Fara í efni

Bæjarráð

563. fundur
30. apríl 2018 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 2
Málsnúmer 1804142
Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 í samræmi við samþykkt bæjarráðs 23. apríl 2018 um kaup á hesthúsi að Símonartúni á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt vísað til stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
2.
Fyrirspurn varðandi urðun á plasti og sorpi á árunum 2017 og 2018
Málsnúmer 1803161
Framlögð drög að svörum við fyrirspurn Agnars Bóassonar um endurvinnslu á úrgangi.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að svara fyrirspurn.
3.
Úttektir slökkviliða 2017, Fjarðabyggð
Málsnúmer 1804117
Framlög úttektarskýrsla Mannvirkjastofnunar dagsett 18. apríl 2018 ásamt og minnisblað slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð vísar til slökkviliðsstjóra úrvinnslu athugasemda þeirra sem koma fram í úttektarskýrslu Mannvirkjastofnunar.
4.
Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi - til umsagnar
Málsnúmer 1802001
Framlagt frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (lögleiðing áhættumats erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða með auglýsingu, opinber birting upplýsinga, stjórnvaldssektir o.fl.), breyting á lögum 71/2008.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5.
Aðgangur að líkhúsi Fjarðabyggðar.
Málsnúmer 1804125
Framlagt bréf Liðsemdar ehf. þar sem óskað er eftir aðgengi að líkhúsi Fjarðabyggðar á Eskifirði vegna fyrirhugaðrar stofnunar útfararþjónustu.
Bæjarráð samþykkir afnotin af húsinu og felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að gera samning um afnotin.
6.
Uppfærsla á NAV kerfi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1804131
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu fjármálastjóra að uppfærslu kerfisins og vísar erindi til kynningar í stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
7.
Umsókn um styrk frá Karatedeild Þróttar vegnu leigu á húsnæði
Málsnúmer 1801128
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til staðfestingar bæjarráðs drögum að samningi við Karatedeild Þróttar vegna rekstrar- og uppbyggingarsamnings fyrir árið 2018 vegna aðstöðu deildarinnar í Nesgötu 7a í Neskaupstað.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Umsókn um styrk frá Lyftingarfélagi Austurlands vegna reksturs og leigu á húsnæði
Málsnúmer 1801134
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til staðfestingar bæjarráðs drögum að samningi við Lyftingarfélag Austurlands vegna rekstrar- og uppbyggingarsamnings fyrir árið 2018 vegna aðstöðu deildarinnar í Nesgötu 7a í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
9.
Nýjar persónuverndarreglur 2018
Málsnúmer 1612047
Framlagður til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga um framlög jöfnunarsjóðs til innleiðingar persónuverndarlaga.
10.
480. mál - umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024
Málsnúmer 1804101
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024, 480. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
11.
454.mál - til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta),
Málsnúmer 1804103
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál. Umsagnafrestur er til 4. maí nk.
12.
479.mál tillaga til þingsályktunar um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Málsnúmer 1804107
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029
13.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1804108
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
14.
467.mál - til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.),
Málsnúmer 1804109
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EESreglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál.
15.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands - 23.apríl 2018
Málsnúmer 1804067
Lögð fram til kynningar gögn vegna aðalfundar Sparisjóðs Austurlands sem haldinn var í vikunni.
16.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2018
Málsnúmer 1804120
Framlögð til kynningar fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 18.apríl sl.
17.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1803142
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 44 auk endanlegrar stefnu og aðgerðaáætlunar í fiskeldi.
18.
Framkvæmdir við Skólaveg 98-112 grunnar á Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 1508067
Framlagt bréf Fylkis ehf. um stöðu uppbyggingar fasteigna að Skólaveg 98 - 112.
19.
Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1704039
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir í tengslum við átak heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma á landinu að fela bæjarstjóra að rita bréf til ráðuneytisins þar sem farið er framá að Fjarðabyggð verði úthlutað rýmum til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Norðfirði. Jafnframt að óska eftir að Fjarðabyggð fái úthlutað rýmum til breytinga fyrir Uppsali á Fáskrúðsfirði. Fjarðabyggð hefur um langt skeið átt í viðræðum við ráðuneytið um þá brýnu þörf sem er fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Norðfirði sbr. fyrri bókanir bæjarráðs. Við það ástand verður ekki unað lengur og því óskar Fjarðabyggð eftir því að fá úthlutað óráðstöfuðum hjúkrunarrýmum sem eru til ráðstöfunar.
20.
Viðhald Suðurfjarðarvegar
Málsnúmer 1804148
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar fjögurra milljarða aukaframlagi ríkisstjórnarinnar til viðhalds vega á landinu. Telur bæjarráð einsýnt að í þessari fjárveitingu komi til framlag til viðhalds Suðurfjarðarvegar sem löngu er orðið tímabært. Með aukinni umferð hefur ástand Suðurfjarðarvegar versnað til mikilla muna og því er brýnt að farið verði í framkvæmdir nú þegar. Enda gegnir Suðurfjarðarvegur því hlutverki að tengja saman hverfi sveitarfélagsins og er íbúum okkar nauðsynlegt til að sækja vinnu og þjónustu þvert á Fjarðabyggð.
21.
Stjórnkerfisnefnd 2018
Málsnúmer 1804119
Bæjarstjórn samþykkti að bæjarráði sem stjórnkerfisnefnd sveitarfélagsins taki til starfa á fundi sínum 26. apríl sl.
Greinargerð og tillaga bæjarráðs sem merkt er trúnaðarmál vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
22.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 202
Málsnúmer 1804010F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 202 frá 24.apríl 2018, lögð fram til kynningar.
23.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 83 frá 26.apríl 2018, lögð fram til kynningar.
24.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga - 2
Málsnúmer 1804009F
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna nr. 2. frá 11. apríl sl.