Fara í efni

Bæjarráð

544. fundur
27. nóvember 2017 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Jólasjóðurinn
Málsnúmer 1311103
Framlögð beiðni um 500.000 kr. styrk til jólasjóðs Fjarðabyggðar og Afls starsgreinafélags. Aðstandendur sjóðsins eru Rauðakrossdeildir á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og mæðrastyrksnefnd kvenfélagsins Nönnu á Norðfirði. Samstarf er um sjóðinn milli Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur.
Fjarðabyggð sendir ekki jólakort frá sveitarfélaginu en bæjarráð samþykkir að framlag til sjóðsins verði 500.000 kr.
2.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lagði til á fundi sínum 20. nóvember að settur verði á laggirnar 9 manna stýrihópur um stefnumótun í fiskeldismálum og hann verði skipaður þremur fulltrúum frá nefndinni, tveimur frá hafnarstjórn, framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna, atvinnu- og þróunarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra.
Bæjarráð samþykkir að stýrihópinn skipi fulltrúar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar ásamt tveimur fulltrúum hafnarstjórnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir stýrihópinn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
3.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Málsnúmer 1709072
Framlagt bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 21.nóvember, er varðar úthlutun á byggðakvóta.
Tillögur er varða sérstakar úthlutunarreglur byggðakvóta, þurfa að berast ráðuneytinu í síðasta lagi 20.desember nk.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra hafna gerð sérstakra úthlutunarreglna byggðakvóta og leggja þær fyrir bæjarráð að nýju. Jafnframt lýsir bæjarráð furðu sinni á því að Mjóifjörður fái ekki úthlutað byggðakvóta og felur bæjarstjóra að vera í samskiptum við ráðuneytið vegna þessa.
4.
Snjóflóðavarnir Urðabotna/Drangagil
Málsnúmer 1711109
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði á fundi sínum 20. nóvember sl. til staðfestingar bæjarráðs viðaukaverksamningi um endurbyggingu aurflóðavarnir ofan ofanflóðavarna í Drangagili.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað og Eskifirði - bætur vegna skógræktar
Málsnúmer 1711085
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði á fundi sínum 20. nóvember s.l. til staðfestingar bæjarráðs drögum að samningum við Ofanflóðasjóð um bætur vegna gróðurs. Um er að ræða bætur vegna trjáræktar á Eskifirði og Norðfirði sem fór undir framkvæmdasvæði ofanflóðavarna. Jafnframt lagt fram minnisblað Ofanflóðasjóðs.
Bæjarráð staðfestir samningana og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
6.
Samningur við Náttúrustofu Austurlands
Málsnúmer 1711105
Framlagt bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna framlengingar á samningi Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs við ráðuneytið um rekstur Náttúrustofu Austurlands. Óskað er afstöðu Fjarðabyggðar til framlengingar núgildandi samnings til eins árs og þarf afstaða að liggja fyrir 4. desember nk.
Bæjarráð samþykkir viðauka við samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Bæjarráð ítrekar þó að mikilvægt sé að tryggja rekstrargrundvöll Náttúrustofunnar til lengri tíma.
7.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1611104
Lögð fram drög að tillögu að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, öldungaráðs og félagsmálanefndar til umræðu.
8.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702075
Framlagðar til kynningar þrjár fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 7. september, 11. september og 27. september s.l.
9.
Lánasamningur vegna 135 m.kr. láns nr. 1712_48
Málsnúmer 1711143
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga með höfuðstólsfjárhæð kr 139.769.516 og 135.000.000 kr. útgreiðslufjárhæð. Lánið er ætlað til greiðslu uppgjörs við Brú lífeyrisjóðs starfsmanna sveitarfélaga sbr. afgreiðslu bæjarráðs frá 6. nóvember 2017.
Bæjarráð samþykkir lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 7
Málsnúmer 1711144
Framlagður viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017. Viðaukinn er vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga að upphæð um 548 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn, ásamt minnisblaði fjármálastjóra um breytingar á milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
12.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2021
Málsnúmer 1710159
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árin 2019-2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir þriggja ára áætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2019 til 20121 fyrir sitt leyti og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
13.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1706041
Hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra hafna að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2018 og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um breytingu á byggingavísitölu á 12 mánaða tímabili sem nemur 2,98%.
Ákvarðanir um hækkanir á liðum í gjaldskrá vegna úrgangsmála bíða þar til um áramót.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
14.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1709203
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa vegna gjaldskrár gatnagerðargjalda að undanskyldri tillögu um afslátt af gatnagerðargjöldum sem vísað er til vinnu við húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar. Gjaldskrá er vísað til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá hækkar almennt um 3%.
Bæjarráð samþykkir að afsláttur á gatnagerðagjöldum til byggingar íbúðarhúsnæðis á vegum einstaklinga nemi 75% á árinu 2018 í stað 50%.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
15.
Gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingafulltrúa 2018
Málsnúmer 1709206
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti, tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingarfulltrúa árið 2018 og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá hækkar um 3%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
16.
Gjaldskrá bókasafna 2018
Málsnúmer 1709215
Menningar- og safnanefnd hefur lagt til að gjaldskrá bókasafna verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar.
17.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2018
Málsnúmer 1709195
Félagsmálanefnd hefur samþykkt tillögu félagsmálastjóra að gjaldskrá fyrir þjónustuíbúðir í Breiðabliki og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá þjónustugjalds hækki um 400 kr.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
18.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2018
Málsnúmer 1709210
Félagsmálanefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu félagsmálastjóra að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá hækki um 2,7%
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
19.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1709200
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá hækki um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
20.
Gjaldskrá félagsheimila 2018
Málsnúmer 1709216
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að gjaldskrá félagsheimila og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
21.
Gjaldskrá í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709208
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá íþróttamannvirkja, sundlauga og íþróttahúsa, og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskrár hækki heilt yfir um 2,7%
Bæjarráð samþykkir að stakt fullorðinsgjald í sundlaugar hækki úr 800 kr. í 900 kr. Að 10 skipta kort í sundlaugar lækki úr 4.800 kr. í 4.600 kr. Að öðru leyti er gjaldskrá óbreytt frá tillögu nefndarinnar og gætt að afsláttakjör til íbúa haldi sér.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrám og að þær taki gildi 1.janúar 2018.
22.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018
Málsnúmer 1709209
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá líkamsræktarstöðva og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskrá hækki um 2,7% en auk þess leggur nefndin til að að eldri borgurum búsettum í Fjarðabyggð sé veittur frír aðgangur að líkamsræktarstöðvum sínum utan álagstíma.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
23.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Málsnúmer 1709221
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu verkefnastjóra umhverfismála að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og
vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
24.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018
Málsnúmer 1710065
Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá skólamáltíða og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir að gjald verði óbreytt á árinu 2018 og hækki ekki um 2,7%.
25.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709196
Slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar hækki um 5% og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs. Jafnframt er gert ráð fyrir því að gjaldskrá verði breytt þannig að innheimtur verði ferðakostnaður starfsmanna og eftirfylgni körfugerðar en fyrirmynd þess er sótt í gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
26.
Gjaldskrá grunnskóla 2018
Málsnúmer 1709211
Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá grunnskóla og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018
27.
Gjaldskrá skóladagheimila 2018
Málsnúmer 1709212
Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá skóladagheimila og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
28.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2018
Málsnúmer 1709214
Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá tónlistarskóla og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
29.
Gjaldskrá leikskóla 2018
Málsnúmer 1709213
Fræðslunefnd hefur samþykkt tillögu fræðslustjóra að gjaldskrá leikskóla og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Gjaldskráin hækkar um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir að gjald verði óbreytt á árinu 2018 og hækki ekki um 2,7%.
30.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709198
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra
veitusviðs að gjaldskrá hitaveitu og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Rúmmetragjald í gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar lækki um 5% en önnur gjöld taki 2,7% hækkun. Gjaldskrá fjarvarmaveitu verður tekin fyrir um áramót þegar fyrir liggur kostnaður orkukaupa á árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
31.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709207
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra
veitusviðs að gjaldskrá fráveitu og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld í gjaldskrá hækki um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
32.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1709197
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu sviðstjóra
veitusviðs að gjaldskrá vatnsveitu og vísar henni til staðfestingar bæjarráðs.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld gjaldskrár hækki um 2,7%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2018.
33.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2018
Málsnúmer 1709220
Framlögð tillaga fjármálastjóra að álagningu fasteignagjalda á árinu 2018 ásamt tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2018.
Álagningarstuðlar verði óbreyttir milli ára með þeirri undantekningu að vatnsgjald lækkar úr 0,28% af húsmati í 0,258% og holræsagjald hækki úr 0,32% af húsmati í 0,343%. Sorphreinsunar- og sorpeyðingargjald hækkar um 2,7%. Hámarksafsláttur eldri borgara og öryrkja af fasteignaskatti hækki um 6,4% og tekjutenging afsláttar hækki um 6,7%.
Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningu fasteignagjalda og reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2018 til staðfestingar bæjarstjórnar.
34.
Útsvar 2018
Málsnúmer 1710077
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar bæjarstjórnar.
35.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406124
Nefndaskipan félagsmálanefndar. Heiðar Antonsson tekur við varaformennsku í félagsmálanefnd í stað Valdimars O Hermannssonar.
36.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 191
Málsnúmer 1711014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 191 frá 20.nóvember 2017, lögð fram til kynningar.