Bæjarráð
555. fundur
5. mars 2018
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Frá síðasta fundi. Framhaldið umræðu um samantekt KPMG um lagaumhverfi og rekstrarform hjúkrunarheimila. Bæjarstjóri greindi frá fundi með heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarheimilanna.
Bæjarráð samþykkir að rekstur og efnahagur hjúkrunaheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar verði tekinn í samstæðuuppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Stjórnun og fjárhag verði áfram haldið óbreyttum, aðskildum frá fjárhag sveitarfélagsins. Vísað til gerðar ársreiknings 2017.
Bæjarráð samþykkir að rekstur og efnahagur hjúkrunaheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar verði tekinn í samstæðuuppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Stjórnun og fjárhag verði áfram haldið óbreyttum, aðskildum frá fjárhag sveitarfélagsins. Vísað til gerðar ársreiknings 2017.
2.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Framlagt minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra er varðar byggðakvóta fyrir Mjóafjörð en honum var falið að ræða við Byggðastofnun vegna sérstakra aðstæðna sem uppi eru þar.
Forseti bæjarstjórnar mun funda með ráðherra sveitarstjórnarmála m.a. vegna málefna Mjóafjarðar á næstu dögum. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Forseti bæjarstjórnar mun funda með ráðherra sveitarstjórnarmála m.a. vegna málefna Mjóafjarðar á næstu dögum. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
3.
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Lagðar fram leiðbeiningar um hvað nýju persónuverndarreglurnar þýða fyrir sveitarfélögin, auk minnisblaðs sambandsins um kostnaðarmat við frumvarp til laga um persónuvernd.
4.
Öryggisstefna
Framlögð drög að uppfærðri upplýsingaöryggisstefnu sem leysir af hólmi eldri upplýsingaöryggisstefnu frá 2013. Stefnunni er ætlað að mæta kröfum sem ný persónuverndarlöggjöf krefur og reglugerð Evrópusambandsins áskilur að aðildarlönd þeirra innleiði.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
5.
Útvistunarstefna
Framlögð drög að útvistunarstefnu upplýsingatæknimála ásamt minnisblaði. Með drögum þessum er skýrð heimild til útvistunar á rekstri upplýsingatæknikerfa til samræmis við ákvæði nýrra persónuverndarlaga og reglugerðar Evrópusambandsins um aukna persónuvernd.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stefnuna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
6.
Ástand gamla skólans á Eskifirði
Málefni Veraldarvina er varða Gamla grunnskólann á Eskifirði rædd. Farið yfir kvaðir framkvæmdaaðila vegna gamla barnaskólans á Eskifirði og hvernig staðið hefur verið að því að uppfylla þær.
7.
190.mál til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum um fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í frumvarpinu.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í frumvarpinu.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2018
Fundargerð 857. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
9.
Fræðslunefnd - 52
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 52 frá 28.febrúar 2018, lögð fram til kynningar.