Fara í efni

Bæjarráð

548. fundur
15. janúar 2018 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1705109
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - nóvember 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - desember 2017.
2.
Kjara- og launamál 2017
Málsnúmer 1612110
Framlagt minnisblað vegna leiðréttinga launa á árinu 2017 sem vísað er til gerðar viðauka. Um er að ræða leiðréttingu launatengdra gjalda og fæðisgreiðslna starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðarauka til gerðar viðauka í 3. dagskrárlið fundagerðar.
3.
Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 8
Málsnúmer 1801095
Framlagður viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Viðaukinn er fyrst og fremst um millifærslur og leiðréttingar á áætlun ársins 2017.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka nr. 8 og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu
Málsnúmer 1801087
Framlögð frummatsskýrsla vegna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldi ehf. á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Umsögn um skýrsluna óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5.febrúar nk.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar. Erindið tekið fyrir að nýju að þeim fengnum í bæjarráði.
5.
Skilti við Barkinn - Reyðarfirði
Málsnúmer 1801053
Framlagt bréf frá hópi brottfluttra Reyðfirðinga sem leggur til að sett verði upp skilti við Barkinn á Reyðarfiðri þar sem sögð verði saga atvinnulífs sem þar var.
Vísað til upplýsingafulltrúa og forstöðumanns safnastofnunar til úrvinnslu og kynningar í menningar- og safnanefnd.
6.
Heimildamynd um Austurland
Málsnúmer 1801057
Framlagt bréf frá Bjarna Hall þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar heimildamyndar um Austurland sem yrði í svipuðum dúr og Landinn. Myndin yrði sett upp í afþreygingakerfi Icelandair.
Vísað til upplýsingafulltrúa í tengslum við birtingaráætlun Austurbrúar.
7.
735 Strandgata 98a - byggingarleyfi, breytt notkun og endurbygging
Málsnúmer 1710058
Vísað frá eigna-, skipulags og umhverfisnefnd byggingarleyfisumsókn Egils Helga Árnasonar, dagsett 10. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta gömlu sjóhúsi við Strandgötu 98a á Eskifirði í íbúðar-/gistirými. Einnig er sótt um að færa húsið til um 7,4 m til suðurs.
Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar vegna færslu hússins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar og felur bæjarstjóra undirritun lóðasamnings.
8.
Ert' ekki að grínast í mér ? - Námskeið um sveitarstjórnir og starfið í þeim
Málsnúmer 1801075
Framlagt til kynningar erindi fyrirtækisins Ráðríks ehf. sem hyggst halda námskeið þar sem meginmarkmiðið er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku.
Bæjarráð þakkar áhugavert erindi og námskeið en afþakkar það að þessu sinni.
9.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Málsnúmer 1709072
Lagt fram bréf atvinnu-og þróunarstjóra er varðar sérstök skilyrði vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Lagt er til að bæjarráð samþykki nýjar tillögur er varða texta í sérreglum.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem lagðar eru til í minnisblaði um breytingu á reglum Fjarðabyggðar um byggðakvóta en leggur jafnframt áherslu á að Byggðastofnun komi að atvinnumálum í Mjóafirði með sértækum byggðakvóta.
Breyttum reglum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Skólalóð - framkvæmdir
Málsnúmer 1801103
Framlagt sameiginlegt erindi skólaráðs og nemendaráðs Grunnskólans á Eskifirði til bæjarráðs um skólalóð.
Bæjarráð þakkar bréfriturum bréfið og vísar því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Endurbætur á húsnæði Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1708065
Framlagt bréf Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði sem fjallar um viðhaldsmál og endurbætur á aðkomu að inngangi og unhverfi hans.
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Upplýsingagjöf vegna húsnæðisvanda einstaklinga í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801022
Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir upplýsingum um almenn úrræði sbr. 45. gr. laga 40/1991.
Vísað til félagsmálanefndar og til vinnslu hjá félagsmálastjóra.
13.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702075
Fundargerð stjórnar frá 18.desember 2017, lögð fram til kynningar.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1702019
Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 855 frá 15.desember 2017, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 194
Málsnúmer 1801004F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 194 frá 8.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
16.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 78 frá 8.janúar 2018, lögð framt til kynningar.