Fara í efni

Bæjarráð

556. fundur
12. mars 2018 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1712038
Umræða um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana árið 2017.
2.
Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1705109
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka, launakostnað og framkvæmdir janúar - desember 2017 auk sérstaks málaflokkayfirlits. Einnig lagt fram yfirlit yfir rekstur deilda yfir sama tímabil.
3.
Ársreikningur Uppsala 2017
Málsnúmer 1803058
Fjármálastjóri kynnti stöðu ársreikningsgerðar.
Bæjarráðs samþykkir í ljósi fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilsins Uppsala að Fjarðabyggð tryggi fjárhagslega stöðu og rekstrarhæfi Uppsala á árinu 2018. Fjármálastjóra falið að kynna ársreikning fyrir félagsmálanefnd og vísar reikningnum til afgreiðslu nefndarinnar.
4.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2017
Málsnúmer 1803059
Umræða um drög að ársreikningi Hulduhlíðar árið 2107.
Fjármálastjóra falið að kynna ársreikning fyrir félagsmálanefnd og vísar reikningnum til afgreiðslu nefndarinnar.
5.
Atvinnu-og þróunarmál 2018
Málsnúmer 1803049
Farið yfir áhersluverkefni í atvinnu- og þróunarmálum.
6.
Beiðni um viðbótarframlag til Héraðsskjalasafns vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð
Málsnúmer 1803045
Framlagt erindi Héraðsskjalasafns Austfirðinga þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna viðbótarframlags til sjóðsins. Lögð er fram beiðni um sérstakt fjárframlag til Héraðsskjalasafns Austfirðinga vegna uppgjörsins að fjárhæð 1,3 milljónum kr. Hlutur Fjarðabyggðar nemur 398.955 kr.
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag til Héraðsskjalasafns Austfirðinga að fjárhæð 398.955. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
7.
Háskólasetur Austfjarða
Málsnúmer 1710150
Framlagðar til kynningar fjórar fundargerðir stýrihóps auk samnings við Austurbrú og viðauka.
8.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1709203
Framlögð fyrirspurn Elíasar Jónssonar vegna álagningar gatnagerðargjalda á bílskúr við Stekkjarbrekku á Reyðarfirði. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að afslættir sbr. grein 12. í gjaldskrá gatnagerðargjalda taki til þeirra aðila sem byggja eða stækka eignir á áður úthlutum lóðum. Samþykkt þessi gildir fyrir árið 2018 og verður endurskoðuð í nýrri gjaldskrá fyrir árið 2019.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Persónuverndarstefna
Málsnúmer 1803013
Lögð fram drög persónuverndarstefnu ásamt minnisblaði. Persónuverndarstefna er ný og hefur ekki verið sett áður. Henni er ætlað að lýsa áherslum sveitarfélagsins í persónuvernd.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti stefnuna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Upplýsingaöryggismál - öryggisnefnd og persónuverndarfulltrúi
Málsnúmer 1803051
Framlagt minnisblað um skipan upplýsingaöryggisnefndar og persónuverndarfulltrúa ásamt drögum að erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir drög erindisbréfs og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að upplýsingastjóri og nefndarmenn verði skipaðir á næsta fundi bæjarráðs. Þá er bæjarritara falið að hefja viðræður við lögfræðistofur um skipan persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar.
11.
Endurnýjun samnings um sjónvarpsefni við N4 fyrir árið 2018
Málsnúmer 1803053
Framlagður til afgreiðslu drög samnings við N4 um styrk vegna dagskrárgerðar auk minnisblaðs. Framlag til samnings er á fjárhagsáætlun ársins. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
12.
Sameiningarkosningar milli Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1801182
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sameiningakosninga Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þann 24. mars 2018. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sameiningakosninga Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þann 24. mars 2018. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
13.
Útfærsla launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2017
Málsnúmer 1803026
Framlögð gögn vegna ákvæða kjarasamnings samningsaðila innan Alþýðusambands Íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um launaþróunartryggingu áranna 2013 til 2017. Samkomulag er milli aðila um að launatafla starfsmats hjá þessum launþegahópum hækki um 1,4% frá og með 1. janúar 2018. Auk þess taki hækkun launatöflunnar einnig til félagsmanna Sambands stjórnendafélaga og Félags skipstjórnarmanna. Reiknuð hækkun launakostnaðar á árinu 2018 er metin 21.745.904 kr.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að leggja viðauka fyrir bæjarráð til afgreiðslu vegna kostnaðarauka.
14.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2018
Málsnúmer 1803010
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um endurskoðun reglna Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð ásamt uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð. Meðferðarteymi fjölskyldusviðs hefur fjallað um mál þar sem þörf var á fjárhagsaðstoð til fjölskyldna en reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð náðu ekki yfir aðstæður sem þar höfðu skapast. Til að uppfylla markmið fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar leggur félagsmálastjóri til að nýrri grein verði bætt við IV. kafla reglna Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð. Jafnframt var gerð tillaga um breytingu á orðalagi 10. gr. þar sem umsóknir fara nú í gegnum íbúagátt. Þá er grunnfjárhægð uppfærð skv. vísitöluhækkun í 13.gr. Félagsmálanefnd vísar til staðfestingar bæjarráðs breytingum á reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð skv. tillögum félagsmálastjóra á fundi þann 1.mars.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
15.
Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Málsnúmer 1803027
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Stjórn Sambandsins hvetur sveitarfélögin til að kynna sér landsáætlunina og senda umsögn um hana ef tilefni er til.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
16.
Aðalfundur Austurbrúar 2018
Málsnúmer 1802123
Framlagt ársfundarboð Austurbrúar ses. þar sem ársfundur verður haldinn 20. mars 2018 kl. 10:00 á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík.
Bæjarráð sækir aðalfundinn. Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra er falið að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
17.
Aðalfundur 2018
Málsnúmer 1803044
Framlagt aðalfundarboð Landssambands fiskeldisstöðva en aðalfundur verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík, mánudaginn 19. mars nk. og hefst kl. 9:00. Bæjarráð samþykkir að fela Valgeiri Ægi Ingólfssyni, atvinnu- og þróunarfulltrúa, að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
18.
Stjórnarfundur SvAust 2018
Málsnúmer 1803025
Framlögð til kynningar 17.fundargerð stjórnar SvAust frá 28.febrúar 2018.
19.
Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1803042
Framlagt aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga en aðalfundur verður haldinn 23.mars nk. kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð felur Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 199
Málsnúmer 1803002F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 199 frá 5.mars 2018, lögð fram til kynningar.
21.
Hafnarstjórn - 193
Málsnúmer 1803003F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 193 frá 6.mars 2018, lögð fram til kynningar.
22.
Félagsmálanefnd - 106
Málsnúmer 1803004F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 106 frá 6.mars 2018, lögð fram til kynningar.