Fara í efni

Bæjarráð

538. fundur
16. október 2017 kl. 08:30 - 11:20
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fyrirspurnir til bæjarráðs og bæjarstjórnar
Málsnúmer 1710030
Fyrirspurn Agnars Bóassonar er varðar aðkeypta þjónustu sveitarfélagsins og búsetu starfsmanna þess. Lögð fram drög að svari bæjarstjóra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Agnari á grundvelli framlagðra draga.
2.
740 Gilsbakki 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1709189
Lögð fram umsókn Grétars Arnar Sigfinnssonar, dagsett 28. september 2017, þar sem óskað er eftir um 70 m2 stækkun til norðurs á lóð hans að Gilsbakka 14 á Norðfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkunina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
3.
Húsvarsla í Valhöll Eskifirði
Málsnúmer 1705102
Samningur við Vini Valhallar lagður fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.
Málsnúmer 1707111
Samþykkt Ofanflóðasjóðs að mat fari fram á eignum - Kirkjustíg 7 og Strandgötu 45 Eskifirði. Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-skipulags og umhverfisnefndar.
5.
Heimildarmynd um snjóflóðið í Neskaupstað 1974
Málsnúmer 1604118
Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að styrkja gerð heimildarmyndar um snjóflóðið í Neskaupstað 1974, um 1.000.000 kr. Lagt fram til kynningar.
6.
Beiðni um styrkveitingu
Málsnúmer 1709149
Beiðni Neytendasamtakanna um styrk. Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðni að þessu sinni.
7.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember
Málsnúmer 1710064
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands verður haldinn 1. nóvember á Vopnafirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.
8.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1709140
Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
9.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt
Málsnúmer 1710073
Framlagðir skilmálar verkefnisins Ísland ljóstengt 2018 ásamt upplýsingum um umsóknarferlið sem er í tveim hlutum A og B. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.
10.
Byggðastyrkur til lagningar ljósleiðarakerfa í strjálbýlum sveitarfélögum 2018
Málsnúmer 1710069
Upplýsingar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um byggðastyrki til lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.
11.
Styrkur til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi fyrir Fjarðabyggð
Málsnúmer 1704064
Framlagt bréf Vodafone um ljósleiðaralagningu og áhuga félagsins á að taka þátt í verkefnum sem tengjast uppbyggingu þeirra. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.
12.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017
Málsnúmer 1702036
Fundargerð stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands, frá 12.september 2017, lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að endurnýjun samnings við Náttúrstofu Austurlands að höfðu samráði við Fljótsdalshérað.
13.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Á fundi Hafnarstjórnar Fjarðabyggðar þann 10. október 2017 var fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt langtímaáætlun samþykkt og vísað til bæjarráðs. Umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnarsjóðs. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
14.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd
Málsnúmer 1709029
Á fundi menningar- og safnanefndar 12.október voru lögð fram drög að starfsáætlun ársins 2018, sundurliðun á fjárhagsramma málaflokks menninarmála og drög að verkefnum og fjárhagsútgjöldum og styrkjum menningarstofu. Menningar- og safnanefnd samþykkti drög að starfsáætlun og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Menningar- og safnanefnd telur að hækkun fjárhagsramma málaflokks menningarmála milli áranna 2017 og 2018 taki ekki fyllilega tillit til þess að Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar á árinu. Nefndin leggur því til við bæjarráð að fjárheimildir málaflokksins verði endurskoðaðar með þetta í huga. Umfjöllun um fjárhagsáætlun menningarmála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
15.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd
Málsnúmer 1709028
Starfs- og fjárhagáætlun fræðslumála lögð fram til samþykktar í bæjarráði. Umfjöllun um fjárhagsáætlun fræðslumála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
16.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd
Málsnúmer 1706018
Starfs- og fjárhagáætlun íþrótta- og tómstundamála lögð fram til samþykktar í bæjarráði. Umfjöllun um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
17.
Gjaldskrá í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709208
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2018 og vísar þeim til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,7%. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
18.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018
Málsnúmer 1709209
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir líkamsræktarstöðvar fyrir árið 2018 og vísar málinu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,7%. Auk þess leggur íþrótta- og tómstundanefnd til við bæjarráð, að Fjarðabyggð gefi eldri borgurum búsettum í sveitarfélaginu frían aðgang í líkamsrætarstöðvar sínar utan álagstíma. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
19.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2018
Málsnúmer 1709214
Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá tónlistarskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
20.
Gjaldskrá leikskóla 2018
Málsnúmer 1709213
Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá leikskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga og úttekt ASÍ á 15 stærstu sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá er vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
21.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018
Málsnúmer 1710065
Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá á skólamáltíðum í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
22.
Gjaldskrá skóladagheimila 2018
Málsnúmer 1709212
Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá frístundaheimila (skóladagheimila) í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
23.
Gjaldskrá grunnskóla 2018
Málsnúmer 1709211
Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá grunnskóla í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
24.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 187
Málsnúmer 1710004F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 187 frá 9.október, lögð fram til kynningar.
25.
Hafnarstjórn - 185
Málsnúmer 1710002F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 185 frá 10.október, lögð fram til kynningar.
26.
Félagsmálanefnd - 99
Málsnúmer 1709022F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 99 frá 9.október, lögð fram til kynningar.
27.
Menningar- og safnanefnd - 35
Málsnúmer 1710006F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 35 frá 12.október, lögð fram til kynningar.
28.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 41
Málsnúmer 1710005F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 41 frá 12.október, lögð fram til kynningar.
29.
Fræðslunefnd - 47
Málsnúmer 1710003F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 47 frá 11.október, lögð fram til kynningar.