Bæjarráð
542. fundur
13. nóvember 2017
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - september 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - október 2017. Einnig lagt fram deildayfirlit yfir fyrstu 9 mánuði ársins.
2.
Ágóðahlutagreiðsla 2017
Ágóðahlutagreiðsla til Fjarðabyggðar á árinu 2017 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands er kr. 2.434.000.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.
3.
Dragnótaveiðar innan fjarða
Lagt fram svar Hafrannsóknastofnunar við bréfi frá 10.október 2017 er varðar dragnótaveiðar innan fjarða. Í bréfi kemur fram að Hafransóknarstofnun telur að veiðar með dragnót hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki fjarða.
Bæjarráð óskaði eftir mati stofnunarinnar vegna fyrirspurna íbúa á Norðfirði vegna dragnótaveiða. Þar af leiðandi sér bæjarráð sér ekki fært að fara með málið lengra að svo stöddu. Bæjarritara falið að svara erindi íbúanna.
Bæjarráð óskaði eftir mati stofnunarinnar vegna fyrirspurna íbúa á Norðfirði vegna dragnótaveiða. Þar af leiðandi sér bæjarráð sér ekki fært að fara með málið lengra að svo stöddu. Bæjarritara falið að svara erindi íbúanna.
4.
Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur unnið að breytingum á reglum um úthlutun íþróttastyrkja. Á 36. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að óska eftir umsögnum frá íþróttafélögum um drög að breytingum á reglum um íþróttastyrki. Engar umsagnir bárust. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti því breytingarnar á 42. fundi sínum fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
Reglunum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Reglunum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Undirskriftarlisti um að breyta opnunartíma í Sundlaugar Eskifjarðar
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur borist undirskriftarlisti sem legið hefur frammi í afgreiðslu Sundlaugar Eskifjarðar vegna breytinga á opnunartíma sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann. Er það skoðun þeirra sem standa að undirskriftarlistanum að það sé betra að hafa opnunartímann frá kl. 10:00 eða 11:00 f.h. til kl. 16:00 eða 17:00 e.h. í stað frá kl. 13:00 til 18:00. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa er tekið var saman á grundvelli umræðu í nefndinni. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að breyta opnunartíma Sundlaugar Eskifjarðar um helgar yfir vetrartímann frá kl. 11:00 til 16:00 veturinn 2017-2018. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar sem nefndin leggur til.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar sem nefndin leggur til.
6.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL
Áframhald umræðu um húsnæðisáætlun.
Vísað til áframhaldandi vinnu.
Vísað til áframhaldandi vinnu.
7.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Innkaupareglur hafa verið teknar til umfjöllunar í fastanefndum. Fastanefndir gerðu ekki athugasemdir við reglurnar, utan að hafnarstjórn gerði athugasemd við 11.gr. og hefur henni verið komið á framfæri við fjármálastjóra.
Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
8.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla í Fjarðabyggð
Frá fræðslunefnd.
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018 leggur fræðslunefnd til breytingu á úthlutunarreglum kennslutímafjölda við grunnskólana í Fjarðabyggð. Breytingin varðar tímamagn til skólanna vegna tvítyngdra nemenda, þegar fjöldi nemenda er orðinn meiri en 20 nemendur í skólanum. Í stað þess að fylgi hverjum nemenda umfram 20 einn tími mun fylgja hálfur tími.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018 leggur fræðslunefnd til breytingu á úthlutunarreglum kennslutímafjölda við grunnskólana í Fjarðabyggð. Breytingin varðar tímamagn til skólanna vegna tvítyngdra nemenda, þegar fjöldi nemenda er orðinn meiri en 20 nemendur í skólanum. Í stað þess að fylgi hverjum nemenda umfram 20 einn tími mun fylgja hálfur tími.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Fræðslunefnd - 48
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 48 frá 8.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 190
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 190 frá 6.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.
11.
Menningar- og safnanefnd - 36
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 36 frá 8.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 42
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 42 frá 9.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.