Bæjarráð
521. fundur
15. maí 2017
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt yfirlit sem trúnaðarmál, yfir rekstur og fjárfestingar fyrir janúar - mars 2017 og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - apríl 2017.
2.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 4
Framlögð tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna breytinga í sorpmálum, endurbóta á Grunnskóla Fáksrúðsfjarðar og samþykkt á ársreikningi ársins 2016.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Framvirkur gjaldmiðilssamningur vegna samnings við Jan Del Nul
Framlögð tillaga um gerð framvirks gjaldmiðlaskiptasamning við Íslandsbanka vegna verksamnings um Mjóeyrarhöfn við Jan Del Nul.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og felur bæjarstjóra undirritun gjaldmiðlaskiptasamnings og gagna honum tengdum.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og felur bæjarstjóra undirritun gjaldmiðlaskiptasamnings og gagna honum tengdum.
4.
Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)
Tilboð voru opnuð vegna sölu Blómsturvalla 26-32 í Neskaupstað föstudaginn 12.maí.
Eitt tilboð barst frá Leigufélaginu Stöplum að fjárhæð 10 milljónir kr.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Eitt tilboð barst frá Leigufélaginu Stöplum að fjárhæð 10 milljónir kr.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5.
Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00
Lagt fram minnisblað um reynslu af akstri að og frá Hrauni í Reyðarfirði kl 20:00 sem var ákveðið sem tilraunaverkefni til og með 31. maí.
Máli frestað til næsta fundar bæjarráðs. Sviðsstjóra falið að vinna að málinu milli funda.
Máli frestað til næsta fundar bæjarráðs. Sviðsstjóra falið að vinna að málinu milli funda.
6.
Fyrirhuguð virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna og áhugi ráðherra á Austurlandi
Framlagt bréf Ívars Ingimarssonar er varðar mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu ásamt umsagnar Tanna Travel ehf. vegna frumvarpsins. Í tengslum við málið samþykkir bæjarráð eftirfarandi ályktun.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að finna ásættanlega lausn, í samráði við hagsmunaaðila, varðandi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Ferðaþjónusta er ekki heilsárs atvinnugrein í Fjarðabyggð a.m.k. ekki með sama hætti og á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum. Því er mikilvægt að öll skref í átt að auknum álögum séu stigin í samráði við greinina með þeim aðlögunartíma sem til þarf. Styrking krónunnar er orðið áhyggjuefni fyrir allar útflutningsgreinar á Íslandi og hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar ríkisstjórn Íslands að beita þeim verkfærum sem hún og Seðlabanki Íslands hafa, til að stemma stigu við þeim styrkingarfasa sem íslenska krónan er í.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að finna ásættanlega lausn, í samráði við hagsmunaaðila, varðandi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Ferðaþjónusta er ekki heilsárs atvinnugrein í Fjarðabyggð a.m.k. ekki með sama hætti og á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum. Því er mikilvægt að öll skref í átt að auknum álögum séu stigin í samráði við greinina með þeim aðlögunartíma sem til þarf. Styrking krónunnar er orðið áhyggjuefni fyrir allar útflutningsgreinar á Íslandi og hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar ríkisstjórn Íslands að beita þeim verkfærum sem hún og Seðlabanki Íslands hafa, til að stemma stigu við þeim styrkingarfasa sem íslenska krónan er í.
7.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Framlagt minnisblað um stöðu framkvæmda við klæðningu Norðfjarðarflugvallar.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
8.
Útboð á viðhaldsmálum grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Lagður fram verksamningur við Launafl um endurbætur á Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði að fjárhæð 68,6 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir verksamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Jafnframt er samningi vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til yfirferðar.
Bæjarráð samþykkir verksamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Jafnframt er samningi vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til yfirferðar.
9.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Lagðar fram úrbótaáætlanir grunnskólanna í Fjarðabyggð í tengslum við Bókun 1 (2016) í kjarasamning KÍ vegna FG sem gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017.
Viðhaldsmálum og endurbótum á húsnæði vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar í tengslum við viðhaldsáætlun ársins 2017. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði að aflokinni yfirferð nefndarinnar.
Viðhaldsmálum og endurbótum á húsnæði vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar í tengslum við viðhaldsáætlun ársins 2017. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði að aflokinni yfirferð nefndarinnar.
10.
Málþing um skipulag haf- og strandsvæða 17. maí 2017
Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga standa fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða miðvikudaginn 17. maí nk. kl. 9.15 í Þórðarbúð, Austurvegi á Reyðarfirði. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun ávarpa málþingið og taka þátt í pallborðsumræðum.
Framlagt og kynnt.
Framlagt og kynnt.
11.
Húsvarsla í Valhöll Eskifirði
Bréf Íbúsamtaka Eskifjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum um húsvörslu í Félagsheimilinu Valhöll og stofnun Hollvinasamtaka. Félag eldri borgara á Eskifirði hefur sagt samningi lausum.
Forstöðumanni stjórnsýslu falið að ræða við bréfritara.
Forstöðumanni stjórnsýslu falið að ræða við bréfritara.
12.
Aðalfundur SSA 2017
Óskað er eftir tillögum frá sveitarstjórnum, starfsmönnum sveitarfélaga og frá Austurbrú í tengslum við aðalfundar SSA sem fram fer dagana 29. til 30. september nk. Bæjarstjóra falið að yfirfara málaflokka sveitarfélagsins.
13.
Hafnarstjórn - 179
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 179 frá 9. maí 2017, lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslunefnd - 40
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 40 frá 10.maí 2017, lögð fram til kynningar.
15.
Félagsmálanefnd - 94
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 94 frá 9.maí 2017, lögð fram til kynningar.