Bæjarráð
550. fundur
29. janúar 2018
kl.
09:00
-
09:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Uppgjör launagreiðenda A deildar Brúar vegna breytinga á lögum
Áður á dagskrá fundar bæjarráðs 8. janúar 2018.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og samkomulag um uppgjör á skuldbindingum Fjarðabyggðar gagnvart A deild Brúar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Eindagi greiðslu skuldbindinga samkvæmt uppgjörinu og samkomulaginu er 15. febrúar 2018.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og samkomulag um uppgjör á skuldbindingum Fjarðabyggðar gagnvart A deild Brúar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Eindagi greiðslu skuldbindinga samkvæmt uppgjörinu og samkomulaginu er 15. febrúar 2018.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
2.
Lántaka hjá Brú lífeyrissjóður vegna Varúðarsjóðs
Lagður fram lánasamningur við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga með höfuðstólsfjárhæð kr 33.493.772. Lánið er ætlað til greiðslu uppgjörs vegna varúðarsjóðs Brúar lífeyrisjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir lánasamning við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir lánasamning við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð
Framlögð tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga um frestun á afgreiðslu lántöku úr lánaflokki LSS2055 og veitingu skammtímaláns í staðin til mánaðarmóta febrúar/mars 2018. Fyrir liggur samþykki um gjalddaga 2.mars í stað 28.febrúar enda áætlaður bæjarstjórnarfundur 1.mars nk.
Bæjarráð samþykkir að tekið verði skammtímalán frá 14.febrúar til 28.febrúar 2018 að fjárhæð 317 milljónir kr. til að fjármagna tímabundið lífeyrisskuldbindingu við Brú lífeyrissjóð. Staðfestingu á lántöku vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að tekið verði skammtímalán frá 14.febrúar til 28.febrúar 2018 að fjárhæð 317 milljónir kr. til að fjármagna tímabundið lífeyrisskuldbindingu við Brú lífeyrissjóð. Staðfestingu á lántöku vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.