Fara í efni

Bæjarráð

520. fundur
8. maí 2017 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur 2016
Málsnúmer 1602039
Framlagt erindi Strætisvagna Austurlands um skipulag almenningssamgangna á Austurlandi. Jafnframt lögð fram fundargerð 11.stjórnarfundar frá 4.maí.
Bæjarráð staðfestir þátttöku í skipulögðum samgöngum á Austurlandi.
2.
Leigulönd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1610078
Samkvæmt samþykkt eigna- skipulags- og umhverfisnefndar er lagt til að gjaldskrá fyrir leigulönd verði numin úr gildi.
Bæjarráð samþykkir að í tengslum við breytingar á reglum um leigulönd í Fjarðabyggð verði gjaldskráin felld úr gildi.
3.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Málsnúmer 1606041
Framlögð drög að samningi við Íslenska Gámafélagið um jarðgerð og hirðu lífræns úrgangs. Í ágúst nk. verður bætt við brúnni tunnu og verður farið í sérstakt kynningarátak því tengdu. Jarðgerð fer fram á athafnasvæði verktaka á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
434.mál til umsagnar tillöga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 - 2021
Málsnúmer 1705014
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál. Umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk.
Vísað til félagsmálanefndar.
5.
435.mál til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði
Málsnúmer 1705017
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. Umsögn berist eigi síðar en 10.maí nk.
6.
375.mál til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),
Málsnúmer 1705025
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál. Umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk.
7.
439.mál til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál),
Málsnúmer 1705029
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga(innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. Vísað til félagsmálanefndar.
8.
438. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir,
Málsnúmer 1705030
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. Vísað til félagsmálanefndar.
9.
Ársreikningur Búseta 2016
Málsnúmer 1705039
Framlagður ársreikningur Búseta Norfirði fyrir árið 2016 ásamt tölvupósti frá KPMG og gildandi skráningu félagsins í samvinnufélagaskrá.
Bæjarráð staðfestir reikning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undiritun hans. Fjármálastjóra falið að vinna að málum félagsins áfram.
10.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1705041
Framlagður sjálfstæður ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
11.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2016
Málsnúmer 1705042
Framlagður sjálfstæður ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2016 til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
12.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns 2016
Málsnúmer 1705043
Framlagður sjálfstæður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. til áritunar og einnig fyrir stjórn eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
13.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702075
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti.
14.
Fullnaðarafgreiðslur embættismanna og prókúra 2017
Málsnúmer 1702120
Framlagðar breytingar á reglum um fullnaðarafgreiðslur embættismanna.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 175
Málsnúmer 1704013F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr.175 frá 2.maí 2017, lögð fram til kynningar.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 34
Málsnúmer 1704011F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefnar, nr.34 frá 27.apríl 2017, lögð fram til kynningar.