Fara í efni

Bæjarráð

539. fundur
23. október 2017 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1611029
Lögð fram kostnaðaráætlun sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs vegna þeirra breytinga sem þarf að ráðast í við Félagslund til að þar megi koma fyrir til bráðabirgða, einni deild á leikskólanum Lyngholti.
Á fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 16.október var sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs ásamt fræðslustjóra, falið að vinna málið áfram í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun. Jafnframt var kostnaðarauka vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir við Félagslund til að hægt sé að nýta húsnæðið fyrir starfsemi leikskólans.
Fjármálastjóra falið í samráði við sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að leita leiða til að fjármagna framkvæmdina innan fjárhagsáætlunar ársins.
2.
Erindi frá Breiðdalshrepp um sameiningu við Fjarðabyggð.
Málsnúmer 1706125
Framlagt erindi Breiðdalshrepps.
Á fundi sínum 19. október sl. samþykkti sveitarstjórn Breiðdalshrepps að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Ef Fjarðabyggð fellst á þetta erindi verði kosin samstarfsnefnd sveitarfélaganna eins og skýrt er í 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Framhaldið verði í samræmi við ákvæði laganna.
Þá liggur fyrir skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri - Breiðdalshreppur samfélagsgreining og sameiningarkostir.
Bæjarráð leggur til að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs og fundi bæjarstjórnar.
3.
Fundur um löggæslu í umdæminu.
Málsnúmer 1710113
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga 17.október sl.
4.
Innkaup á heimsendum mat
Málsnúmer 1710078
Félagsmálanefnd hefur samþykkt tillögu félagsmálastjóra um verðfyrirspurn vegna innkaupa á heimsendum mat og vísar ákvörðun um útfærslu til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar og vísað til áframhaldandi vinnslu félagsmálastjóra og fjármálastjóra.
5.
Framlög til SSA og Atvinnuþróunarsjóðs
Málsnúmer 1701059
Tilkynning um árgjald til SSA og Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands á árinu 2018. Árgjald til SSA verður kr. 5.829.586 og framlag til atvinnuþróunarsjóðs á hvern íbúa verður 1.787 kr. sem er um 8.400.000 kr.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
6.
Aðalfundur SSA 2016
Málsnúmer 1605076
Ályktanir aðalfundar SSA lagðar fram til kynningar og vísað til kynningar í fastanefndum.
Vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins og sviðsstjóra.
7.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2017
Málsnúmer 1710134
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands verður haldinn 17.nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu fyrir árið 2018 til fjárhagsáætlunargerðar og fræðslunefndar.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Farið yfir fyrstu niðurstöður um fjárhagsáætlun ársins 2018 eins og hún stendur eftir vinnu nefnda.
Bæjarráð fór yfir stöðu heildaráætlunar með fjármálastjóra.
Bæjarráð vísar áætluninni til fjárhagsáætlunarvinnu.
9.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1709026
Félagsmálanefnd hefur farið yfir drög að starfsáætlun fyrir árið 2018 og fjárheimildir sem nefndin hefur til reksturs málaflokksins.
Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
10.
Fjárheimilidir í fjárhagsáætlun 2018 - Barnaverndarnefnd
Málsnúmer 1709027
Barnaverndarnefnd hefur fjallað um fjárheimildir barnaverndarnefndar fyrir árið 2018. Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra.
Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
11.
Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1709020
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fjárfestingaráætlun, áætlun um viðhaldsmál og fjárhagsrömmum þeirra deilda sem tilheyra framkvæmda- og umhverfissviði. Jafnframt er lögð fram starfsáætlun framkvæmda- og umhverfissviðs og starfsáætlun skipulags- og byggingarfulltrúa.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
12.
Veitur, fjárhagsáætlun
Málsnúmer 1709004
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitusviðs að fjárhags- og framkvæmdaáætlun veitusviðs. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
13.
Fjárheimild í fjárhagsáætlun 2018 - Slökkvilið
Málsnúmer 1709059
Farið yfir fjárhagsáætlun og starfsáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar 2018. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.
14.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709196
Slökkviliðsstjóri sat þennan lið fundarins og fór yfir gjaldskrá slökkviliðs. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
15.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Málsnúmer 1709221
Lögð fram tillaga verkefnastjóra umhverfismála að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu verkefnastjóra umhverfismála og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
16.
Gjaldskrá félagsheimila 2018
Málsnúmer 1709216
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um gjaldskrá félagsheimila í Fjarðabyggð 2018. Lagt er til að gjaldskrár hækki um 2,7%. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
17.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1709200
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018. Lagt er til að gjaldskrár hækki um 2,7%, jafnframt er breytingu á gjaldskrá vísað til umsagnar HAUST. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
18.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709198
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að rúmmetragjald lækki um 5% í gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar en önnur gjöld verði óbreytt. Tillögu vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
19.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2018
Málsnúmer 1709218
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitusviðs um að dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar verði óbreytt á árinu 2018. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
20.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2018
Málsnúmer 1709219
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitusviðs um breytingar á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar. Lagt er til að söluhluti Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 2%. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
21.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709207
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitna um breytingar á gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar. Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
22.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709197
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitna um breytingar á gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar. Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
23.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2018
Málsnúmer 1709210
Félagsmálanefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu árið 2018 og vísar henni til bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
24.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2018
Málsnúmer 1709195
Félagsmálanefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðabliki árið 2018 og vísar til bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
25.
Gjaldskrá bókasafna 2018
Málsnúmer 1709215
Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrá bókasafna verði óbreytt á árinu 2018.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
26.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 188
Málsnúmer 1710009F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 188 frá 16. október 2017, lögð fram til kynningar.
27.
Félagsmálanefnd - 100
Málsnúmer 1710008F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 100 frá 16. október 2017, lögð fram til kynningar.