Fara í efni

Bæjarráð

528. fundur
24. júlí 2017 kl. 08:30 - 11:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði
Málsnúmer 1705243
Framlögð niðurstaða útboðs og minnisblað, vegna nytjaréttar af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði.

Jóna Lind Sævarsdóttir kt. 270971-4159
Sævar Örn Jónsson kt. 270648-3559
750.000 kr. leigugjald á ári.

Halldór Pétur Ásgeirsson kt. 170554-5749
31% af dúntekju hvers árs.

Axel Jónsson kt. 151060-2699
700.000 kr. leigugjald á ári.

Elías Jónsson
A. Kr. 20.000 á mánuði í þrjá mánuði á ári.
B. 5% af innkomu af dún.

Sigurður Rúnar Ragnarsson kt. 200551-4949
1.500.000 kr. leigugjald á ári.

Þórarinn Viðfjörð Guðnason kt.030649-3469 og Skúli Gunnar Hjaltason kt.261053-5279
519.922 kr. leigugjald á ári.

Eysteinn Gunnarsson kt. 230360-5969.
200.000 kr. leigugjald á ári.

Atli Rúnar Eysteinsson kt. 030285-2719
555.000 kr. leigugjald á ári.

Hákon Guðröðarson
1.100.000 kr. leigugjald á ári.

Sunna Júlía Þórðardóttir
5,5% af innkomu fyrir æðardún.

Guðröður Hákonarson
1.500.000 kr. leigugjald á ári.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram, ræða við hæstbjóðendur og ganga frá samningi um nytjaréttinn.
2.
Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1702040
Lagt fram svar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna áframhaldandi snjóflóðavarna í Neskaupstað.
Ofanflóðanefnd er sammála því að mjög mikilvægt er að framhald verði sem fyrst á framkvæmdum í Neskaupstað. Hins vegar er áréttað að fjárheimildir Ofanflóðanefndar eru ákveðnar af Alþingi með fjárlögum og því verður framvinda verkefna við ofanflóðavarnir í samræmi við þau lög.
Bæjarstjóra falin eftirfylgni málsins.
3.
Tjón á ofanflóðamannvirkjum í Hlíðarendaá á Eskifirði í júní 2017
Málsnúmer 1707081
Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til forsætisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Ofanflóðasjóðs en þar er lagt til að ríkið leggi Ofanflóðasjóði til fjármagn til að standa straum af því tjóni sem varð á ofanflóðavörnum Hlíðarendaár.
4.
Ráðningar í leik- og grunnskóla
Málsnúmer 1707101
Lagður fram tölvupóstur formanns Foreldrafélags Leikskólans Kærabæjar þar sem lýst er yfir áhyggjum af mönnun leikskólans í haust.
Fræðslustjóri fór yfir ráðningar í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar en ennþá er óráðið í nokkrar stöður í grunn- og leikskólum.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og felur fræðslustjóra áframhaldandi vinnslu málsins í samráði við stjórnendur.
5.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2017
Málsnúmer 1703079
Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um framkvæmdir ársins 2017 í götum, göngu- og hjólastigum, veitum og fasteignum.
Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
6.
Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum
Málsnúmer 1707084
Lögð fram til kynningar skýrsla Haf- og vatnarannsókna um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps leggja fram ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi.

Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafa þungar áhyggjur af stöðu framtíðaruppbyggingar fiskeldis á Austfjörðum út frá þeim forsendum sem áhættumat Hafrannsóknarstofnunar byggir á.
Eins og atvinnuuppbygging á suðurfjörðum Vestfjarða er til marks um, bendir felst flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Í ljósi þess falast sveitarstjórnir Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps eindregið eftir fundi með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og forsvarsmönnum Hafrannsóknarstofnunar við fyrsta tækifæri, svo fara megi yfir þau efnislegu rök sem standa til jafn umsvifmikillar skerðingar á fiskeldi á
Austfjörðum og lagt er til í niðurstöðum áhættumatsins.
Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.
Frekari umræða verður á vettvangi sveitarfélagsins um fiskeldismál á næstu misserum og stefnt að íbúafundi með haustinu til að upplýsa um stöðu mála.
Vísað til hafnarstjórnar til kynningar.
7.
Hljóðvist í skólahúsnæði
Málsnúmer 1704002
Lögð fram skýrsla um tilraunaverkefni í hljóðvist sem Akureyrarkaupstaður, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið fóru í haustið 2015 til að kortleggja hvað í starfsumhverfi leikskóla valdi mestum hávaða og hvaða leiðir eru bestar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum.
Í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélag og Kennarasambands Íslands eru þeir sem koma að starfi og rekstri leik- og grunnskóla hvattir til að nýta sér niðurstöður verkefnisins í viðleitni sinni til að draga úr hávaða í skólum með það að markmiði að bæta öryggi, líðan og starfsumhverfi barna og fullorðinna.
Vísað til fræðslunefndar og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
755 - Deiliskipulag Söxu
Málsnúmer 1208097
Fram lögð drög deiliskipulags. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma deiliskipulagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, deiliskipulag Söxu. Uppdráttur með greinagerð, dags. 23. maí 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum deiliskipulag Söxu.
9.
Breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur
Málsnúmer 1707094
Lögð fram fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur. Frestur til athugasemda er til 4.ágúst.
Bæjarstjóra falið að veita umsögn um breytingar á lagaákvæðum um markaðar tekjur.
10.
Málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum
Málsnúmer 1705117
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst standa fyrir málþingi sveitarfélaga, 5. september nk., til að kynna þátttökulýðræðisverkefni íslenskra sveitarfélaga og evrópsku lýðræðisvikuna sem Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur fyrir árlega.
11.
Kynningarfundur um endurskoðun byggðakvóta - 11. júlí kl. 10:00-12:00
Málsnúmer 1707018
Kynnt gögn frá kynningarfundi um endurskoðun byggðakvóta sem haldinn var á Breiðdalsvík 11. júlí 2017.
Vísað til kynningar í hafnarstjórn.
12.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702075
Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 33 og nr. 34, lagðar fram til kynningar.
13.
Aðild að samtökum sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 1702075
Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags, að sækja um aðild að samtökunum.
14.
Fjarðalistinn, tillaga í fræðslumálum.
Málsnúmer 1707043
"Fjarðalistinn leggur til að Fjarðabyggð veiti öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Fjarðabyggðar nauðsynleg námsgögn frá og með haustinu 2018 eða fyrr sé þess nokkur kostur.
Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi."

Bókun fulltrúa meirihluta.
"Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði taka undir þá umræðu sem átt hefur sér stað undanfarin misseri í fræðslunefnd og leggur til að grunnskólabörnum í Fjarðabyggð verði veitt nauðsynleg námsgögn frá og með haustinu 2017. Er þessi umræða ekki ný af nálinni og undir stjórn núverandi meirihluta hefur mikill árangur náðst í að efla aðgang barna og unglinga að fríu eða gjaldlitlu íþrótta- og tómstundastarfi með það að leiðarljósi að börn geti stundað íþrótta- og tómstundastarf óháð efnahag foreldra. Bæjarstjóra og fræðslustjóra falið að vinna málið."

Eydís fagnar að meirihluti bregst hratt og vel við tillögu minnihlutans og veiti grunnskólabörnum í Fjarðabyggð frí nauðsynleg námsgögn frá og með hausti 2017. Tekur jafnframt fram að fulltrúar Fjarðalistans í nefndum og bæjarstjórn hafa tekið fullan þátt í þeirri vinnu og samþykkt að efla aðgang barna og ungmenna að fríu og gjaldlitlu íþrótta- og tómstundastarfi í Fjarðabyggð.

Áætlaður kostnaður er 3 til 4 milljónir kr. á ári og er fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarauka og leggja fyrir bæjarráð.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 181
Málsnúmer 1707003F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 181 frá 13.júlí 2017, lögð fram til samþykktar í umboði bæjarstjórnar.