Fara í efni

Bæjarráð

553. fundur
19. febrúar 2018 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1708073
Framlagt bréf og minnisblað frá Póst og fjarskiptastofnun sem er svar stofnunar við bréfi Fjarðabyggðar frá 22. september 2017 um lagningu ljósleiðar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar og álitaefni vegna athugasemda Mílu hf.
2.
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Málsnúmer 1612047
Umræða tekin um innleiðingu nýrra persónuverndarlag sem taka eiga gildi í maí 2018, verkefni sem liggja fyrir til undirbúnings og öryggismál.
Bæjarritara falin áframhaldandi vinnsla málsins.
3.
Greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðslumálum
Málsnúmer 1711183
Bréf formanns Fjarðaforeldra er varðar greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra á fundum fræðslunefndar tekið til umræðu. Erindi var áður á dagskrá fundar bæjarráðs 11. desember sl. Framlagt minnisblað um fjölda áheyrnarfulltrúa í nefndum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar umfjöllun um greiðslur til áheyrnarfulltrúa til endurskoðunar reglna um kjör kjörinna fulltrúa fyrir næsta kjörtímabil.
4.
Álit reikningsskila- og upplýsinganefndar v/uppgjörs við Brú Lífeyssjóð vegna laga nr. 127/2016
Málsnúmer 1802088
Framlagt álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um færslu í bókhaldi á uppgjöri við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð furðar sig á áliti reikniskila- og upplýsinganefndar og felur fjármálastjóra að fara yfir framkvæmd álitsins með endurskoðanda.
5.
Aðstöðuhús við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1704021
Hafnarstjórn samþykkti á fundi 9.maí 2017 að kaupa lausa kennslustofu og koma fyrir við Mjóeyrarhöfn. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um málið á fundi 25.september 2017, samþykkti umsóknina og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Bæjarráð samþykkir kaup á húsinu og felur bæjarstjóra undirritun samnings um kaup á húsinu.
6.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1611104
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál til síðari umræðu í bæjarstjórn. Tillagan hefur verið kynnt Íbúðalánasjóði. Tillagan er með minniháttar breytingum frá fyrri umræðu sem skýrðar eru í minnisblað fjármálastjóra um breytingarnar.
Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
7.
B gatnagerðargjöld - þinglýstar kvaðir TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1802102
Framlagt minnisblað fjármálastjóra sem trúnaðarmál, um álagningu og innheimtu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra sem koma fram í minnisblaði og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
8.
Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712040
Umræða tekin um samantekt KPMG um lagaumhverfi og rekstrarform hjúkrunarheimila. Áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. desember sl. þar sem samantektinni var vísað til félagsmálanefndar til kynningar og áframhaldandi umræðu í bæjarráði. Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
9.
Markaðs og kynningarmál 2018
Málsnúmer 1802107
Rætt um áherslur í markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins.
Upplýsingafulltrúa falið að skoða málið frekar.
10.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712006
Breyting á skipan á stýrihóp vegna nýtingaráætlunar fyrir haf og strandsvæði. Ragnar Sigurðsson víkur sæti í hópnum sem fulltrúi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og í hans stað kemur Dýrunn Pála Skaftadóttir varamaður hans í nefndinni.