Fara í efni

Bæjarráð

525. fundur
19. júní 2017 kl. 09:00 - 11:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fasteignamat 2018
Málsnúmer 1706055
Framlögð til kynningar samantekt fjármálastjóra um breytingar á fasteignamati í Fjarðabyggð á milli áranna 2017 og 2018. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2017
Málsnúmer 1706057
Fjármálastjóri leggur fram drög að umsókn til Ofanflóðasjóðs vegna umsóknar um lán vegna ofanflóðaframkvæmda á árinu 2016. Lántakan, ef af verður, er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2017. Bæjarráð samþykkir umsóknina og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
3.
Kaup sveitarfélaga á fasteignum í eigu Íbúðalánasjóðs
Málsnúmer 1510071
Íbúðalánasjóður leitar til sveitarfélaga á landinu með það í huga að bjóða til viðræðna um möguleg kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Lagt fram til kynningar og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarstjóra falið að ræða við Íbúalánasjóð um sölu eignanna á almennum markaði.
4.
Húsnæðisáætlun sveitarfélaga
Málsnúmer 1705231
Fundargerð fundar um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland .Samþykkt hefur verið að stofna starfshóp á vegum SSA og er bæjarstjóri fulltrúi bæjarins í hópnum. Fyrsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 20.júní kl. 11.30 á Egilsstöðum.
5.
Ferða- og markaðsmál
Málsnúmer 1705166
Lagt fram og rætt minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra um þjónustu Fjarðabyggðar og ferðaþjónustuaðila gagnvart ferðamönnum sem sækja Fjarðabyggð heim, m.a. þjónustu á tjaldsvæðum, opnunartíma stofnana og safna, afþreyingu o.fl. Minnisblaði vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
6.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um stefnu Fjarðabyggðar í fiskeldismálum ásamt skjali með stefnuþáttum. Bæjarráð samþykkir efni minnisblaðsins. Fjármögnun, allt að 5 milljónir, vísað til fjármálastjóra til viðaukagerðar sem lagður verði fram á fundi bæjarstjórnar 22.júní. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
408.mál til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1705137
Lögð fram drög að umsögn bæjarstjóra og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.maí, um frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn á grundvelli draga og leggja fyrir bæjarstjórn.
8.
Samstarf í menntamálum
Málsnúmer 1610097
Lögð fram gögn bæjarstjóra er varða uppbyggingu og samstarf í menntamálum auk draga að yfirlýsingu um samstarf milli Fjarðabyggðar og nokkurra fyrirtækja um nám á háskólastigi. Bæjarráð samþykkir samtarf og fjármögnun, allt að 4 milljónir, verði tekin af liðnum óráðstafað. Vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn og jafnframt til kynningar í fræðslunefnd.
9.
Fræðslunefnd - 42
Málsnúmer 1706005F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 42 frá 14.júní 2017, lögð fram til kynningar.
10.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 36
Málsnúmer 1706003F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 36 frá 8.júní 2017, lögð fram til kynningar.