Bæjarráð
558. fundur
19. mars 2018
kl.
08:30
-
12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2017 - TRÚNAÐARMÁL
Trúnaðarmál.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017 lagður fram.
Jafnframt kynnt drög að endurskoðunarskýrslu. Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 22. mars nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 22. mars fyrir bæjarstjórnarfund.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2017 lagður fram.
Jafnframt kynnt drög að endurskoðunarskýrslu. Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 22. mars nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 22. mars fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Rekstur Uppsala til framtíðar
Framlögð skýrsla Grétu Garðarsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar, um rekstrarhæfi heimilanna ásamt minnisblaði fjármálastjóra um fjárhagsstöðu Uppsala. Gögn eru merkt trúnaðarmál.
Farið yfir fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins Uppsala en nauðsynlegt er að Fjarðabyggð leysi úr bráðum fjárhagsvanda heimilisins.
Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálastjóra að lána Hjúkrunarheimilinu Uppsölum allt að 30 milljónir kr. Bæjarstjóra jafnframt falið að rita heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað er eftir endurskoðun á framlögum til hjúkrunarheimila og stöðu þeirra í dag. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra ásamt framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna, að meta hjúkrunarþörf og stöðu reksturs og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Lánveitingu til Hjúkrunarheimilisins Uppsala vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Farið yfir fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins Uppsala en nauðsynlegt er að Fjarðabyggð leysi úr bráðum fjárhagsvanda heimilisins.
Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálastjóra að lána Hjúkrunarheimilinu Uppsölum allt að 30 milljónir kr. Bæjarstjóra jafnframt falið að rita heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað er eftir endurskoðun á framlögum til hjúkrunarheimila og stöðu þeirra í dag. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra ásamt framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna, að meta hjúkrunarþörf og stöðu reksturs og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Lánveitingu til Hjúkrunarheimilisins Uppsala vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 1
Framlagður viðauki 1 frá fjármálastjóra við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 í samræmi við samþykkt bæjarráðs 12. mars sl. vegna launaþróunartryggingar, sjá mál nr. 1803026.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Málefni tækjamiðstöðvar 2018
Framlag til kynningar minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissvið um tillögu að endurnýjun bíla og tækja á árinu 2018.
5.
Fjarðabyggðarhöllin - bílasýning
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd erindi frá Gísla B. Gíslasyni en hann óskar eftir því að fá Fjarðabyggðarhöllina undir bílasýningu í sumar. Ekki yrði selt inn á sýninguna og er óskað eftir gjaldfrjálsum afnotum af höllinni. Íþrótta- og tómstundanefnd líst ágætlega á að auka nýtingarmöguleika hallarinnar en vísar beiðninni um gjaldfrjáls afnot til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur afnotum af Fjarðabyggðahöllinni. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21690. Jafnframt beinir bæjarráð því til forstöðumanns hússins og sýningarhaldara að fylgja leiðbeiningum sem koma fram í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur afnotum af Fjarðabyggðahöllinni. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21690. Jafnframt beinir bæjarráð því til forstöðumanns hússins og sýningarhaldara að fylgja leiðbeiningum sem koma fram í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa.
6.
Hópslysaæfing í apríl 2018
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra vegna hópslysaæfingar sem fyrirhuguð er 14.apríl nk. Gert er ráð fyrir að allt að 100 manns taki þátt í æfingunni en áætlaður kostnaður við hana er um 600.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að hópslysaæfing fari fram og kostnaði af henni mætt af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að hópslysaæfing fari fram og kostnaði af henni mætt af liðnum óráðstafað 21690.
7.
Kaup á landi á æfingarsvæði klúbbsins
Fyrir liggur bréf frá Golfklúbbi Norðfjarðar frá 16.mars 2018, en klúbburinn sækir um styrk vegna landakaupa á æfingasvæði klúbbsins.
Bæjarráð samþykkir að greiða Golfklúbbi Norðfjarðar 1 millj. kr fyrirfram af rekstrar- og uppbyggingarframlagi ársins 2019. Framlagi að upphæð 1 millj. kr vísað til umræðu og fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir að greiða Golfklúbbi Norðfjarðar 1 millj. kr fyrirfram af rekstrar- og uppbyggingarframlagi ársins 2019. Framlagi að upphæð 1 millj. kr vísað til umræðu og fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2019.
8.
Frumvarp til laga um persónuvernd
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um persónuvernd. Umsögnum ber að skila fyrir 19. mars nk.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísað til bæjarritara.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísað til bæjarritara.
9.
Upplýsingaöryggismál - útfærsla öryggisstefnu
Framlagðar sem trúnaðarmál útfærslur öryggisstefnu sveitarfélagsins sem lýsir nánari framkvæmd reksturs upplýsingatæknikerfa sem uppfyllir kröfur um öruggan rekstur m.t.t. persónuverndarlaga og upplýsingaöryggis. Jafnframt lagt fram minnisblað sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir útfærslur öryggisstefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir útfærslur öryggisstefnu Fjarðabyggðar.
10.
Upplýsingaöryggismál - öryggiskröfur ásamt hlítingarlista
Framlagðar til afgreiðslu sem trúnaðarmál öryggiskröfur ásamt hlítingarlista vegna reksturs upplýsingatæknikerfa. Meðfylgjandi eru minnisblöð um málið einnig lögð fram sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir öryggiskröfur fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa.
Bæjarráð samþykkir öryggiskröfur fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa.
11.
Upplýsingaöryggismál - upplýsingaöryggisreglur
Framlagðar sem trúnaðarmál reglur um upplýsingaöryggi sem taka til alls reksturs sveitarfélagsins. Um er að ræða hluta af öryggiskerfi sem eru innri gögn. Jafnframt lagt fram minnisblað sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um upplýsingatækniöryggi og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um upplýsingatækniöryggi og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Upplýsingaöryggismál - neyðaráætlun
Framlögð sem trúnaðarmál neyðaráætlun fyrir upplýsingatæknirekstur sveitarfélagsins ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir neyðaráætlun fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa.
Bæjarráð samþykkir neyðaráætlun fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa.
13.
Fyrirspurn um söluferli
Framlögð fyrirspurn Sævars Jónssonar um söluferli vegna makaskipta lands úr Borgum.
Bæjarráð metur í hvert skipti fyrir sig kaup á landi fyrir sveitarfélagið og í þessu tilfelli voru boðin makaskipti á landi og er það í ferli. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.
Bæjarráð metur í hvert skipti fyrir sig kaup á landi fyrir sveitarfélagið og í þessu tilfelli voru boðin makaskipti á landi og er það í ferli. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.
14.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt
Framlögð drög að samningi við Fjarskiptasjóð vegna styrkúthlutunar til ljósleiðaralagningar í Norðfjarðarsveit á árinu 2018, ásamt minnisblaði sviðsstjóra veitusviðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
15.
Byggðaáætlun 2017 - 2023
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í byggðamálum. Frestur til að gera athugasemdir er til 21. mars.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra og honum falið að vinna umsögn í samráði við bæjarstjóra.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra og honum falið að vinna umsögn í samráði við bæjarstjóra.
16.
339.mál til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. apríl.
Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu og honum falið að leggja umsögn um frumvarpið fyrir bæjarráð.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. apríl.
Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu og honum falið að leggja umsögn um frumvarpið fyrir bæjarráð.
17.
200.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til þingsályktunar um skiptingu útvarstekna milli sveitarfélaga. Undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. mars nk.
Vísað til bæjarstjóra sem leggur fram umsögn á næsta fundi bæjarráðs.
Vísað til bæjarstjóra sem leggur fram umsögn á næsta fundi bæjarráðs.
18.
Fundargerðir stjórnar SSA 2018
Fundargerð stjórnar SSA frá 5.mars 2018, lögð fram til kynningar.
19.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 81 frá 8. mars 2018, lögð fram til kynningar.
20.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 46
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15. mars sl. lögð fram til kynningar.