Bæjarráð
519. fundur
2. maí 2017
kl.
10:00
-
12:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Framlagt bréf eigenda hesthússins að Símonartúni Eskifirði en þeir fara þess á leit við sveitarfélagið að það beri kostnað við að flytja hesthúsið á Norðfjörð eða Reyðarfjörð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara málið og ræða við hlutaðeigandi aðila og stofnanir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara málið og ræða við hlutaðeigandi aðila og stofnanir.
2.
Lóðirnar Skólavegur 28 og 30 á Fáskrúðsfirði
Framlagt boð Guðnýjar Bjargar Þorvaldsdóttur og Jóhönnu A. Þorvaldsdóttur um kaup á lóðunum Skólavegi 28 og 30 á Fáskrúðsfirði auk minnisblaðs fjármálastjóra. Bæjarráð samþykkir að kaupa lóðirnar ef samningar nást á forsendum þess sem fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra. Vísað til afgreiðslu fjármálastjóra.
3.
730 Hafnargata 1 - umsókn um stækkun lóðar
Lagt fram bréf Árna Más Valdimarssonar fh. Sesam ehf / Sesam Brauðhús, dagsett 19. apríl 2017, þar sem sótt er um stækkun lóðar fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði um 4,5 metra til norðurs. Gert er ráð fyrir útisvæði fyrir gesti á hluta stækkunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Hafnargötu 1 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umbeðinni stækkun lóðarinnar að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði sbr. ósk fyrirtækisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Hafnargötu 1 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umbeðinni stækkun lóðarinnar að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði sbr. ósk fyrirtækisins.
4.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar 2016
Lagðar fram umsagnir forsvarsmanna Tanna Travel og Austjarðarleiða vegna breytinga á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir umsagnir og endanleg drög af samþykktinni og samþykkir þau fyrir sitt leyti.
Endanlegri afgreiðslu umferðarsamþykktar er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu umferðarsamþykktar er vísað til bæjarstjórnar.
6.
Ráðning félagsmálastjóra 2017
Lögð fram drög að svari til Ingu Rúnar Sigfúsdóttur vegna beiðni hennar um rökstuðning, vegna ráðningar Helgu Elísabetar Guðlaugsdóttur í starf félagsmálastjóra.
Bæjarráð yfirfór rökstuðninginn og felur bæjarstjóra að senda hann.
Bæjarráð yfirfór rökstuðninginn og felur bæjarstjóra að senda hann.
7.
Uppsögn á starfi atvinnu- og þróunarstjóri
Helga Guðrún Jónasdóttir hefur sagt starfi sínu sem atvinnu- og þróunarstjóri lausu.
Bæjarráð þakkar Helgu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
Vísað til hafnarstjórnar til upplýsinga.
Bæjarráð þakkar Helgu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
Vísað til hafnarstjórnar til upplýsinga.
8.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Farið yfir drög að stefnumótun í fiskeldi í Fjarðabyggð sem merkt er sem trúnaðarmál.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.
9.
Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur
Farið yfir endurskoðaða hafnarreglugerðar fyrir Fjarðabyggðarhafnir.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að endurskoðuðum mörkum hafnarsvæðis sbr. minnisblað og uppdrátt. Taki endurskoðun marka hafnarsvæðis tillit til þeirrar vinnu sem er í gangi við stefnumótun fiskeldis í Fjarðabyggð. Vísað til áframhaldandi vinnu í hafnarstjórn.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að endurskoðuðum mörkum hafnarsvæðis sbr. minnisblað og uppdrátt. Taki endurskoðun marka hafnarsvæðis tillit til þeirrar vinnu sem er í gangi við stefnumótun fiskeldis í Fjarðabyggð. Vísað til áframhaldandi vinnu í hafnarstjórn.
10.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Framlögð drög að samningi við verktaka vegna 2.áfanga Mjóeyrarhafnar. Óskað er staðfestingar bæjarráðs á samningi.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Fab Lab í Fjarðabyggð
Fram lagt erindi frá Verkmenntaskóla Austurlands vegna FabLab smiðju.
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann hélt með skólameistara Verkmenntaskólans og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar.
Bæjarráð tekur undir með Verkmenntaskólanum að það sé óásættanlegt að ekki skuli tryggð fjármögnun fyrir rekstri FabLab smiðjunnar. Bæjarstjóra falið að aðstoða Verkmenntaskólann við að sækja málið til Nýsköpunarmiðstöðvar.
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann hélt með skólameistara Verkmenntaskólans og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar.
Bæjarráð tekur undir með Verkmenntaskólanum að það sé óásættanlegt að ekki skuli tryggð fjármögnun fyrir rekstri FabLab smiðjunnar. Bæjarstjóra falið að aðstoða Verkmenntaskólann við að sækja málið til Nýsköpunarmiðstöðvar.
12.
Kynnisferð til Noregs vegna fiskeldismála
Framlögð drög dagskrár vegna ferðar til Noregs í júni þar sem skoðuð verður uppbygging og áhrif fiskeldis á samfélögin.
Bæjarráð samþykkir ferðatilhögun. Bæjarráð fer ferðina ásamt bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra, framkvæmdastjóra hafna, formanni hafnarstjórnar og umhverfisstjóra. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að ganga frá skipulagi ferðar. Vísað til hafnarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir ferðatilhögun. Bæjarráð fer ferðina ásamt bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra, framkvæmdastjóra hafna, formanni hafnarstjórnar og umhverfisstjóra. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að ganga frá skipulagi ferðar. Vísað til hafnarstjórnar.
13.
Íbúafundir og viðtalstímar bæjarfulltrúa
Bæjarráð samþykkir að haldnir verði íbúafundir á Fáskrúðsfirði 15. maí og Eskifirði 16. maí. Fundir hefjist kl. 20:00. Í júní verður fundur í Mjóafirði. Með haustinu verða haldnir fundir á Reyðarfirði, Stöðvarfirði og í Neskaupstað.
14.
Aðalfundur Austurbrúar 2017 - Ósk um tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses
Boðað er til ársfundar Austurbrúar ses. sem fer fram þann 8. maí 2017 kl. 13:00 í Végarði, Fljótsdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinn.
15.
Fundargerðir stjórnar SSA 2017
Fundargerð stjórnar SSA frá 18.apríl 2017, lögð fram til kynningar.
Stjórn SSA tekur undir þær áhyggjur sem fram kom í minnisblaði frá Heilbrigðisnefnd Austurlands til sveitarfélaga varðandi stjórnsýslu í umhverfi HAUST. Stjórn SSA brýnir sveitarfélög á starfssvæði sínu að skoða þessi mál gaumgæfilega og gæta þess í umsögnum sínum.
Stjórn SSA tekur undir þær áhyggjur sem fram kom í minnisblaði frá Heilbrigðisnefnd Austurlands til sveitarfélaga varðandi stjórnsýslu í umhverfi HAUST. Stjórn SSA brýnir sveitarfélög á starfssvæði sínu að skoða þessi mál gaumgæfilega og gæta þess í umsögnum sínum.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 174
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.apríl, lögð fram til kynningar.