Fara í efni

Bæjarráð

514. fundur
27. mars 2017 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1703164
Endurskoðandi Fjarðabyggðar gerði grein fyrir vinnu við ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2016. Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. apríl nk.
2.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 3
Málsnúmer 1703168
Framlagður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2017 um áhrif nýs kjarasamnings á laun stjórnenda og kennara tónlistarskóla.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Farið yfir stöðu fiskeldimála í Fjarðabyggð.
4.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
Vísað frá hafnarstjórn til bæjarráðs umræðu um komu skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar.
5.
755 Bankastræti 2 og 4 - Beiðni um að Fjarðabyggð leysi til sín lóð
Málsnúmer 1210191
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, innlausn og vísar endanlegri ákvörðun um innlausn lóðanna til bæjarráðs.
Lögð fram drög að afsölum vegna lóðanna við Bankastræti 2 og 4 á Stöðvarfirði en eigendur lóðanna hafa lýst yfir áhuga á að Fjarðabyggð leysi lóðirnar til sín þar sem þær verða ekki nýttar frekar.
Bæjarráð samþykkir að innleysa lóðirnar og felur bæjarstjóra undirritun skjala tengdum innlausninni.
6.
204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),
Málsnúmer 1703137
Frumvarpið fjallar um hlutverk Umhverfisstofnunar og margvíslegt hlutverk hennar. Mikilvægt er að hlutverk Umhverfisstofnunar verði samþætt og tiltekið með skýrari hætti í löggjöf um stofnunina. Umsagnarfrestur er til 31.mars nk. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu
Málsnúmer 1611077
Orkustofnun óskar umsagna við tillögu að kerfisáætlun 2016 til 2025. Umsagnir óskast sendar fyrir 19.apríl nk.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Slóðir og smalavegir
Málsnúmer 1703171
Framlögð áskorun Félags leiðsögumanna um að sveitarfélög nýti það fjármagn sem fáanlegt er úr styrkvegasjóði til endurbóta á vegaslóðum vegna hreindýraveiða. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
9.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - 31.mars 2017
Málsnúmer 1703148
Framlagt boð um ársfund Starfsendurhæfingar Austurlands sem haldinn verður 31. mars nk. kl. 14:30 að Miðvangi 1-3 Egilsstöðum ásamt fundargerðum stjórnar.
Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboðið Fjarðabyggðar ársfundinum. Bæjarráð tilnefnir jafnframt Eydísi Ásbjörnsdóttur sem aðalmann og Huldu Sigrúnu Guðmundsdóttur sem varamann í stjórn.
10.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands - 4.apríl 2017
Málsnúmer 1703150
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands verður haldinn þriðjudaginn 4.apríl kl. 16:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Bæjarráð felur Páli Björgvini Guðmundssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
11.
Ráðstefna Ungs Austurlands 8.-9. apríl
Málsnúmer 1703152
Framlag boð á ráðstefnuna UngAust2017 sem haldin verður á Borgarfirði Eystri helgina 8. - 9.apríl nk. Þema ráðstefnunnar er byggðamál í víðu samhengi.
Bæjarráð fagnar framtaki Ungs Austurlands að halda ráðstefnuna. Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa Fjarðabyggðar til að taka þátt í ráðstefnunni.
12.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1610049
Breyting á gjaldskrá fráveitu lögð fram til samþykktar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti tillögu fjármálastjóra um breytingu á gjaldskrá vegna lagabreytinga og vísar til staðfestingar bæjarráðs. Áður á dagskrá bæjarráðs 13.mars sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskránni.
13.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1610031
Breyting á gjaldskrá vatnsveitu lögð fram til samþykktar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti tillögu fjármálastjóra um breytingu á gjaldskrá vegna lagabreytinga og vísar til staðfestingar bæjarráðs. Áður á dagskrá bæjarráðs 13.mars sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskránni.
14.
Vatns- og holræsagjöld á ótengdar fasteignir - breyting á samþykkt um fráveitu á árinu 2017
Málsnúmer 1702223
Framlögð tillaga um breytingu á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar vegna lagabreytinga. Breytingar hafa verið samþykktar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og er vísað til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykkt um fráveitu Fjarðabyggðar og vísar staðfestingu hennar til bæjarstjórnar.
15.
Nefndaskipan Fjarðalista 2014 - 2018
Málsnúmer 1406125
Fjarðalistinn skipar nýja varamenn í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Kamma Dögg Gísladóttir tekur sæti sem varamaður í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Arnar Guðmundsson tekur sæti sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 171
Málsnúmer 1703005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 171 frá 20.mars 2017, lögð fram til kynningar.
17.
Félagsmálanefnd - 93
Málsnúmer 1703008F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 93 frá 21.mars 2017, lögð fram til kynningar.