Bæjarráð
547. fundur
8. janúar 2018
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
Formaður
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Erindi frá Breiðdalshreppi - sameiningarmál
Framlagðar til kynningar fundargerðir samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar nr. 3 og 4.
Umræða tekin um sameiningarmál.
Umræða tekin um sameiningarmál.
2.
Frístundaakstur
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs hafa unnið minnisblað um hugmynd að breytingu á akstri samæfinga skíða- og skólaaksturs. Minnisblaðið hefur verið kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og verður kynnt í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd í dag.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram á grundvelli tillagna þeirra og og í tengslum við SVAUST. Leggja útfærðar tillögur fyrir hlutaðeigandi nefndir og bæjarráð til afgreiðslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram á grundvelli tillagna þeirra og og í tengslum við SVAUST. Leggja útfærðar tillögur fyrir hlutaðeigandi nefndir og bæjarráð til afgreiðslu.
3.
Staða við Tónskóla Neskkaupstaðar og starf organista Norðfjarðarkirkju
Framlagt bréf Sigurðar Rúnars Ragnarssonar er varðar stöðu organista við Norðfjarðarkirkju og ráðningu tónskólakennara við Tónskóla Norðfjarðar.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslustjóra til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslustjóra til afgreiðslu.
4.
Vallarsamningar - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Lagður fram endurnýjaður vallarvinnusamningur við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar fyrir árin 2018 - 2020. Í raun er um endurnýjun á sama samningi og fyrir árin 2014-2017. Líkt og í fyrri samningi tekur upphæðin, sem greidd er fyrir vallarumhirðu, breytingum eftir byggingarvísitölu.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Ráðstefna um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9.maí
Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum, sem haldin verður í Malmö 8 - 9.maí.
Málið hefur verið kynnt í menningar- og safnanefnd.
Málið hefur verið kynnt í menningar- og safnanefnd.
6.
Félagsheimilið Valhöll - Rekstrarleyfi
Vinir Valhallar óska eftir heimild til að sækja um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Valhöll á Eskifirði. Leyfið yrði á nafni Fjarðabyggðar en Vinir Valhallar greiða fyrir leyfið.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Valhöll. Bæjarráð samþykkir jafnframt að greiða helming af kostnaði við rekstrarleyfið. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Valhöll. Bæjarráð samþykkir jafnframt að greiða helming af kostnaði við rekstrarleyfið. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að vinna málið áfram.
7.
Erindi um að Fjarðabyggð verði tilraunasveitarfélag í stórátaki í loftslagsmálum með endurheimt votlendis
Um nokkurt skeið hefur hópur einstaklinga og stofnana unnið að því að undirbúa stórtæka endurheimt votlendis í verkefni sem gengur undir vinnuheitinu „Votlendisbankinn“. Núverandi samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. París 1,5° áhugahópur um árangur í loftslagsmálum,
Landgræðsla Íslands, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Landvernd, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Þekkingarmiðlun, EFLA verkfræðistofa, Klappir og Auðlind náttúrusjóður.
Óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu en nú þegar eru viðræður við Landgræðslu ríkisins um aðkomu að endurheimtu votlendis. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
Landgræðsla Íslands, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Landvernd, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Þekkingarmiðlun, EFLA verkfræðistofa, Klappir og Auðlind náttúrusjóður.
Óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu en nú þegar eru viðræður við Landgræðslu ríkisins um aðkomu að endurheimtu votlendis. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
8.
Uppgjör launagreiðenda A deildar Brúar vegna breytinga á lögum
Lagt fram uppgjör á skuldbindingum Fjarðabyggðar gagnvart A deild Brúar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Áður á dagskrá funds bæjarráðs 6. nóvember 2017.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins að yfirfara uppgjörið og samkomulagið og leggja umsögn fyrir bæjarráð ásamt tillögu um fjármögnun.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins að yfirfara uppgjörið og samkomulagið og leggja umsögn fyrir bæjarráð ásamt tillögu um fjármögnun.
9.
40.mál til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur). Frestur er til 19.janúar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.
Drög að lagafrumvarpi um lögheimili til umsagnar
Óskað er umsagnar um frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til laga um lögheimili og aðsetur. Frestur er til 15.janúar.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og forstöðumanni stjórnsýslu að vinna umsögn í samráði við bæjarstjóra.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og forstöðumanni stjórnsýslu að vinna umsögn í samráði við bæjarstjóra.
11.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017
Fundargerðir stjórnar frá 7.desember 2017, lögð fram til kynningar.
12.
Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)
Jens Garðar Helgason vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Fyrir liggur beiðni frá framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju um að leigja húsnæði að Bleiksárhlið 56 febrúar og mars 2018.
Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamning um húsið tímabundið til loka mars 2018.
Fyrir liggur beiðni frá framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju um að leigja húsnæði að Bleiksárhlið 56 febrúar og mars 2018.
Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamning um húsið tímabundið til loka mars 2018.
13.
Reglur um listaverk
Drög að reglum um listaverk vísað frá menningar- og safnanefnd til afgreiðslu. Bæjarráð gerir tillögur um breytingu á 11. gr. reglnanna og vísar reglunum með þeim breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
14.
Menningar- og safnanefnd - 38
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 38 frá 3.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Barnaverndarfundagerðir 2017
Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 76 og 77 lagðar fram til kynningar.