Bæjarráð
510. fundur
20. febrúar 2017
kl.
08:30
-
09:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Beiðni um fjárframlag fyrir Ungt Austurland
Fram lögð beiðni um styrk til að halda byggðaráðstefnu Ungra Austfirðinga í apríl 2017. Óskað er eftir fjárframlagi að fjárhæð 705.000 kr. sem reiknað er sem hlutfall af íbúatölu sveitarfélaga á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnuna um 705.000 kr.
Tekið af liðnum óráðstaf 21690.
Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnuna um 705.000 kr.
Tekið af liðnum óráðstaf 21690.
2.
Fundargerðir stjórnar SSA 2017
Fundargerð stjórnarfundar frá 31.janúar 2017 lögð fram til kynningar.
3.
Beiðni um styrk vegna málþinga um heilabilun
Fram lagt erindi Alzheimersamtakann en þau hyggjast kom á fót námi í heilabilunarráðgjöf á Íslandi. Til að hefja umræðu um námið hyggjast samtökin halda málþing um land allt vorið 2017 og óskað er eftir styrk til þeirra.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
4.
Ósk um aðstöðu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi Fjarðabyggðarhafna á Fáskrúðsfirði
Framlögð beiðni Björgunarsveitarinnar Geisla um aðstöðu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi Fjarðabyggðarhafnar á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar til afgreiðslu í hafnarstjórn.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar til afgreiðslu í hafnarstjórn.
5.
Kauptilboð í Hæðargerði 6
Lagt fram kauptilboð frá Jóni Kristni Henrikssen í fasteignina Hæðargerði 6 á Reyðarfirði, fastanúmer 217-7217 að fjárhæð 11.025.000 kr. Kauptilboðið er samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Óskað er eftir að bæjarráð samþykki kauptilboðið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 169
Framlögð til kynningar fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.febrúar 2017.