Bæjarráð
512. fundur
13. mars 2017
kl.
08:45
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Framlagður kaupsamningur um Melgerði 13 á Reyðarfirði við Eik fsteignafélag í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 16.janúar 2017 um nýtingu kaupréttar að Melgerði 13.
Einnig lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 2016 um hagkvæmni kaupanna. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 því ekki var gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir samning, vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Einnig lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 2016 um hagkvæmni kaupanna. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 því ekki var gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir samning, vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Framlögð drög samnings við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2017 ásamt samstarfssamningi við Orkufjarskipti vegna lagningar ljósleiðara merktur TRÚNAÐARMÁL. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna samninga við Orkufjarskipti og Fjarskiptasjóð.
Bæjarráð samþykkir samninga fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falin undirritun samninganna.
Bæjarráð samþykkir samninga fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falin undirritun samninganna.
3.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 2
Framlögð drög að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 um nýtingu kaupréttar að Melgerði 13 og samning við Orkufjarskipti.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leiti og vísar viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017 til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leiti og vísar viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017 til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Vatns- og holræsagjöld á ótengdar fasteignir
Framlögð greinargerð og tillaga fjármálastjóra vegna vatns- og holræsagjalda á eignir sem ekki eru tengdar veitukerfum Fjarðabyggðar. Lagt er til að fallið verði frá álagningu gjalda á slíkar eignir í ljósi breytinga á lögum.
Bæjarráð tekur vel í erindið en vísar til frekari umræðu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð tekur vel í erindið en vísar til frekari umræðu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Áherslur HSA á árinu 2017 - brýn mál
Framlagt minnisblað forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands um bætta stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir landið allt og skýrara hlutverki allra heilbrigðisstofnana. Jafnframt fjallað um rekstrargrunn stofnunar á fjárlögum 2017 og brýn heilbrigismál á árinu 2017.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
6.
Makaskipti Nesbakka 19-21 og Hafnarbrautar 17 í Neskaupstað
Makaskipti á fasteignum í Neskaupstað. Annars vegar eru um að ræða íbúð í Nesbakka 19, fastanúmer 216-9544, í eigu Fjarðabyggðar en sú íbúð er skemmd eftir bruna og er u.þ.b. fokheld og hins vegar fasteignin að Hafnarbraut 17, fastanúmer 216-9127, sem er á forkaupslista Fjarðabyggðar og er merkt sem víkjandi bygging í deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Jafnframt er lagður fram samningur við Nestak um kaup á fasteigninni að Hafnarbraut 17, fastanúmer 216-9127, ábyrgist kaupandi að húsið verði fjarlægt eigi síðar en 1. október 2017. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir málið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leit makaskiptasamning um eignirnar Hafnarbraut 17 og íbúð í Nesbakka 19 ásamt sölu Hafnarbrautar 17 og felur bæjarstjóra undirritun gagna sem tengjast viðskiptunum. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leit makaskiptasamning um eignirnar Hafnarbraut 17 og íbúð í Nesbakka 19 ásamt sölu Hafnarbrautar 17 og felur bæjarstjóra undirritun gagna sem tengjast viðskiptunum. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Öldungaráð
Tilnefningar í öldungaráð verða lagðar fram á næsta fundi bæjarstjórnar en um er ræða tilnefningu tveggja aðalfulltrúa Fjarðabyggðar og tveggja varamanna. Bæjarstjóra falið að afla tilnefninga þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa félaga eldri borgara í Fjarðabyggð.
Vísað til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar.
Vísað til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar.
8.
Styrkbeiðni vegna ráðstefnunnar Auður Austurlands
Framlögð beiðni Tengslanets Austurlands um 200.000 kr. styrk vegna ráðstefnunnar Auður Austurlands sem haldin verður 23.mars nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnuna um 200.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690. Bæjarráð telur ráðstefnuna mikilvæga í ljósi þess að auka þurfi fjölbreytni starfa og hlut kvenna í þeim á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnuna um 200.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690. Bæjarráð telur ráðstefnuna mikilvæga í ljósi þess að auka þurfi fjölbreytni starfa og hlut kvenna í þeim á Austurlandi.
9.
Sumarlokun bæjarskrifstofu 2017
Lagt er til að bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verði lokuð í tvær vikur í sumar með sama hætti og undanfarin ár, þ.e. viku fyrir og viku eftir verslunarmannahelgi. Bæjarráð samþykkir tillögu um lokun bæjarskrifstofu.
10.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Frá fyrri fundi bæjarráðs. Lagt fram minnisblað framkvæmda- og umhverfissviðs um áætlaðan kostnað við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir aldurshópinn 16 til 18 ára.
Bæjarráð felur framkvæmda- og umhverfissviði að útfæra reglur vegna endurgjaldslausra afnota ungmenna 16 til 18 ára. Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð felur framkvæmda- og umhverfissviði að útfæra reglur vegna endurgjaldslausra afnota ungmenna 16 til 18 ára. Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Jarðsig á Sandskeiði á Eskifirði
Bæjarráð ítrekaði á fundi sínum 13. febrúar sl. áhyggjur af slæmu ástandi Norðfjarðarvegar ofan Eskifjarðar. Mikilvægt er út frá umferðar- og öryggissjónarmiðum að veginum sé þannig viðhaldið að ekki sé hætta á ferðum fyrir akandi vegfarendur.
Framlagt svarbréf Vegagerðarinnar vegna jarðsigs í Norðfjarðarvegi í Oddsskarði.
Framlagt svarbréf Vegagerðarinnar vegna jarðsigs í Norðfjarðarvegi í Oddsskarði.
12.
Niðurlagning Slysavarnardeildarinnar Ársólar - fjárframlög til bæjarins
Framlögð þrjú gjafabréf Slysavarnardeildarinnar Ársólar í tengslum við niðurlagningu deildarinnar. Gjafir eru til að bæta öryggi við göngubrú yfir Búðará, kaup á gangbrautarmerki við Austurveg og til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða í íþróttahúsi á Reyðarfirði. Óskað er eftir staðfestingu á því hvort sveitarfélagið þiggi gjafirnar en þær eru háðar skilyrðum. Bæjarráð þakkar gjafirnar og þekkist þær.
Vísað til framkvæmdasviðs til úrvinnslu í tengslum við framkvæmdir ársins 2017.
Vísað til framkvæmdasviðs til úrvinnslu í tengslum við framkvæmdir ársins 2017.
13.
Samgönguáætlun 2017
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ályktað og harmar og lýsir yfir miklum áhyggjum af ófjármagnaðri samgönguáætlun Alþingis. Fyrst og fremst þarf að horfa til öryggis vegfaranda, en alkunna er að mikil og vaxandi umferð er um allt land um þessar mundir vegna aukins ferðamannastraums til landsins og aukinna flutninga á vegum.
Í þessu efni er vert að nefna vegarkafla á þjóðvegi 1 sem ekki hafa verið malbikaðir, en vegarkaflinn um Berufjörð er á köflum varhugaverður og nánast ófær við ákveðin skilyrði.
Þá ber einnig að nefna veginn til Borgarfjarðar Eystri, en mikilvægi vegarins hefur aukist á undanförnum árum vegna aukinnar umferðar til staðarins. Þá vill bæjarráð benda á að eitt af sex stefnumálum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi leggur áherslu á lagfæringu þeirra vegarkafla sem ekki höfðu bundið slitlag.
Eru þingmenn hér með hvattir til að leita leiða til þess að koma auknu fjármagni til vegakerfis landsins, m.a. með öryggisjónarmið að leiðarljósi sem og að horfa til langtímasjónarmiða við uppbyggingu innviða landsins í heild.
Í þessu efni er vert að nefna vegarkafla á þjóðvegi 1 sem ekki hafa verið malbikaðir, en vegarkaflinn um Berufjörð er á köflum varhugaverður og nánast ófær við ákveðin skilyrði.
Þá ber einnig að nefna veginn til Borgarfjarðar Eystri, en mikilvægi vegarins hefur aukist á undanförnum árum vegna aukinnar umferðar til staðarins. Þá vill bæjarráð benda á að eitt af sex stefnumálum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi leggur áherslu á lagfæringu þeirra vegarkafla sem ekki höfðu bundið slitlag.
Eru þingmenn hér með hvattir til að leita leiða til þess að koma auknu fjármagni til vegakerfis landsins, m.a. með öryggisjónarmið að leiðarljósi sem og að horfa til langtímasjónarmiða við uppbyggingu innviða landsins í heild.
14.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf - fundarboð
Framlagt aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn föstudaginn 24.mars nk. kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
15.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017
Fundargerð stjórnar sambandsins, nr. 847 frá 24.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 170
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 170 frá 6.mars 2017, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 38
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 38 frá 8.mars 2017, lögð fram til kynningar.