Bæjarráð
543. fundur
20. nóvember 2017
kl.
08:30
-
09:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Framlögð drög að tillögu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um breytingar á fjárhagsáætluninni.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
2.
Heillaóskir vegna nýrra Norðfjarðrarganga
Lagðar fram heillaóskir vegna vígslu Norðfjarðarganga frá Samgöng, samtökum áhugafólks um veggöng á Austurlandi og Samgöngufélaginu.
Bæjarráð þakkar heillaóskir og felur bæjarritara að koma þökkum á framfæri.
Bæjarráð þakkar heillaóskir og felur bæjarritara að koma þökkum á framfæri.
3.
Erindi frá Breiðdalshreppi - sameiningarmál
Lögð fram til kynningar fyrsta fundargerð samráðsnefndar um mögulega sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
4.
Skýrsla um ferðasumarið 2017
Framlögð skýrsla upplýsingafulltrúa um stöðu ferðamála í Fjarðabyggð sumarið 2017. Í skýrslunni er farið yfir aðsókn að söfnum, tjalssvæðum og sundlaugum. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
5.
Afnotasamningur við landeigendur Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Lagðir fram til staðfestingar leigusamningar við landeigendur Sellátra og Högnastaða vegna Skíðasvæðisins í Oddsskarði.
Bæjarráð staðfestir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Bæjarráð staðfestir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
6.
Eignarhald á félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði
Framlagt bréf Hollvinasamtaka félagsheimilisins Skrúðs sem fjallar um eignarhald á húsinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
7.
Dalatangi - netsamband um gervihnött - þjónusta lögð niður um áramót
Framlagt bréf Fjarskiptasjóðs þar sem upplýst er að gervihnattasamband við Dalatanga verður lagt af um næstu áramót en þá rennur út samningur Fjarskiptasjóðs og Radíómiðlunar.
Bæjarráð mótmælir harðlega áformum Fjarskiptasjóðs um að leggja af gervihnattasamband við Dalatanga enda sé um að ræða skerðingu á þjónustu og öryggi staðarins. Þá þjónar Dalatangi mikilvægu hlutverki vegna veðurathugana og aðstæður á staðnum þannig að fjarskipti við hann verða ekki leystar með öðrum hætti.
Bæjarstjóra falið að ræða við Fjarskiptasjóð.
Bæjarráð mótmælir harðlega áformum Fjarskiptasjóðs um að leggja af gervihnattasamband við Dalatanga enda sé um að ræða skerðingu á þjónustu og öryggi staðarins. Þá þjónar Dalatangi mikilvægu hlutverki vegna veðurathugana og aðstæður á staðnum þannig að fjarskipti við hann verða ekki leystar með öðrum hætti.
Bæjarstjóra falið að ræða við Fjarskiptasjóð.
8.
Ráðning framkvæmdastjóra hafna
Tíu aðilar sóttu um stöðu framkvæmdastjóra hafna en staðan var auglýst með umsóknarfrest til og með 23.október. Capacent ráðningar, í samráði við bæjarstjóra, hafa unnið að ráðningarferlinu og veitt bæjarstjóra ráðgjöf í ferlinu.
Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra, sem unnin var í samráði við hafnarstjórn, með greinagerð um að Hákon Ásgrímsson verði ráðinn framkvæmdastjóri hafna. Tillögunni til stuðnings er vísað til umfjöllunar í greinargerð bæjarstjóra sem og annarra gagna máls, þ.m.t. samantektar og mats sem unnið var af Capacent ráðningum. Þá er í tillögunni ennfremur vísað til mannauðsstefnu sveitarfélagsins og reglur þess um ráðningarferli hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð fór yfir tillögu bæjarstjóra að ráðningu framkvæmdastjóra hafna og lagði mat á hana. Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra um að ráða Hákon Ásgrímsson sem framkvæmdastjóra hafna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að bjóða Hákoni Ásgrímssyni ráðningu í starfið og ganga frá gerð ráðningarsamnings.
Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra, sem unnin var í samráði við hafnarstjórn, með greinagerð um að Hákon Ásgrímsson verði ráðinn framkvæmdastjóri hafna. Tillögunni til stuðnings er vísað til umfjöllunar í greinargerð bæjarstjóra sem og annarra gagna máls, þ.m.t. samantektar og mats sem unnið var af Capacent ráðningum. Þá er í tillögunni ennfremur vísað til mannauðsstefnu sveitarfélagsins og reglur þess um ráðningarferli hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð fór yfir tillögu bæjarstjóra að ráðningu framkvæmdastjóra hafna og lagði mat á hana. Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra um að ráða Hákon Ásgrímsson sem framkvæmdastjóra hafna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að bjóða Hákoni Ásgrímssyni ráðningu í starfið og ganga frá gerð ráðningarsamnings.
9.
Öryggismál og eldvarnir jarðganga
Lögð fram drög að samningi vegna framlags Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Fjarðabyggðar vegna Norðfjarðarganga.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
10.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember
Fundargerð aðalfundar HAUST frá 1. nóvember 2017 lögð fram til kynningar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Hafnarstjórn - 187
Fundargerð hafnarstjórnar frá 16.nóvember 2017 lögð fram til kynningar.
12.
Félagsmálanefnd - 101
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14.nóvember 2017 lögð fram til kynningar.