Fara í efni

Bæjarráð

533. fundur
11. september 2017 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Bæjarráð
Málsnúmer 1709025
Farið yfir úthlutaða fjárhagsramma málaflokkanna sameiginlegs kostnaðar, atvinnumála fyrir árið 2018 sem undir ráðið heyra og heilbrigðismál.
Vísað til sviðstjóra til úrvinnslu.
2.
Fjárheimild í fjárhagsáætlun 2018 - Slökkvilið
Málsnúmer 1709059
Farið yfir úthlutaða fjárhagsramma fyrir slökkvilið Fjarðabyggðar.
Vísað til slökkviliðsstjóra til úrvinnslu.
3.
Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4 3H
Málsnúmer 1709039
Lagt fram kauptilboð í íbúð nr. 0304, 217-0089 að Bleiksárhlíð 2-4 á Eskifirði frá Launafl hf.
Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um að fasteignin verði seld þar sem hún er ekki á sölulista sem bæjarstjórn hefur staðfest.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Tilboð í eignina vísað til fjármálastjóra til úrvinnslu.
4.
Undirbúningur hafinn að landsátakinu Ísland ljóstengt vegna 2018
Málsnúmer 1709032
Framlögð til kynningar tilkynning frá Innanríkisráðuneytinu um að hafinn sé undirbúningur fyrir næsta áfanga landsátaksins Ísland ljóstengt. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun byggðastyrks vegna 2018 fyrir miðjan september. Áhugasöm sveitarfélög eru hvött til þess að leggja drög að umsóknum hið fyrsta.
Veitustjóra í samvinnu við bæjarritara falið að undirbúa.
5.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702019
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 1.september sl. lögð fram til kynningar.
6.
Fundargerðir stjórnar SSA 2017
Málsnúmer 1701059
Fundargerðir stjórnar SSA frá 5.júlí og 29.ágúst 2017, lagðar fram til kynningar.
7.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
Málsnúmer 0903071
Lögð fram dagskrá vegna vígslu varnargarða í Neskaupstað 19.september nk.
Bæjarráð fundar með umhverfisráðherra kl. 14:30 í tengslum við vígsluna sem áformuð er kl. 16:00
8.
Húsvarsla í Valhöll Eskifirði
Málsnúmer 1705102
Bæjarráð vísar samningi um húsvörslu við Vini Valhallar til bæjarstjóra til úrvinnslu.
9.
Nefndaskipan Fjarðalista 2014 - 2018
Málsnúmer 1406125
Fjarðalistinn skipar Magna Harðarson í stað Estherar Aspar Gunnarsdóttur sem varamanns í hafnarstjórn.
10.
Fræðslunefnd - 44
Málsnúmer 1709002F
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 184
Málsnúmer 1709003F