Fara í efni

Bæjarráð

536. fundur
28. september 2017 kl. 08:30 - 13:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Alþingiskosningar 2017
Málsnúmer 1709130
Framlögð fundargerð yfirkjörstjórnar 25. september s.l.
Yfirkjörstjórn leggur til að kjördeildir verði 6.
Mjóifjörður, kjördeild Sólbrekku
Neskaupstaður, kjördeild Nesskóla
Eskifjörður, kjördeild Tónlistarmiðstöð
Reyðarfjörður, kjördeild Safnaðarheimili
Fáskrúðsfjörður, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar
Stöðvarfjörður, Stöðvarfjarðarskóli
Kjörstaðir verði opnir milli 09:00 og 22:00 nema í Mjóafirði þar sem opið verði milli 09:00 til 14:00 eða 17:00.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar um kjördeildir í Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 28. október n.k. og opnunartíma þeirra.
2.
Ósk um kaup á Veturhúsum
Málsnúmer 1709185
Framlagt bréf Péturs Karls Kristinssonar þar sem óskað er eftir kaupum á hlut Fjarðabyggðar í Veturhúsum ehf.
Bæjarráð samþykkir að hlutur Fjarðabyggðar verði seldur og felur bæjarritara að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
3.
Afnotasamningur við landeigendur Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1411139
Lögð fram drög að nýjum samningi um leigu á landi undir starfsemi Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði en landeigendur Högnastaða og Sellátra hafa óskað eftir endurskoðun núverandi samninga.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 14. september 2017, ásamt tillögu að afmörkun skíðasvæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninga og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs. Jafnframt samþykkir nefndin, að höfðu samráði við landeigendur, að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við landeigendur og leggja fyrir bæjarráð að nýju til staðfestingar.
4.
Arctic Circle þingin í Hörpu 13.-15. október
Málsnúmer 1709187
Framlögð til kynningar fréttatilkynning um Þing Arctic Circle þar sem verða 135 málstofur með 600 ræðumönnum og fyrirlesurum. Haldið 13. til 15. október n.k.
Bæjarstjóra mun sækja ráðstefnu ásamt atvinnu- og þróunarstjóra.
5.
Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4 3H
Málsnúmer 1709039
Framlagt samþykkt kauptilboð í 5 herb. íbúð á 3ju hæð í Bleiksárhlíð 2-4 á Eskifirðir við Launafl ehf. Söluverð íbúðarinnar er 15 m.kr. sbr. samþykkt bæjarráðs frá 25.9. 2017.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið að fjárhæð 15.000.000 kr. og felur bæjarstjóra að ganga frá skjölum vegna kaupanna.
6.
Aðalfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 6. október
Málsnúmer 1710001
Framlagt aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 6. október n.k.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
7.
Málefni og áherslur HSA á árinu 2017
Málsnúmer 1703014
Málefni Heilbrigðisstofunar Austurlands rædd.
8.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1611029
Bæjarráð samþykkir að fela fræðslustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að leggja fyrir bæjarráð útfærða valkosti í húsnæðismálum Leikskólans Lyngholts vegna fjölgunar á leikskólarýmum til að bregðast við þörf vegna fjölgunar barna á leikskólaaldri á Reyðarfirði.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd
Málsnúmer 1706018
Farið yfir áherslur í íþrótta- og tómstundamálum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með formanni íþrótta- og tómstundarnefndar, fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
10.
Fjárheimilidir í fjárhagsáætlun 2018 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1709026
Farið yfir áherslur í félagsþjónustu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
11.
Fjárheimilidir í fjárhagsáætlun 2018 - Barnaverndarnefnd
Málsnúmer 1709027
Farið yfir áherslur í barnaverndarmálum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með formanni barnaverndarnefndar og félagsmálastjóra.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
12.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd
Málsnúmer 1709028
Farið yfir áherslur í fræðslumálum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með fræðslustjóra.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
13.
Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1709020
Farið yfir áherslur í rekstri málaflokka er heyra undir eigna- skipulags- og umhverfisnefnd í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með formanni nefndarinnar og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
14.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Farið yfir áherslur í málefnum hafna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 með framkvæmdastjóra hafna.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2018.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 186
Málsnúmer 1709012F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. september lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 184
Málsnúmer 1709017F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. september s.l. lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 46
Málsnúmer 1709014F
Fundargerð fræðslunefndar frá 27. september s.l. lögð fram til kynningar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 39
Málsnúmer 1709013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. september s.l. lögð fram til kynningar
19.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 40
Málsnúmer 1709018F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. september s.l. lögð fram til kynningar.