Fara í efni

Bæjarráð

560. fundur
26. mars 2018 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Makaskipti lands í botni Norðfjarðar
Málsnúmer 1802160
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 26. febrúar sl. þar sem bæjarstjóra var falið að ganga til samningaviðræðna við landeiganda Ormsstaða.
Lögð fram til umræðu og samþykktar drög að samningi og málsettir uppdrættir af landi sem er makaskipt úr jörðunum Búlandsborgum og Ormsstöðum.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samþykki er háð heimild Landbúnaðarráðuneytisins.
2.
200.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
Málsnúmer 1803067
Framlagt minnisblað vegna tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til þingsályktunar um skiptingu útvarstekna milli sveitarfélaga.
Bæjarráð setur fyrirvara við framlagt frumvarp enda óljóst hver tilgangur þess er og hvernig því verður fylgt eftir. Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samræmi við tillögu í minnisblaði.
3.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Málsnúmer 1704104
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs.
Fjallað um framtíð hesthúsahverfisins á Símonartúni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi viðræður við eigendur hesthúss á Símonartúni.
4.
Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna
Málsnúmer 1803141
Framlagt erindi verkefnastjóra Verðlaunahátíðar barnanna, Sögur um samtök um barnamenningu, þar sem óska er eftir styrk vegna verðlaunahátíðar barnanna.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslustjóra og forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar.
5.
Aðalfundur Austurbrúar 2018
Málsnúmer 1802123
Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Austurbrúar vegna ársins 2017.
6.
Upplýsingaöryggismál - öryggisnefnd og persónuverndarfulltrúi
Málsnúmer 1803051
Vísað frá bæjarstjórn til bæjarráðs skipan upplýsingaöryggisnefndar.
Bæjarráð samþykkir að bæjarritari skipi stöðu upplýsingatæknistjóra. Jafnframt skipi nefndina fræðslustjóri, félagsmálastjóri og forstöðumaður stjórnsýslu. Skipan persónuverndarfulltrúa verður tekin fyrir síðar.
7.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1803142
Stefna samtaka sjávarútvegssveitarfélaga í fiskeldi og aðgerðaáætlun lögð fram til umsagnar. Auk þess lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 16.mars og 23.mars sl.
Bæjarráði hefur ekki athugasemdir við framlagðar stefnur.
8.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Málsnúmer 1802079
Fundargerð 140.fundar heilbrigðisnefndar Austurlands, lögð fram til kynningar.
9.
389.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála,
Málsnúmer 1803127
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála. Frestur til umsagnar er til 5.apríl nk.
Bæjarritara falið að fara yfir breytingarnar.
10.
Olíuleit
Málsnúmer 1708050
Eydís Ásbjörnsdóttir fulltrúi Fjarðalistans óskar eftir upplýsingum á útlögðum og sundurliðuðum kostnaði bæjar- og hafnarsjóðs á liðnum, þjónusta við olíuleit á Drekasvæði.
Vísað til fjármálastjóra.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 200
Málsnúmer 1803014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 200 frá 19.mars 2018, lögð fram til kynningar.
12.
Hafnarstjórn - 194
Málsnúmer 1803011F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 194 frá 20.mars 2018, lögð fram til kynningar.
13.
Fræðslunefnd - 53
Málsnúmer 1803009F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 53 frá 21.mars 2018, lögð fram til kynningar.
14.
Félagsmálanefnd - 107
Málsnúmer 1803013F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 107 frá 19.mars 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnanverndarnefndar, nr. 82 frá 22.mars 2018, lögð fram til kynningar.