Bæjarráð
524. fundur
9. júní 2017
kl.
08:30
-
10:23
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2022. Minnisblaði og tillögu fjármálastjóra að bráðabirgðafjárhagsrömmum vísað til fastanefnda.
2.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 5
Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Viðaukinn er til samantektar á afgreiðslu bæjarráðs um viðhald á skólahúsnæði og leiðréttingar á viðauka 2 og upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2017. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 með breytingum sbr. 5.fundarlið. Viðauka nr. 5 vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
3.
Fjármál 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Lagður fram listi yfir 200 stærstu birgja Fjarðabyggðar á árinu 2016 vegna umræðu um innkaup Fjarðabyggðar. Vísað til bæjarstjóra og sviðsstjóra til frekari skoðunar.
4.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Lögð fram samantekt fjármálastjóra um innkaupareglur bæjarins. Með vísun til nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016, er þörf á endurskoðun innkaupareglna Fjarðabyggðar frá grunni. Vísað til fjármálastjóra til frekari skoðunar.
5.
Tillaga um endurnýjun tækja 2017
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að tækjakaupum og sölu ársins 2017. Bæjarráð fór yfir tillöguna og er sammála um að áætlun verði lækkuð úr 11 milljónum í 4 milljónir.
6.
Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)
Tilboð vegna sölu Blómsturvalla 26-32 í Neskaupstað. Eitt tilboð barst frá Leigufélaginu Stöplum að fjárhæð 10 milljónir kr. Bæjarráð fór yfir tilboðið og er sammála um að taka ekki tilboði. Fjármálastjóra falið að auglýsa eignina á almennum markaði.
7.
Ársreikningur Uppsala 2016
Framlagður ársreikningur Uppsala fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísaði ársreikningi til bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016. Vísað til fjármálastjóra til áframhaldandi skoðunar í samráði við forstöðumann og félagsmálastjóra.
8.
Ársreikningur 2016 - Hulduhlíð
Framlagður ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2016. Félagsmálanefnd vísaði ársreikningi til bæjarráðs og vekur athygli á ábendingum og athugasemdum endurskoðanda í kjölfar könnunar á ársreikningi félagsins árið 2016. Vísað til fjármálastjóra til áframhaldandi skoðunar í samráði við forstöðumann og félagsmálastjóra.
9.
Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Óskað er staðfestingar bæjarráðs á auglýsing um leigu nytjaréttar af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði. Leigutímabilið er frá 1. október 2017 til 30. september 2022. Bæjarráð samþykkir efni auglýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa nytjaréttinn.
10.
Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði
Bréf Önnu Berg Samúelsdóttur og Stefáns Hrafnkelssonar er varðar deiliskipulag hesthúsabyggðar á Reyðarfirði og gerð vegar inn í hesthúsahverfið Koll í Reyðarfirði. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017
Kynning á verkefninu Neskaupstaður Art Attack Residency. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu með það sem að nefndinni snýr. Nefndin fól sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra svæði og fleti í samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um allt að 1 milljón, takist af liðnum óráðstafað. Bæjarráð hvetur áhugasama aðila í öðrum bæjarhlutum að horfa til verkefnisins með þátttöku í huga. Vísað til menningar- og safnanefndar til kynningar.
12.
Áskorun til fræðsluyfirvalda vegna nemenda með skilgreinda fötlun
Trúnaðarmál. Ályktun nemendaverndarráðs Grunnskólans á Eskifirði frá 2.júní 2017, er varðar nemendur með skilgreinda fötlun. Vísað til fræðslustjóra og fræðslunefndar til meðferðar.
13.
Húsnæðisáætlun sveitarfélaga
Bréf Íbúðalánasjóðs frá 24.maí þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefjast handa við gerð húsnæðisáætlana.
14.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Minnisblað félagsmálastjóra er varðar breytingar á frítekjumörkum vegna húsnæðisbóta. Vísað til áframhaldandi vinnu hjá félagsmálastjóra og fjármálastjóra.
15.
Fyrirhuguð virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna og áhugi ráðherra á Austurlandi
Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Austurbrúar er varðar fundi á Egilsstöðum í tengslum við breytingar á virðisaukaskattskerfinu, með ráðherrum ferða- og fjármála sem haldinn var 6. júní og framkvæmdastjóra Samtaka aðila í Ferðaþjónustu ( SAF ) sem fyrirhugaður er 13.júní. Bæjarstjóri sótti fund 6.júní. Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu.
16.
Samningur um upplýsingamiðstöð á Stöðvarfirði
Óskað er staðfestingar bæjarráðs á samningi við Ástrós um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Brekkunni á Stöðvarfirði. Bæjarráð samþykkir samning.
17.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017
Fundargerð 135. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 24.maí 2017, lögð fram til kynningar.
18.
Ársreikningur 2016
Ársreikningur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar.
19.
Ársreikningur 2016 - Loðnuvinnslan hf.
Ársreikningur Loðnuvinnslunnar fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar.
20.
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2016
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2016, lögð fram til kynningar.
21.
Félagsmálanefnd - 95
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 95 frá 30.maí 2017, lögð fram til kynningar.
22.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 178
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 95 frá 6.júní 2017, lögð fram til kynningar.