Fara í efni

Bæjarráð

529. fundur
14. ágúst 2017 kl. 10:15 - 12:20
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2018. Umræða um forsendur áætlunarinnar. Vísað til áframhaldandi vinnu við áætlunargerðina.
2.
Aðild að rammasamningum 2017
Málsnúmer 1707041
Fyrir liggur boð um aðildarumsókn að rammasamningum Ríkiskaupa en Fjarðabyggð hefur verið aðili að rammasamningum undanfarin ár. Nú hefur fyrirkomulaginu verið breytt og einnig gjalddtökunni með nýjum lögum um opinber innkaup. Aðildargjald ársins 2017 að rammasamningi fyrir Fjarðabyggð er kr. 1.240.000. Bæjarráð samþykkir aðild að rammasamningi en felur fjármálaastjóra að kalla eftir frekari útlistun frá Ríkiskaupum á breyttu fyrirkomulagi.
3.
Öryggismál og eldvarnir jarðganga
Málsnúmer 1704074
Áframhaldandi umræða frá fundi bæjarráðs 10. júlí sl. Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra vegna kaupa á búnaði í Norðfjarðargöng.
Bæjarráð samþykkir tillögu slökkviliðsstjóra í minnisblaði og felur honum í samráði við fjármálastjóra að leita tilboða í tæki og búnað vegna eldvarna. Jafnframt er slökkviliðsstjóra falið að ganga frá samningi við Vegagerðina um brunavarnarmál í samráði við bæjarstjóra. Jafnframt rætt um tækjakost slökkviliðs. Tekið fyrir á næsta fundi.
4.
Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði
Málsnúmer 1705243
Á fundi bæjarráðs 24. júlí sl. var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram, ræða við hæstbjóðendur og ganga frá samningi um nytjaréttinn.
Að höfðu samráði við lögmann sveitarfélagsins er lagt til að gengið verði til samninga við Guðröð Hákonarson á grundvelli tilboðs hans.

Bókun fulltrúa Fjarðalistans. "Auglýsing Fjarðabyggðar um nytjarétt af æðavarpi á jörðinni Búlandsborg var óskýr og leiddi til þess að þau tilboð sem bárust voru að mati lögfræðings sveitarfélagsins ekki samanburðarhæf. Leggur Fjarðalistinn til að öllum tilboðum verði hafnað vegna þessa galla og auglýst verði aftur þar sem skýrt verði kveðið á um hvað skuli felast í tilboðinu, þ.e. hvort leigutaki beri alla fjárhagslega ábyrgð á rekstri æðavarpsins sjálfur eða í hlutfalli við sveitarfélagið og hvort um hlutfall af tekjum eða fasta krónutölu leiguverðs á ári sé að ræða."

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks. “Fulltrúi Fjarðalistans í bæjarráði fól bæjarstjóra að ganga frá málinu. Í ljósi þeirrar stefnubreytingar sem orðið hefur á afstöðu Fjarðalistans frá fyrri fundum, ákveður formaður bæjarráðs að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar þar sem fulltrúi Framsóknarflokksins mun þá sitja fundinn."