Fara í efni

Bæjarráð

511. fundur
27. febrúar 2017 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Alcoa Fjarðaál
Málsnúmer 1609020
Magnús Þór Ásmundsson forstjóri og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls mættu á fund bæjarráðs.
Farið yfir sameiginleg málefni.
2.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2017
Málsnúmer 1702158
Framlagðar beiðnir um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2017 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin).
Bæjarráð samþykkir að veittur sé styrkur til samræmis við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts sbr. 2. gr. Styrkveiting nemur í heildina 1.211.498 kr. Vísað til fjármálastjóra til afgreiðslu.
3.
Sveitarfélögin og ferðaþjónustan
Málsnúmer 1702154
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Sveitarfélögin og ferðaþjónustan" 2. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Bæjarráð felur Valdimar O. Hermannssyni að sækja málþingið.
4.
Ofanflóðavarnir - Ljósá - framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1702085
Framlagður verksamningur til staðfestingar vegna ofanflóðavarna við Ljósá á Eskifirði að fjárhæð 208.049.372 kr.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Málsnúmer 1606037
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs um áætlaðan kostnað við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir aldurshópinn 16 til 18 ára.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði, sér í lagi varðandi gjaldtöku á skólaakstri.
6.
Landsþing Sambandsins 24.mars 2017
Málsnúmer 1702155
Boðað er til XXXI. landsþings sambandsins föstudaginn 24. mars nk. Er þingið haldið í Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. kl. 16:00.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar á þinginu verði Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir ásamt Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra.
7.
Áætlunarferð kl. 20:00 að og frá Hrauni í Reyðarfirði.
Málsnúmer 1607068
Framlagt minnisblað um kostnað og viðræður við fyrirtæki vegna flutnings starfsmanna að og frá Hrauni á Reyðarfirði kl. 20:00.
Bæjarráð samþykkir að sett verði upp ferð að og frá Hrauni í Reyðarfirði kl. 20:00 til tilraunar til 1. júní 2017. Skoðað verður hvernig nýting er á tímabilinu og metið hvort leiðin verði hluti af skipulögðum samgöngum hjá nýju fyrirtæki sem taki við verkefninu.
Kostnaður við verkefnið er metinn allt að 4 milljónir kr. að frádregnum þróunarstyrk. Kostnaður tekinn af liðnum óráðstafað 21690.
8.
Barnaverndarfundagerðir 2017
Málsnúmer 1701220
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 71 frá 16. febrúar 2017, lögð fram til kynningar.
9.
Hafnarstjórn - 174
Málsnúmer 1702009F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 174 frá 21.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.
10.
Félagsmálanefnd - 92
Málsnúmer 1702011F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 92 frá 21.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 32
Málsnúmer 1702012F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 32 frá 23.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.