Bæjarráð
553. fundur
19. febrúar 2018
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Fjarðabyggðar
Framlagt bréf og minnisblað frá Póst og fjarskiptastofnun sem er svar stofnunar við bréfi Fjarðabyggðar frá 22. september 2017 um lagningu ljósleiðar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar og álitaefni vegna athugasemda Mílu hf.
2.
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Umræða tekin um innleiðingu nýrra persónuverndarlag sem taka eiga gildi í maí 2018, verkefni sem liggja fyrir til undirbúnings og öryggismál.
Bæjarritara falin áframhaldandi vinnsla málsins.
Bæjarritara falin áframhaldandi vinnsla málsins.
3.
Greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðslumálum
Bréf formanns Fjarðaforeldra er varðar greiðslur til áheyrnarfulltrúa foreldra á fundum fræðslunefndar tekið til umræðu. Erindi var áður á dagskrá fundar bæjarráðs 11. desember sl. Framlagt minnisblað um fjölda áheyrnarfulltrúa í nefndum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar umfjöllun um greiðslur til áheyrnarfulltrúa til endurskoðunar reglna um kjör kjörinna fulltrúa fyrir næsta kjörtímabil.
Bæjarráð vísar umfjöllun um greiðslur til áheyrnarfulltrúa til endurskoðunar reglna um kjör kjörinna fulltrúa fyrir næsta kjörtímabil.
4.
Álit reikningsskila- og upplýsinganefndar v/uppgjörs við Brú Lífeyssjóð vegna laga nr. 127/2016
Framlagt álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um færslu í bókhaldi á uppgjöri við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð furðar sig á áliti reikniskila- og upplýsinganefndar og felur fjármálastjóra að fara yfir framkvæmd álitsins með endurskoðanda.
Bæjarráð furðar sig á áliti reikniskila- og upplýsinganefndar og felur fjármálastjóra að fara yfir framkvæmd álitsins með endurskoðanda.
5.
Aðstöðuhús við Mjóeyrarhöfn
Hafnarstjórn samþykkti á fundi 9.maí 2017 að kaupa lausa kennslustofu og koma fyrir við Mjóeyrarhöfn. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um málið á fundi 25.september 2017, samþykkti umsóknina og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Bæjarráð samþykkir kaup á húsinu og felur bæjarstjóra undirritun samnings um kaup á húsinu.
6.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál til síðari umræðu í bæjarstjórn. Tillagan hefur verið kynnt Íbúðalánasjóði. Tillagan er með minniháttar breytingum frá fyrri umræðu sem skýrðar eru í minnisblað fjármálastjóra um breytingarnar.
Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
7.
B gatnagerðargjöld - þinglýstar kvaðir TRÚNAÐARMÁL
Framlagt minnisblað fjármálastjóra sem trúnaðarmál, um álagningu og innheimtu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra sem koma fram í minnisblaði og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra sem koma fram í minnisblaði og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
8.
Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Umræða tekin um samantekt KPMG um lagaumhverfi og rekstrarform hjúkrunarheimila. Áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. desember sl. þar sem samantektinni var vísað til félagsmálanefndar til kynningar og áframhaldandi umræðu í bæjarráði. Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
9.
Markaðs og kynningarmál 2018
Rætt um áherslur í markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins.
Upplýsingafulltrúa falið að skoða málið frekar.
Upplýsingafulltrúa falið að skoða málið frekar.
10.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Breyting á skipan á stýrihóp vegna nýtingaráætlunar fyrir haf og strandsvæði. Ragnar Sigurðsson víkur sæti í hópnum sem fulltrúi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og í hans stað kemur Dýrunn Pála Skaftadóttir varamaður hans í nefndinni.