Fara í efni

Bæjarráð

506. fundur
23. janúar 2017 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurfjármögnun skammtímaláns 2017
Málsnúmer 1612126
Framhaldið umræðu um endurfjármögnun skammtímaláns Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tekið verði tilboði Íslandsbanka í endurfjármögnun hluta skammtímaláns allt að 400 milljónir kr.
2.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Málsnúmer 1701123
Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara hafa lokið gerð vegvísis að aðgerðaráætlun samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember sl.
Vísað til fræðslunefndar til kynningar.
Bæjarstjóra falin vinnsla málsins fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
3.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Drög að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti starfsreglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Stjórnenda og ráðningarkerfi H3
Málsnúmer 1701131
Framlagt minnisblað stjórnsýslu- og þjónustusviðs um innleiðingu stjórnendakerfis og ráðningarkerfis sem er hluti af H3 kerfi sem stjórnendur hafa þegar aðgang að.
Bæjarráð samþykkir innleiðingu hlutaðeigandi kerfa og felur bæjarstjóra undirritun skjala tengdum innleiðingunni.
5.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlagt sem trúnaðarmál minnisblað um umsókn til Fjarskiptasjóðs fyrir ljósleiðaralagningu fyrir hluta Suðurfjarðar og Norðfjarðarsveitar. Niðurstaða í umsóknarferli fyrir A hluta er sú að Fjarðabyggð ásamt Fljótsdalshéraði, Djúpavogshreppi, Borgarfjarðarhreppi og Vopnafjarðarhreppi sækjast eftir styrkveitingum úr 65 milljóna kr. fjárveitingu sem er fyrir sambandssvæði SSA.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrki til tilgreindra svæða í B-hluta umsóknarferils. Kynningarbréf á áætlun um ljósleiðaravæðingu verður sent til aðila á svæðum.
6.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1610078
Framlagt bréf hestamanna og búfjáreigenda á Reyðarfirði sem fjallar um nýjar reglur um leigulönd í Fjarðabyggð og gjaldtöku fyrir afnot af leigulandi.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð leggur til við nefndina að haldinn verði fundur með hlutaðeigandi.
7.
Eistnaflug 2017
Málsnúmer 1701124
Framlögð drög að samingi við Millifótakonfekt vegna framkvæmdar Eistnaflugs 2017.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans. Ákvæði samningsins eru nánast þau sömu og á síðasta ári. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.
8.
Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar
Málsnúmer 1605155
Lögð fram drög að framlenging á samningi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði til loka ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.
9.
Vinnufatnaður í grunn- og leikskólum
Málsnúmer 1612108
Framlögð drög að samningi auk minnisblaðs, um útfærslu fatnaðarmála í grunn- og leikskólum Fjarðabyggðar vegna starfsmanna Afl-starfsgreinafélags, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi og Starfsmannafélags Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
10.
750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1505078
Framlagt minnisblað framkvæmdastjóra hafna frá 11.janúar s.l. vegna framkvæmda við hafnarkant á Fáskrúðsfirði. Eitt tilboð barst í verkið sem var yfir kostnaðaráætlun og samningar hafa lækkað tilboðsfjárhæð.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsamið tilboðsverð sem fengið er að undangengnum samningum og vísar endanlegri ákvörðun um töku tilboðs til hafnarstjórnar.