Fara í efni

Bæjarráð

534. fundur
18. september 2017 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Farið yfir úthlutaða fjárhagsramma fyrir hafnarsjóð Fjarðabyggðar.
Vísað til framkvæmdastjóra hafna til úrvinnslu.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd
Málsnúmer 1709029
Farið yfir úthlutaða fjárhagsramma fyrir menningarmál.
Vísað til bæjarritara til úrvinnslu.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd
Málsnúmer 1709028
Farið yfir úthlutaða fjárhagsramma fyrir fræðslumál.
Vísað til fræðslustjóra til úrvinnslu.
4.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 6
Málsnúmer 1709097
Lögð fram tillaga að viðauka 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árið 2017. Viðaukinn snýr að auknum útgjöldum vegna námsgagnakaupa, almenningssamgangna og bifreiðakaupa.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
5.
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára
Málsnúmer 1709080
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018.
Vísað til fjármálastjóra.
6.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Málsnúmer 1709072
Sveitarfélögum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 sem hafa orðið fyrir skerðingu aflaheimilda. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017 til 2018 er til 15.október nk.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um byggðakvóta og felur bæjarstjóra að senda inn umsókn.
7.
Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1708073
Lögð fram til kynningar drög að bréfum til Mílu ehf. og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna erindis Mílu um ljósleiðaralagningu um Suðurfirði. Erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar felur í sér beiðni um umsögn samnings og bréfs Mílu.
8.
Styrkbeiðni vegna þorrablóts Reyðfirðinga
Málsnúmer 1709088
Framlögð beiðni um styrk vegna kaupa á búnaði í íþróttahúsið á Reyðarfirði vegna þorrablóts. Um er að ræða tjöld sem kosta 558.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að styrkja búnaðarkaup um 250.000 kr. Bæjarstjóra falið að afgreiða erindi.
9.
Skammtímaleiga á Hulduhlíð Eskifirði
Málsnúmer 1709093
Framlagður tölvupóstur frá Ernu Þorsteinsdóttur f.h Eskju, um tímabundna leigu á húsnæði gömlu Hulduhlíðar, vegna óvæntra aðstæða.
Bæjarráð samþykkir að heimila leigu af húsnæðinu að því gefnu að öll tilskilin leyfi liggi fyrir og að annað gistirými á Eskifirði og nágrenni sem sinnt getur þörfum fyrirtækisins sé fullnýtt. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi en drög að honum liggja fyrir fundinum.
10.
Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg á Norðfirði
Málsnúmer 1705243
Umræðu framhaldið um ráðstöfun á nýtjarétti æðavarps í Búlandsborgum á Norðfirði. Á fundi bæjarráðs 24. júlí sl. var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram, ræða við hæstbjóðendur og ganga frá samningi um nytjaréttinn. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs 14.ágúst. Lagt fram bréf Sigurðar Rúnars Ragnarssonar frá 30. ágúst er varðar málið ásamt álitsgerðum lögmanns.
Á fundi bæjarráðs þann 14.ágúst var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins og er það nú tekið fyrir að nýju. Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í nytjarétt af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborgum á Norðfirði en í auglýsingu um nytjaréttinn áskilur sveitarfélagið sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Það er álit bæjarráðsins að það þjóni hagsmunum sveitarfélagins best að óska eftir tilboðum í nytjaréttinn á nýjan leik á þeirri forsendu að skilmálar liggi fyrir með skýrari hætti í upphafi. Þá hafa komið fram athugasemdir við málsmeðferðina og telur bæjarráð, að þó ekkert hafi komið fram sem raskað hafi jafnræði með tilboðsgjöfum, verði málsmeðferðin að vera hafin yfir allan vafa.
Bæjarstjóra er falið að auglýsa eftir tilboðum í nytjarétt æðarvarpsins á Búlandsborgum á Norðfirði að nýju.

Þá er tekið fyrir bréf Sigurðar Rúnars Ragnarssonar frá 30.ágúst. Með vísan til bókunar bæjarráðs hér að framan er tilboði Sigurðar Rúnars í nytjaréttinn hafnað.
11.
Erindi frá framkvæmdastjóra hafna
Málsnúmer 1709106
Fyrir liggur bréf Steinþórs Péturssonar framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna, þar sem Steinþór tilkynnir að hann hafi ákveðið að láta af störfum og hverfi til annara starfa. Bæjaráð vill óska Steinþóri velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og honum eru þökkuð störf á vettvangi sveitarfélagsins og framlag sitt til uppbyggingar og framgang þess. Bæjarstjóra er falið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna í samráði við hafnarstjórn.
12.
Fræðslunefnd - 45
Málsnúmer 1709010F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 45 frá 13.september 2017, lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 183
Málsnúmer 1709008F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 183 frá 12.september 2017, lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 185
Málsnúmer 1709007F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 185 frá 11.september 2017, lögð fram til kynningar.
15.
Menningar- og safnanefnd - 34
Málsnúmer 1709005F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 34 frá 13.september 2017, lögð fram til kynningar.