Bæjarráð
546. fundur
18. desember 2017
kl.
10:30
-
12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun HSA fyrir árið 2018
Þennan lið fundarins sat Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Rætt um alvarlega stöðu innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands, en engin ný framlög til stofnunarinnar er að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar 2018.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri alvarlegu stöðu sem er að koma upp í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Ljóst er að ef ekki kemur til aukið framlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þarf að fara í mjög sársaukafullar og alvarlegar aðgerðir til að ná sparnaði til að standast fjárlagaframma árins 2018. Við þetta getur bæjarráð Fjarðabyggðar ekki unað og skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu án tafar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri alvarlegu stöðu sem er að koma upp í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Ljóst er að ef ekki kemur til aukið framlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þarf að fara í mjög sársaukafullar og alvarlegar aðgerðir til að ná sparnaði til að standast fjárlagaframma árins 2018. Við þetta getur bæjarráð Fjarðabyggðar ekki unað og skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu án tafar.
2.
Fræðslumál starfsmanna grunn- og leikskóla
Framlagt minnisblað starfshóps um fræðslumál á fjölskyldusviði þar sem lagðar eru fram tillögur í sex liðum til að efla fræðslu starfsmanna. Bæjarráð líst vel á tillögur í minnisblaði og leggur til að reglur um námsstyrki verði endurskoðar og lagðar fyrir bæjarráð að nýju ásamt drögum að samkomulagi um umbun milli Fjarðabyggðar og starfsmanna. Bæjarráð vísar d.lið í minnisblaði til umsagnar hjá framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands. Vísað til kynningar í fræðslunefnd. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði þegar niðurstaða liggur fyrir.
3.
Aukafjárveiting til bókasafna í Fjarðabyggð
Framlagt bréf frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð um fjárveitingu til bókakaupa á árinu 2017. Óskað er eftir aukafjárveitingu m.a. á grunni átaks í að efla læsi nemenda. Bæjarráð samþykkir 227.000 kr. aukaframlag til bókasafnanna á árinu 2017, sem takist af liðnum óráðstafað. Bæjarritara og forstöðumanni Safnastofnunar falið að fara yfir hvort framlag á árinu 2018, rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins.
4.
Í skugga valdsins
Frá fundi bæjarstjórnar 14. desember 2017.
Eydís Ásbjörnsdóttir lagði fram sameiginlega bókun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar leggur fram tillögu um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Fjarðabyggðar #metoo #ískuggavaldsins.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að stofna starfshóp sem í munu sitja kjörnir fulltrúar og starfsmenn Fjarðabyggðar, starfshópurinn gerir tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Fjarðabyggðar. Þá er lagt til að umfang vandans verði metið. Í framhaldinu verði farið yfir jafnréttisáætlun, mannauðsstefnu Fjarðabyggðar, siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Þá verði samþykkt að yfirfara stefnumörkun, verklagsreglur og viðbragðsáætlun og að gerðar verði tillögur til úrbóta sé þörf. Þá hefur bæjarráð þegar samþykkt tillögu bæjarstjóra um jafnrétti og kynjafræðslu þvert á stofnanir og er hún þörf viðbót í vinnu þessari. Samráð skal haft við stjórnendur Fjarðabyggðar, hagsmunaaðila, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili til bæjarstjórnar tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. mars 2018. Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna starfshóp sem í sitja Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs og Eydís Ásbjörnsdóttir, f.h. bæjarráðs, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður félagsmálanefndar, Gunnar Jónsson bæjarritari og Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri. Jens Garðar Helgason verður formaður nefndarinnar.
Eydís Ásbjörnsdóttir lagði fram sameiginlega bókun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar leggur fram tillögu um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Fjarðabyggðar #metoo #ískuggavaldsins.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að stofna starfshóp sem í munu sitja kjörnir fulltrúar og starfsmenn Fjarðabyggðar, starfshópurinn gerir tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Fjarðabyggðar. Þá er lagt til að umfang vandans verði metið. Í framhaldinu verði farið yfir jafnréttisáætlun, mannauðsstefnu Fjarðabyggðar, siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Þá verði samþykkt að yfirfara stefnumörkun, verklagsreglur og viðbragðsáætlun og að gerðar verði tillögur til úrbóta sé þörf. Þá hefur bæjarráð þegar samþykkt tillögu bæjarstjóra um jafnrétti og kynjafræðslu þvert á stofnanir og er hún þörf viðbót í vinnu þessari. Samráð skal haft við stjórnendur Fjarðabyggðar, hagsmunaaðila, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili til bæjarstjórnar tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. mars 2018. Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna starfshóp sem í sitja Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs og Eydís Ásbjörnsdóttir, f.h. bæjarráðs, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður félagsmálanefndar, Gunnar Jónsson bæjarritari og Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri. Jens Garðar Helgason verður formaður nefndarinnar.
5.
Búðavegur 35 - stefna
Dómur Héraðsdóms Austurlands vegna stefnu hluta eiganda Búðavegar 35 lagður fram til kynningar. Fjarðabyggð var sýknað af kröfu stefnanda.
6.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2018
Heimild til yfirdráttar að upphæð 200 milljónir kr. hjá Íslandsbanka rennur út þann 4. febrúar 2018. Lagt er til að bæjarráð heimili að framlengja yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar fyrir allt að 300 milljónir króna, í allt að eitt ár frá og með 5.febrúar 2018. Bæjarráð samþykkir heimild, fyrir sitt leyti, en vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Breytingar á þjóðvegum með tilkomu Norðfjarðarganga og hjáleiðin á Reyðarfirði
Bréf Vegagerðarinnar frá 15.desember 2017, en bréfið er sent í framhaldi af fundi sem haldinn var 4.desmber. Bréfið varðar breytingu á vetrarþjónustu í Fjarðabyggð vegna tilkomu Norðfjarðarganga og fjallar einnig um hjáleið á Reyðarfirði. Vegagerðin óskar eftir fundi í tengslum við efni bréfsins. Vísað til kynningar hjá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og til nánari skoðunar hjá sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju að því loknu.
8.
Eldvarnarbandalagið 2018
Framlögð greinargerð Slökkviliðsstjóra og verkefnastjóra Eldvarnarbandalangsins um framkvæmd samstarfs Eldvarnarbandalagsins og Fjarðabyggðar. Vilji er til að halda áfram með verkefnið í stofnunum Fjarðabyggðar. Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að útfæra eftirfylgni verkefnisins.
9.
Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar er varðar drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar varðandi fjármögnun ofanflóðaframkvæmda og að tekjustofninn sé skýrt afmarkaður til þeirra verkefna sem hann var stofnaður til.
10.
Framtíð tjaldsvæðis á Eskifirði
Svanhvít Yngvadóttir sem verið hefur formaður hóps um framtíð tjaldsvæðisins á Eskifirði, hyggur á flutninga úr sveitarfélaginu og mun Jens Garðar Helgason taka sæti hennar og verða formaður hópsins.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 193
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, frá 11. janúar 2017, lögð fram til kynningar.
12.
Fræðslunefnd - 49
Framlögð fundargerð fræðslunefndar frá 13. desember 2017, lögð fram til kynningar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 43
Framlögð fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, frá 14. desember 2017, lögð fram til kynningar.