Fara í efni

Bæjarráð

513. fundur
20. mars 2017 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fiskeldismál
Málsnúmer 1703120
Bæjarráð ræddi fiskeldismál.
2.
Kjara- og launamál 2017
Málsnúmer 1612110
Framlagt minnisblað um breytingar á launaáætlun 2017 vegna miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags tónskólakennara og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kostnaðarauki nemur 14.127.955 kr. á árinu 2017.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa viðauka vegna kostnaðarauka og leggja fyrir bæjarráð.
3.
Áherslur HSA á árinu 2017 - brýn mál
Málsnúmer 1703014
Á fund bæjarráðs er mættur Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Farið yfir málefni heilbrigðisstofnunarinnar.
4.
Landsþing Sambandsins 24.mars 2017
Málsnúmer 1702155
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 24.mars.
Lögð fram gögn vegna fundarins.
5.
Frumvarp til laga um útlendinga
Málsnúmer 1703116
Framlagt frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem kveður á um tvenns konar breytingar á nýjum lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Tilgangurinn er að skýra betur efni laganna, annars vegar varðandi frestun réttaráhrifa ákvarðana Útlendingastofnunar í hælismálum og hins vegar varðandi veitingu dvalarleyfa á grundvelli hjúskapar eða sambúðar. Frumvarpinu er hins vegar hvorki ætlað að breyta efni né tilgangi laganna.
Vísað til félagsmálanefndar til umsagnar ef ástæða er til.
6.
Kortlagning tækifæra á litlum vatnsaflsvirkjunum
Málsnúmer 1703115
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélag á Austurlandi vegna bréfs Orkustofnunar þar sem óskað er eftir tillögum að virkjunarkostum smávirkjana undir 10 Kw.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Framlögð til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar nr. 4 frá 14. mars 2016.
8.
Fundargerðir stjórnar SSA 2017
Málsnúmer 1701059
Fundargerð stjórnar SSA frá 6.mars 2017 lögð fram til kynningar.
9.
Menningar- og safnanefnd - 30
Málsnúmer 1702013F
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14. mars sl. lögð fram til kynningar.
10.
Hafnarstjórn - 175
Málsnúmer 1703004F
Fundargerð hafnarstjórn frá 14. mars lögð fram til kynningar.