmaður og Snorri Hreggviðsson framkvæmdastjóri Margildis sátu þennan lið fundarins og kynntu hugmyndir fyrirtækisins um vinnslu á hrálýsi til manneldis. Bæjarráð felur bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Margildi.
7.
Tillaga um breytingar á reglum Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu
Málsnúmer 1612028
Á síðasta fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt; "Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra búsetuþjónustu Fjarðabyggðar þar sem fyrir liggur tillaga að breytingum að reglum Fjarðabyggðar um félagslega þjónustu. Annars vegar er verið að skýra texta í 7. grein og lagt til að þar standi "Þjónustuþörf er metin í hverju einstöku tilviki. Að jafnaði er ekki veitt þjónusta sem aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta annast." Felldur verði út textinn "Þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilfelli og leitast skal við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir." Hins vegar er lögð til breyting á 4. grein þar sem greiðslur miðist áfram við tekjur en við bætist "og handbært fé notenda, þ.e. allra á heimilinu yfir 18 ára aldriþeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1603038
Fyrir liggja viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til leikskóla í Fjarðabyggð og minnisblað um áhrif reglnanna. Fjárhagsáætlun 2017 tekur mið af reglunum. Fræðslunefnd hefur samþykkt reglurnar og vísar þeim til frekari umræðu og samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til leikskóla og vísar reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2017
Málsnúmer 1612043
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra með tillögu að sumarleyfum leikskóla í Fjarðabyggð sumarið 2017. Í minnisblaðinu er lagt til að leikskólarnir loki sem hér segir: Stöðvarfjarðarskóli 13.júlí til 9.ágúst, báðir dagar meðtaldir, Kæribær 13.júlí til 9.ágúst, Lyngholt 19.júlí til 15.ágúst, Dalborg 13.júlí til 9.ágúst og Eyrarvellir 29.júní til 26.júlí. Þá er athygli vakin á því að samkvæmt reglum um leikskóla í Fjarðabyggð geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis. Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráð samþykkkir tillögu að sumarlokun leikskólanna.
10.
Reglur um leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1612121
Fyrir liggur tillaga um breytingu á reglum um leikskóla til samræmis við samþykkta starfsáætlun og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017. Um er að ræða fjölda skipulagsdaga sem verða fimm í stað fjögurra og niðurfelling á fjögurra tíma afslætti á dag á vistunargjöldum fyrir elsta árgang leikskóla. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillöguna og vísar henni til frekari umræðu og samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um leikskóla.
11.
Ungt fólk í Fjarðabyggð, samningur um rannsóknir á högum og líðan ungmenna
Málsnúmer 1701039
Fyrir liggur drög að samningi Fjarðabyggðar við Rannsóknir og greiningu um úrvinnslu úr rannsóknum á högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Samningurinn er í stórum dráttum líkur þeim samningi sem gilt hefur undanfarin fimm ár, en að þeim samningi komu auk fyrrgreindra aðila, Háskóli Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Markmið úrvinnslunnar er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu, styrkja faglegan grundvöll stefnumótunar, auka virði samfélagsins gagnvart börnum og stuðla að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Fræðslunefnd hefur fjallað um málið og fagnar því að áfram verði fylgst vel með högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í rannsóknunum og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
12.
Fundargerðir stjórnar SSA 2017
Málsnúmer 1701059
Fundargerð stjórnar SSA frá 3.janúar 2017, lögð fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 165
Málsnúmer 1701005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 165 frá 9.janúar 2017, lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslunefnd - 35
Málsnúmer 1701003F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 35 frá 11.janúar 2017, lögð fram til kynningar.
15.
Félagsmálanefnd - 91
Málsnúmer 1701002F
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 91 frá 10.janúar 2017, lögð fram til kynningar.