Fara í efni

Bæjarráð

561. fundur
9. apríl 2018 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Málsnúmer 1612047
Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnað sveitarfélaga af innleiðingu á nýjum lögum um persónuvernd.
2.
Sveitastjórnarkosningar 2018
Málsnúmer 1801173
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kosningavitann sem er aðlögun upplýsingavefsins "ég kýs" að sveitarstjórnarstiginu. Kostnaður nemur 500.000 kr.
Bæjarráð tekur ekki þátt í kosningavitanum vegna sveitarstjórnakosninga 2018 sökum kostnaðar.
Viðhengi
Kosninavitinn
3.
Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1803041
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samningi við Landmerki ehf. og Fjallmann-solution ehf. á rekstri fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns 2017
Málsnúmer 1803157
Framlagður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir ársreikning og staðfestir hann með áritun sinni.
5.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1803156
Framlagður ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir ársreikning og staðfestir hann með áritun sinni.
6.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2017
Málsnúmer 1803155
Framlagður ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir ársreikning og staðfestir hann með áritun sinni.
7.
Olíuleit
Málsnúmer 1708050
Lagt fram til kynningar svar fjármálastjóra við fyrirspurn um kostnað sveitarfélagsins við þjónustu við olíuleit.
8.
Fyrirspurn varðandi urðun á plasti og sorpi á árunum 2017 og 2018
Málsnúmer 1803161
Framlögð fyrirspurn Agnars Bóassonar er varðar urðun á plasti og sorpi á árunum 2017 og 2018.
Bæjarráð þakkar bréfi og vísar fyrirspurn til sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju þegar svar við fyrirspurn liggi fyrir. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
9.
Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.
Málsnúmer 1707111
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu matsgerðum vegna uppkaupa á húseignum að Kirkjustíg 3B og 7 á Eskifirði í tengslum við ofanflóðavarna í Lambeyrará. Matsgerðir unnar af Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni og Níelsi Indriðasyni verkfræðingi.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að eignir verði keyptar upp sem hluti að ofanflóðaframkvæmdum við Lambeyrará.
10.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti 2018
Málsnúmer 1803165
Framlögð umsókn Listasmiðju Norðfjarðar um styrkveitingu til greiðslu fasteiganskatts árið 2018 vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað, sbr. 4. gr. reglna um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts. Styrkbeiðni er að fjárhæð kr. 329.010,-.
Bæjarráð samþykkir að veita Listasmiðju Norðfjarðar styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2018. Samþykkt á grundvelli 4. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda.
11.
Þórsmörk - leigusamningur
Málsnúmer 1711182
Framlögð drög leigusamnings um aðstöðu Menningarstofu Fjarðabyggðar í Þórsmörk í Neskaupstað ásamt drögum að yfirlýsingu.
Bæjarráð samþykkir leigusamning og yfirlýsingu og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
12.
Ósk Umboðsmans Alþingis um yfirlit yfir ráðningar í stjónunarstörf á árunum 2015,2016 og 2017
Málsnúmer 1803126
Framlagt til kynningar erindi Umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir upplýsinga um þau stjórnunarstörf sem sveitarfélagið hefur ráðið í á árunum 2015, 2016 og 2017. Um er að ræða frumkvæðisathugun Umboðsmanns.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi Umboðsmanns Alþingis.
13.
394. mál - umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði
Málsnúmer 1803160
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. Umsögn berist eigi síðar en 13. apríl.
14.
345. mál - Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur
Málsnúmer 1803151
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál. Umsagnarfrestur er til 12. apríl nk.
Bæjarráð vísar til fyrri umsagnar um frumvarpið.
15.
Opinn fundur um fiskeldisstefnu
Málsnúmer 1804041
Framlagt til kynningar fundarboð Samtaka sjávarútvegsfélaga þar sem haldinn er opinn fundur um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum kl. 13:00.
Bæjarstjóri ásamt fulltrúum bæjarráðs munu sækja ráðstefnu. Vísað til hafnarstjórnar og eigna-, skipulags og umhverfisnefndar til kynningar.
16.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2018
Málsnúmer 1804042
Framlög til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 27. mars 2018. 1. fundurstjórnar á árinu 2018.
17.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1802007
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 858 frá 23.mars sl.
18.
Menningar- og safnanefnd - 40
Málsnúmer 1803015F
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 27. mars framlögð til kynningar
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 201
Málsnúmer 1803021F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. apríl lögð fram til kynningar.
20.
Hafnarstjórn - 195
Málsnúmer 1803020F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. apríl s.l. lögð fram til kynningar.
21.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga - 1
Málsnúmer 1804002F
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.