Bæjarráð
532. fundur
4. september 2017
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Framlögð tillaga bæjarstjóra að úthlutun ramma að fjárhagsáætlun 2018 fyrir málaflokka. Jafnframt lagður fram rekstrar- og efnhagsreikningur ásamt drögum að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum næstu ára.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu ramma.
Bæjarstjóra falið að úthluta fjárhagsrömmum til fastanefnda með skýringum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu ramma.
Bæjarstjóra falið að úthluta fjárhagsrömmum til fastanefnda með skýringum.
2.
Menningarstyrkir 2018
Forstöðumaður menningarstofu kynnti á fundi menningar- og safnanefndar 30.ágúst sl., hugmyndir um útvíkkun á menningarstyrkjum Fjarðabyggðar á árinu 2018. Menningar- og safnanefnd lýst vel á hugmyndirnar og vísaði þeim til bæjarráðs til umræðu.
Vísað til frekari vinnslu í samráði við bæjarritara.
Vísað til frekari vinnslu í samráði við bæjarritara.
3.
Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00
Frá fundi bæjarráðs 28. ágúst sl. þar sem bæjarstjóra var falið að vinna að máli áfram. Framlagt minnisblað um akstur ferðar kl. 20:00 að og frá Hrauni í Reyðarfirði um Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram til áramóta akstri ferðar kl. 20:00 og ferðir verði settar inn í ferðaáætlun skipulagðra samgangna og auglýstar. Vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram til áramóta akstri ferðar kl. 20:00 og ferðir verði settar inn í ferðaáætlun skipulagðra samgangna og auglýstar. Vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
4.
Fræðslumál starfsmanna grunn- og leikskóla
Bæjarstjóri fór yfir undirbúning að tillögu sinni er varðar fræðslumál í leik- og grunnskólum starfsmanna, sér í lagi í leikskólum.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og hvetur skólastjóra til að halda vel utan um íslenskukennslu.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og hvetur skólastjóra til að halda vel utan um íslenskukennslu.
5.
Samgönguþing
Samgönguþing verður haldið 28. september nk. að Hótel Örk í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að það mæti á þingið ásamt bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að það mæti á þingið ásamt bæjarstjóra.
6.
Móttaka gesta á Franska daga og Íslandsdagar í Gravelines 2017
Framlagt boð Gravelines á Íslandsdaga 22. til 24. september nk. auk dagskrár. Var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að í ferðina fari þau Eydís Ásbjörnsdóttir, Þóroddur Helgason, Pálína Margeirsdóttir og fulltrúi Franskra daga.
Bæjarráð samþykkir að í ferðina fari þau Eydís Ásbjörnsdóttir, Þóroddur Helgason, Pálína Margeirsdóttir og fulltrúi Franskra daga.
7.
Erindi í vinnslu hjá Sókn lögmannsstofa ehf
Farið yfir mál sem eru í vinnslu hjá lögmönnum sveitarfélagsins.
8.
Ósk um tímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa
Esther Ösp Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir leyfi frá störfum frá 1.september og til áramóta, vegna fæðingarorlofs.
Einar Már Sigurðarson tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn, Kristjana Guðmundsdóttir tekur sæti hennar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, Gunnar Geirsson tekur sæti Kristjönu sem varamanns í nefndinni. Magni Harðarson tekur sæti Estherar sem varamanns í menningar- og safnanefnd.
Bæjarráð óskar Esther Ösp velfarnaðar.
Einar Már Sigurðarson tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn, Kristjana Guðmundsdóttir tekur sæti hennar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, Gunnar Geirsson tekur sæti Kristjönu sem varamanns í nefndinni. Magni Harðarson tekur sæti Estherar sem varamanns í menningar- og safnanefnd.
Bæjarráð óskar Esther Ösp velfarnaðar.
9.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Framsóknarflokkur gerir breytinar á nefndaskipan sinni í fræðslunefnd.
Aðalheiður Vilbergsdóttir tekur sæti aðalmanns í nefndinni í stað Óskars Þórs Guðmundssonar sem verður varamaður.
Aðalheiður Vilbergsdóttir tekur sæti aðalmanns í nefndinni í stað Óskars Þórs Guðmundssonar sem verður varamaður.
10.
Yfirlýsing um samstarf í menntamálum
Umræða tekin um áframhaldandi samstarf í menntamálum.
Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir stjórnum Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir stjórnum Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
11.
Lífeyrisskuldbinding Skipulagsstofu Austurlands
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi vegna samnings um lífeyrisskuldbindingar Skipulagsstofu Austurlands.
Vísað til fjármálastjóra til skoðunar.
Vísað til fjármálastjóra til skoðunar.
12.
Umsóknir um starf atvinnu- og þróunarstjóra 2017
Lögð fram tillaga bæjarstjóra um ráðningu í starf atvinnu- og þróunarstjóra. Bæjarráð samþykkir að bjóða Valgeiri Ægi Ingólfssyni starfið.
13.
Lausaganga sauðfjár
Bæjarráð óskar eftir við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd að þær sjái til þess að tekið verði á lausagöngu fjár í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Bæjarráð felur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að finna varanlega lausn á þessu vandamáli, enda hefur þetta valdið ónæði og tjóni innan þéttbýlisins.
14.
Menningar- og safnanefnd - 33
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 33 frá 30.ágúst 2017, lögð fram til kynningar.