Bæjarráð
554. fundur
26. febrúar 2018
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Framhaldið umræðu um samantekt KPMG um lagaumhverfi og rekstrarform hjúkrunarheimila. Farið yfir rekstrarformið með endurskoðanda sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri mun eiga fund með heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarheimilanna. Rekstrarformi hjúkrunarheimila vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs á næsta fundi þess.
Bæjarstjóri mun eiga fund með heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarheimilanna. Rekstrarformi hjúkrunarheimila vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs á næsta fundi þess.
2.
Sumarstörf fyrir háskólamenntaða með fjárstuðningi frá Vinnumálastofnun
Framlagt erindi Vinnumálastofnunar er varðar sumarstörf fyrir háskólamenntaða með samstarfi við sveitarfélög og fjárstuðningi frá Vinnumálastofnun.
Vísað til sviðsstjóra til skoðunar.
Vísað til sviðsstjóra til skoðunar.
3.
735 Leirukrókur 8,10,12 - umsókn um byggingarlóð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram lóðarumsókn Eskju hf, dagsett 16. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðirnar við Leirukrók 8, 10 og 12 á Eskifirði undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar lóð fyrirtækisins að Leirubakka 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum við Leirubakka 8, 10 og 12 til Eskju hf. og vísar umsókn til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkti jafnframt að gert verði ráð fyrir sameiningu lóðanna í vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem nú er í vinnslu.
Bæjarráð samþykkir að lóðunum verði úthlutað og þær sameinaðar sbr. vinnu nefndarinnar við breytingu skipulagsins.
Lögð fram lóðarumsókn Eskju hf, dagsett 16. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðirnar við Leirukrók 8, 10 og 12 á Eskifirði undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar lóð fyrirtækisins að Leirubakka 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum við Leirubakka 8, 10 og 12 til Eskju hf. og vísar umsókn til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkti jafnframt að gert verði ráð fyrir sameiningu lóðanna í vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem nú er í vinnslu.
Bæjarráð samþykkir að lóðunum verði úthlutað og þær sameinaðar sbr. vinnu nefndarinnar við breytingu skipulagsins.
4.
730 Brekkugerði 18 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram lóðarumsókn Sindra Brynjars Birgissonar, dagsett 17. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 18 á Reyðarfirði, undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að lóðinni að Brekkugerði 18 verði úthlutað til Sindra Brynjars Birgissonar.
Lögð fram lóðarumsókn Sindra Brynjars Birgissonar, dagsett 17. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 18 á Reyðarfirði, undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að lóðinni að Brekkugerði 18 verði úthlutað til Sindra Brynjars Birgissonar.
5.
730 Brekkugerði, Sunnugerði - fyrirspurn um lóðir
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs afgreiðslu erindis Þorsteins Erlingssonar f.h. Og sona ehf, dagsett 7. febrúar 2018, en nefndin samþykkti, fyrir sitt leyti, viljayfirlýsingu sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá til eins árs. Um er að ræða lóðir við Brekkugerði 5, og Sunnugerði 12 og 20.
Bæjarráð samþykkir að Og sonum ehf. verði með viljayfirlýsingu úthlutað lóðunum til eins árs. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða viljayfirlýsingu vegna úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir að Og sonum ehf. verði með viljayfirlýsingu úthlutað lóðunum til eins árs. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða viljayfirlýsingu vegna úthlutunar.
6.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umræða um húsnæðismarkaðinn í Fjarðabyggð og tillögu að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar sem kynnt hefur verið Íbúðalánasjóði.
Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins og til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu 22. mars 2018.
Umræða um húsnæðismarkaðinn í Fjarðabyggð og tillögu að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar sem kynnt hefur verið Íbúðalánasjóði.
Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins og til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu 22. mars 2018.
7.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Framlögð verkefnalýsing fyrir Svæðisskipulag Austurlands.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses.
Starfsháttanefnd Austurbrúar óskar eftir tilnefningum frá stofnaðilum Austurbrúar og frá fundi hagsmunaaðila um stjórnarmenn af vettvangi atvinnulífs, menningar og menntunar. Í ljósi 17. gr. skipulagsskrár
Austurbrúar, sem fjallar um jafnrétti kynjanna, er óskað eftir því að hver aðili tilnefni bæði karl og konu þannig að hver aðili tilnefni tvo einstaklinga af sitthvoru kyni. Lagt fram til kynningar.
Austurbrúar, sem fjallar um jafnrétti kynjanna, er óskað eftir því að hver aðili tilnefni bæði karl og konu þannig að hver aðili tilnefni tvo einstaklinga af sitthvoru kyni. Lagt fram til kynningar.
9.
Beiðni um leigu húsnæðis sumar 2018 - Kirkjumelur
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu liðarins.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir leigu húsnæðis að Kirkjumel sumarið 2018.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um leigu húsnæðisins þar sem það er á söluskrá og ekki hefur verið tekin afstaða til tímabundinnar nýtingar þess.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir leigu húsnæðis að Kirkjumel sumarið 2018.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um leigu húsnæðisins þar sem það er á söluskrá og ekki hefur verið tekin afstaða til tímabundinnar nýtingar þess.
10.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2018
Framlagt til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum og eða framboðum til kosningu stjórnar sjóðsins.
11.
Ljósleiðaralögn í Mjóafjörð
Framlagt bréf Neyðarlínunnar þar sem kynntar eru hugmyndir um lagningu ljósleiðara frá Seyðisfirði í Mjóafjörð um Brekkugjá í Brekkuþorp. Óskað er eftir framlagi Fjarðabyggðar til verkefnisins að fjárhæð 3 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með framlagi sem nemur 3 milljónum kr. sbr. tillögu Neyðarlínunnar. Fjármögnun vísað til ljósleiðaravæðingar í Fjarðabyggð á árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með framlagi sem nemur 3 milljónum kr. sbr. tillögu Neyðarlínunnar. Fjármögnun vísað til ljósleiðaravæðingar í Fjarðabyggð á árinu 2018.
12.
Lánasamningur vegna 317 m.kr. láns nr. 1802_32
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga með höfuðstólsfjárhæð 321.436.567 kr. og 317.000.000 kr. útgreiðslufjárhæð. Lánið er ætlað til greiðslu skammtímaláns sem tekið var til uppgjörs við Brú lífeyrisjóðs starfsmanna sveitarfélaga, sjá mál nr. 1801156, áður á dagskrá bæjarráðs 29. janúar 2018.
Bæjarráð samþykkir lánasamning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir lánasamning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Makaskipti lands í botni Norðfjarðar
Framlagt erindi Jóns Þórs Aðalsteinssonar eiganda Ormsstaða þar sem boðin eru makaskipti lands Ormsstaða gegn landi úr Borgum á Norðfirði.
Bæjarstjóra falið að ganga til samningaviðræðna um makaskipti lands.
Bæjarstjóra falið að ganga til samningaviðræðna um makaskipti lands.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 198
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr.198 frá 12.febrúar 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Hafnarstjórn - 192
Fundargerð hafnarstjórnar, nr.192 frá 20.febrúar 2018, lögð fram til kynningar.
16.
Menningar- og safnanefnd - 39
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr.39 frá 21.febrúar 2018, lögð fram til kynningar.
17.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 80 frá 23. febrúar 2018, lögð fram til kynningar.