Bæjarráð
540. fundur
30. október 2017
kl.
09:00
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana, auk tillögu að starfsáætlun fyrir árið 2018. Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í tillögum. Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun er trúnaðarmál fram á bæjarstjórnarfund.
Fjárhagsáætlun er trúnaðarmál fram á bæjarstjórnarfund.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2021
Lögð fram tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2019 - 2021. Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í tillögum. Bæjarráð vísar tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2019 - 2021, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun er trúnaðarmál fram á bæjarstjórnarfund.
Fjárhagsáætlun er trúnaðarmál fram á bæjarstjórnarfund.
3.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2018
Lagt fram minnisblað vegna verðbreytinga á veitusviði. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 2% frá 1.nóvember. Óskað er staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir tillögu í minnisblað um verðbreytingu á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.
Bæjarráð staðfestir tillögu í minnisblað um verðbreytingu á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.
4.
Viðaukasamningar við samning vegna Tónlistarmiðstöðvar Austurlands
Lagður fram til samþykktar viðaukasamningur vegna Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Fjárhæð samnings nemur kr. 1.450.000.- Einnig lagðir fram til kynningar sambærilegir samningar við Skaftfell og Sláturhúsið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Meet the Locals samstarfsamningur 2018 - 2019
Framlögð drög að samstarfssamningi við Tanna Travel um klasaverkefnið Meet the Locals fyrir árið 2018. Samningur gerir ráð fyrir 30.000 kr. framlagi. Bæjarráð samþykkir að veita framlag og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
6.
Erindi frá Breiðdalshreppi - sameiningarmál
Áframhald umræðu um erindi Breiðdalshrepps frá 20. október s.l.
Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt til að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps að beiðni Breiðdalshrepps.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð ásamt bæjarstjóra skipi samstarfsnefnd sem kanni möguleika á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt til að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps að beiðni Breiðdalshrepps.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð ásamt bæjarstjóra skipi samstarfsnefnd sem kanni möguleika á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 28. september þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýrslu fyrir 21.000 tonna eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrir síðasta fundi hafnarstjórnar lá vinnuskjal sem farið var yfir og gerðar á lagfæringar. Hafnarstjórn vísaði skjali til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs til umfjöllunar.
Bæjarráð fór yfir umsögnina og felur bæjarstjóra að ljúka henni og senda inn til Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð fór yfir umsögnina og felur bæjarstjóra að ljúka henni og senda inn til Skipulagsstofnunar.
8.
Styrkbeiðni fyrir Ungt Austurland
Beiðni Ungs Austurlands um styrk til að halda stjórnmálaskóla.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um 350.000 kr. til starfsemi sinnar. Vísað til fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um 350.000 kr. til starfsemi sinnar. Vísað til fjárhagsáætlunar 2018.
9.
Móttaka flóttamanna á árinu 2018
Velferðarráðuneytið undirbýr komu flóttafólks í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í lok sumars. Flóttamannanefnd hefur lagt til við félags- og jafnréttismálaráðherra að óska eftir viðræðum við Fjarðabyggð um mótttöku á arabískumælandi kvótaflóttafólki sem staðsett er í Jórdaníu.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna. Sviðstjórum fjölskyldusviðs í samráði við bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Vísað til félagsmálanefndar til umræðu og vinnslu.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna. Sviðstjórum fjölskyldusviðs í samráði við bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Vísað til félagsmálanefndar til umræðu og vinnslu.
10.
Vinna sjálfboðaliða
Bréf Afls er varðar vinnu sjálfboðaliða í Fjarðabyggð fram lagt.
Fyrir liggur bréf Afls starfsgreinafélags um sjálfboðaliðastörf. Jafnframt eru framlagðir samningar við SEEDS og Veraldavini um sjálfboðaliðastörf í Fjarðabyggð. Bæjarráð telur að þau störf sem unnin eru skv. fyrrgreindum samningum séu í þágu starfsemi samtakanna, umhverfis og náttúru sveitarfélagsins. Samningarnir fela í sér að um sé að ræða sjálfboðaliðastörf sem ekki koma í stað launaðs vinnuafls.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Fyrir liggur bréf Afls starfsgreinafélags um sjálfboðaliðastörf. Jafnframt eru framlagðir samningar við SEEDS og Veraldavini um sjálfboðaliðastörf í Fjarðabyggð. Bæjarráð telur að þau störf sem unnin eru skv. fyrrgreindum samningum séu í þágu starfsemi samtakanna, umhverfis og náttúru sveitarfélagsins. Samningarnir fela í sér að um sé að ræða sjálfboðaliðastörf sem ekki koma í stað launaðs vinnuafls.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
11.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Valdimar O Hermannsson hefur óskað eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og nefndum vegna starfa utan sveitarfélagsins.
12.
Hafnarstjórn - 186
Fundargerð hafnarstjórnar frá 24. október sl. lögð fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 189
Framlögð til kynningar fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. október sl.