Fara í efni

Bæjarráð

523. fundur
29. maí 2017 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Lögð fram tillaga fjármálastjóra að reglum fyrir fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2018 - 2021.
Einnig lögð fram tillaga fjármálastjóra að drögum fyrir fjárhagsramma að fjárhagsáætlun ársins 2018. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar munu fara yfir tímaáætlun fyrir fund bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar reglum um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að yfirfara ramma að fjárhagsáætlun 2018 og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2.
Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs - taka gildi 1. júní nk.
Málsnúmer 1703147
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu endurmats á skuldbindingum Brúar lífeyrissjóðs.
3.
Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál
Málsnúmer 1705198
Framlagður tölvupóstur framkvæmdastjóra Sambambands íslenskra sveitarfélag ásamt erindi til ráðherra sveitarstjórnarmála um breytingu á reglugerð um bókhald sveitarfélaga og fjármálareglur þeirra vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við A deild Brúar lífeyrissjóðs.
4.
Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017
Málsnúmer 1612093
Framlagt minnisblað fjármálastjóra og fræðslustjóra vegna útboðs á skólamáltíðum. Fræðslunefnd hefur lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og jafnframt að fjárhagsrammi fræðslumála verði aukinn sem nemur kostnaðarauka vegna samnings.
Bæjarráð staðfestir töku tilboðs lægstbjóðanda, Fjarðaveitinga. Þá leggur bæjarráð áherslu á að fylgt verði áherslum í útboði sem varðar manneldisáform, gæði og uppskriftir hráefnis.
Bæjarráð felur fræðslunefnd að fara nánar yfir kostnaðarauka vegna útboðsins og fjármögnun hans og gera tillögu til bæjarráðs um hvernig honum verði mætt.
5.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Málsnúmer 1410115
Framlögð kostnaðaráætlun fyrir klæðningu flughlaðs Norðfjarðarflugvallar. Búið er að fara yfir hönnun og gera smávægilegar breytingar á uppbyggingu sem hafa ekki áhrif á gæði flughlaðsins. Kostnaður er metinn um tíu milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmdina og felur bæjarstjóra að ganga frá fjármögnun verkefnisins í samstarfi við samráðsaðila. Þá þakkar bæjarráð Héraðsverki framlag sitt í gerð flughlaðs vegna þessa mikilvæga verkefnis í heilbrigðisþjónustu fjórðungsins.
6.
Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS
Málsnúmer 1701123
Lagðar fram úrbótaáætlanir grunnskólanna í Fjarðabyggð í tengslum við Bókun 1 (2016) í kjarasamning KÍ vegna FG sem gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017. Viðhaldsmálum og endurbótum á húsnæði var vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar í tengslum við viðhaldsáætlun ársins 2017. Í minnisblaði er farið yfir kostnað við þær framkvæmdir sem eru í úrbótaáætlunni á þessu ári og hvað var sett í viðhald á hverja stofnun á þessu fjárhagsári. Nauðsynlegar endurbætur sem aðallega tengjast hljóðvistarmálum eru metnar allt að 25 milljónum kr. Þá tengjast hljóðvistarmál beinum hætti fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið og samþykkt áætlunina.
Bæjarráð samþykkir úrbótaáætlun og hún verði fjármögnuð af óráðstöfuðu fé Eignasjóðs Fjarðabyggðar, arði af Lánasjóði sveitarfélaga og tilfærslu verkefna.
7.
Tæknidagur fjölskyldunnar 2017
Málsnúmer 1705202
Framlagt erindi Verkmenntaskóla Austurlands. Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7.október nk. í Verkmenntaskóla Austurlands. Dagskráin fer fram í húsnæði skólans en einnig hefur íþróttahúsið í Neskaupstað verið leigt til þess að rúma dagskrána. Farið er þess á leit við bæjarráð Fjarðarbyggðar að sveitarfélagið styrki Tæknidaginn með því að fella niður leigu og ræstingarkostnað íþróttahússins.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Verkmenntaskólann sem nemur leigu og þrifum íþróttahússins. Vísað til íþrótta- og tómstundafulltrúa. Jafnframt leggur bæjarráð til að Fjarðabyggðahafnir, veitur sveitarfélagsins og sorpmiðstöð taki þátt í tæknideginum og kynni starfsemi sína. Bæjarráð felur sviðsstjórum að undirbúa þátttökuna í samstarfi við upplýsingafulltrúa.
8.
Forvarnar- og öryggismál
Málsnúmer 1602034
Lögð fram greinargerð um störf forvarnar- og öryggisnefndar. Farið yfir tjón og slys á árinu 2016 og reynslu af forvarnarstarfi og öryggismálum.
Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu- og bæjarritara að fylgja eftir forvarnarmálum í samræmi við samning við Vátryggingarfélagið.
9.
Arðgreiðsla 2017 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf
Málsnúmer 1704106
Lögð fram til kynningar arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga 2017. Arðgreiðsla sjóðsins nemur 11.764.360 kr. að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
Bæjarráð samþykkir að arðurinn verði nýttur til úrbóta á húsnæði skóla sbr. dagskrárliður 6.
10.
Aðalfundur SSA 2017
Málsnúmer 1705057
Framlagður tölvupóstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi þar sem boðað er til aðalfundur SSA dagana 29. og 30. september nk. á Breiðdalsvík.
Forstöðumanni stjórnsýslu falið að undirbúa þátttöku fulltrúa Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
11.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702019
Framlögð til kynningar 850. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
12.
Málefni Ungs Austurlands
Málsnúmer 1702024
Farið yfir málefni Ungs Austurlands og ráðstefnu UngAust2017 sem haldinn var 8. og 9. apríl 2017 á Borgarfirði eystra.
Bæjarráð fagnar framtaki samtakanna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er tilnefndur tengiliður við samtökin fyrir hönd sveitarfélagsins ásamt upplýsingafulltrúa.
13.
Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings
Málsnúmer 1602033
Fyrir liggja reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir reglurnar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 177
Málsnúmer 1705015F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 177 frá 22.maí 2017, lögð fram til kynningar.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 35
Málsnúmer 1705010F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefnar, nr. 35 frá 18.maí 2017, lögð fram til kynningar.
16.
Fræðslunefnd - 41
Málsnúmer 1705017F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 41 frá 24.maí 2017, lögð fram til kynningar.
17.
Hafnarstjórn - 180
Málsnúmer 1705013F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 180 frá 24.maí 2017, lögð fram til kynningar.
18.
Barnaverndarfundagerðir 2017
Málsnúmer 1701220
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr.73 frá 18.maí 2017, lögð fram til kynningar.