Fara í efni

Bæjarráð

549. fundur
22. janúar 2018 kl. 08:30 - 10:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Móttaka flóttamanna á árinu 2018
Málsnúmer 1710151
Drög að samningi vegna móttöku kvótaflóttamanna til Fjarðabyggðar lagður fram til samþykkktar. Jafnframt lagt fram minnisblað félagsmálastjóra og fræðslustjóra. Málið hefur verið til umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd á síðustu fundum nefndanna. Bæjarráð samþykkir drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn og félagsmálastjóra og fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.
2.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna stöðuleyfa og stöðuleyfisskylda lausafjármuni dagsett 16. nóvember 2017 og minnispunktar Land lögmanna varðandi stjórnsýslu vegna lausafjármuna. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð.
Bréf hafa verið send á alla lóðarhafa þar sem stöðuleyfisskyldir lausafjármunir án stöðuleyfa eru staðsettir og þeir hvattir til að sækja um stöðuleyfi. Bréf þar sem lóðarhöfum er gefinn andmælaréttur vegna stöðuleyfisskyldu, hefur verið sent á þá sem ekki hafa brugðist við.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og senda lóðarhöfum bréf til áminningar um að lausafjármunir án stöðuleyfa verði fjarlægðir á kostnað eiganda sbr. heimildir í gr. 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 ef ekki verði brugðist við. Nefndin samþykkti einnig, fyrir sitt leyti, að breyta reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð í samræmi við framlagða tillögu. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna, fyrir sitt leyti, og vísar þeim til samþykktar bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falið að fara yfir útfærslu breytinga gagnvart leyfishöfum.
3.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Málsnúmer 1709072
Bréf atvinnu- og þróunarstjóra er varðar sérstök skilyrði vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Endurskoða þarf breytingar sem bæjarráð lagði til við bæjarstjórn vegna breyttra forsendna frá ráðuneyti. Í ljósi nýrra upplýsinga frá ráðuneyti leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar, eins og lagt var upp með í byrjun. Jafnframt er atvinnu- og þróunarstjóra falið að setja sig í samband við Byggðastofnun vegna sérstakra aðstæðna sem uppi eru í Mjóafirði. Leggja málið að nýju fyrir bæjarráð þegar niðurstaða liggur fyrir.
4.
Uppgjör launagreiðenda A deildar Brúar vegna breytinga á lögum
Málsnúmer 1703227
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Lögð fram tillaga fjármálastjóra að fjármögnun á uppgjöri skuldbindinga Fjarðabyggðar gagnvart A-deild Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og felur honum að óska eftir lántöku frá LSR vegna lífeyrisaukasjóðs og lán vegna varúðarsjóðs verði tekið hjá Brú. Jafnframt að leggja endanlega tillögu vegna lántöku fyrir bæjarráð, þegar niðurstaða liggur fyrir.
5.
Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)
Málsnúmer 1702215
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Farið yfir söluferli Bleiksárhlíðar 56 á Eskifirði og samráð um ferlið við Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Fjármálastjóra falið að koma nýju sölumati fasteignasala á framfæri við ráðuneytið og auglýsa fasteignina að nýju.
6.
Eistnaflug 2018
Málsnúmer 1710039
Lögð fram drög að samningi vegna Eistnaflugs 2018. Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans. Jafnframt er samningi visað til kynningar og umræðu í menningar- og safnanefnd.
7.
Afnot af íþróttahúsi Neskaupstaðar 26-28.janúar
Málsnúmer 1801108
Framlagt bréf Hljóðkerfaleigunnar ehf. þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu í Neskaupstað 26. til 28. janúar nk. Bæjarráð samþykkir afnot með sama hætti og á síðasta ári. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vera í samskiptum við umsjónarmenn blótsins vegna afnota af húsinu.
8.
Ábendingar um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum
Málsnúmer 1801120
Lagt fram minnisblað sambandsins er varðar skýrslu um hvernig hægt er að verjast spillingu í opinberum innkaupum.
Viðhengi
memo
9.
740 Landanaust 3 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1801099
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðanets hf, dagsett 12. janúar 2018, þar sem sótt er um lóðina Landanaust 3 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Landanausti 3 og vísar umsókninni til Hafnarstjórnar til umfjöllunar og bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Erindið var tekið fyrir í hafnarstjórn 16.janúar og vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar.
10.
Mikilvægi ungmennaráðs
Málsnúmer 1801064
Vísað til bæjarráðs frá fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs 11.janúar 2018. Í bréfinu er m.a. fjallað um fjármagn til ungmennaráðs. Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarritara og forseta bæjarstjórnar að skoða málið nánar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 195
Málsnúmer 1801011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 195 frá 15.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
12.
Fræðslunefnd - 50
Málsnúmer 1801012F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 50 frá 17.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 189
Málsnúmer 1801008F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 189 frá 16.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
14.
Félagsmálanefnd - 104
Málsnúmer 1801009F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 104 frá 16.janúar 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 44
Málsnúmer 1801013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 44 frá 18.janúar 2018, lögð fram til kynningar.