Fara í efni

Bæjarráð

531. fundur
28. ágúst 2017 kl. 08:30 - 11:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.
Málsnúmer 1611016
Lögð fram til umfjöllunar drög að reglum vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglur vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Endurbætur á húsnæði Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1708065
Framlagt erindi Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði með beiðni um að við fjárhagsáætlunargerð 2018 verði gert ráð fyrir auknu framlagi til endurbóta á Samkomuhúsinu.
Bréfritara er þakkað erindið en sveitarfélagið hefur staðið að endurbótum á húsnæðinu og umhverfi þess á síðustu árum. Verða áframhaldandi endurbætur á húsnæðinu ræddar við næstu fjárhagsáætlunargerð.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og fjárhagsáætlunargerðar 2018.
3.
Ársreikningur 2016 - Sjóminjasafn Austurlands
Málsnúmer 1708072
Framlagður til kynningar ársreikningur Sjóminjasafns Austurlands fyrir árið 2016.
Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.
4.
Móttaka gesta á Franska daga og Íslandsdagar í Gravelines 2017
Málsnúmer 1705103
Framlagt boð Gravelines á Íslandsdaga 22. til 24. september n.k. með dagskrá.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Pálína Margeirsdóttir og Þóroddur Helgason fræðslustjóri auk fulltrúa Franskra daga. Forseti bæjarstjórnar tilnefndir þriðja fulltrúann á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00
Málsnúmer 1607068
Framlagt minnisblað um akstur ferðar kl 20:00 að og frá Hrauni í Reyðarfirði um Fjarðabyggð.
Lagt er til að halda núverandi fyrirkomulagi áfram til áramóta og á sama tíma vinna að því að finna aðra lausn samstarfi við samstarfsaðila.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
6.
Samningur um félagsstarf aldraðra
Málsnúmer 1708075
Framlögð drög að þjónustusamningi á milli Fjarðabyggðar og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði um að félagið taki að sér að tryggja öldruðum á Stöðvarfirði aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi sbr. ákvæði í 40. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálanefnd hefur fjallað um samninginn og vísar honum til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Viðauki við leigusamning um urðun í Þernunesi
Málsnúmer 1708124
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 24. ágúst 2017 um viðauka við leigusamning um leigu á landi til urðunar úrgangs. Eignarhald á landinu hefur færst til Þernu ehf. Einnig er lagður fram viðauki við leigusamning um leigu á landi til urðunar á úrgangi, landnr. 221074.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1708073
Framlagt bréf Mílu hf. vegna áætlaðrar lagningu ljósleiðara um Suðurfirði sem hluta af verkefninu "Ísland ljóstengt".
Bæjarstjóra falið að svara erindi Mílu og kalla eftir áliti Póst og fjarskiptastofnunar.
9.
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál.
Málsnúmer 1708116
Boðað er til landsfundar um jafnréttismál föstudaginn 15. september n.k. sem haldinn verður í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra að mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar. Vísað til félagsmálanefndar.
10.
Sjávarútvegsfundur 2017 og aðalfundur
Málsnúmer 1708117
Boðað er til þriðja sjárvarútvegsfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 7. september 2017 á Siglufirði.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn.
11.
Innanlandsflug sem almenningssamgöngur - Málþing
Málsnúmer 1708130
Málþing um innanlandsflug á vegum Byggðastofnunar verður haldið 4. október n.k. á Hótel Natura milli 13:00 og 15:30. Umfjöllun þingsins verður innanlandsflug sem almenningssamgöngur.
Bæjarráð ásamt bæjarstjóra mun sitja málþingið í tengslum við fjármálaráðstefnu
12.
Málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum
Málsnúmer 1705117
Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa verður haldið 5. september 2017 frá á Grand hótel í Reykjavík kl. 09:30.
Bæjarstjóri mun sækja þingið.
Bæjarráð gerir athugasemdir við tímasetningu þingsins þar sem það kallar á að ferðast verður daginn áður og gista eina nótt. Er þetta því miður allt of algengt þegar fundir og ráðstefnur eru á vegum hins opinbera.
13.
Árshlutareikningur Fjarðabyggðar 30.6. 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1708128
Framlögð drög að árshlutareikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir fyrir fyrstu sex mánuði ársins og stöðuna 30.6. 2017. Árshlutareikningur er lagður fram sem trúnaðarmál.
14.
Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1705109
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - júní 2017 ásamt sköttum og launakostnaði fyrir janúar - júlí 2017. Einnig sundurliðað deildaryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
15.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Farið yfir drög að römmum til úthlutunar til nefnda fyrir fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt umræðu um fjárfestingaráætlun ársins og til næstu þriggja ára.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2018.
16.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd
Málsnúmer 1706018
Framlagt minnisblað frá íþrótta- og tómstundanefndar vegna fjárhagsáætlunar ársins 2018.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2018.
17.
Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1110040
Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem varðar uppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem reknar eru sem sjálfseignarstofnanir með aðkomu sveitarfélaga. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að ríkissjóður taki ábyrgð á uppgjöri 97% skuldbindinga og sveitarfélögin 3 %
Fjármálastjóra falið að fara yfir forsendur samkomulagsins í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila og leggja fyrir bæjarráð. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
18.
Framtíð tjaldsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1605143
Sjálfstæðisflokkurinn skipar Kristinn Þór Jónasson í stað Jens Garðar Helgasonar sem fulltrúa í starfshóp um staðsetningu tjaldsvæðis á Eskifirði sbr. samþykkt bæjarráðs frá 20.7.2015.
Bæjarráð samþykkir að Svanhvít Yngvadóttir sé falin formennska og skipulags- og byggingarfulltrúi vinni jafnframt með hópnum.
19.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702075
Framlögð til kynning fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. ágúst s.l.
20.
Hafnarstjórn - 182
Málsnúmer 1708002F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. ágúst s.l. lögð fram til kynningar.
21.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 182
Málsnúmer 1708008F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. ágúst lögð fram til kynningar.
22.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 38
Málsnúmer 1708009F
Framlögð til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24. ágúst s.l.
23.
Félagsmálanefnd - 97
Málsnúmer 1708005F
Framlögð fundargerð félagsmálanefndar frá 22. ágúst til kynningar.
24.
Fræðslunefnd - 43
Málsnúmer 1708007F
Framlögð fundargerð fræðslunefndar frá 23. ágúst til kynningar.