Bæjarráð
565. fundur
21. maí 2018
kl.
09:30
-
10:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Eistnaflug 2018
Framlagður tölvupóstur frá Karli Óttari Péturssyni vegna Eistnaflugs 2018.
Farið er þess á leit að hátíðin fái afnot af Kirkjumel á meðan henni stendur fyrir starfsmenn, að greiddur verði styrkur sem ákveðið var af hálfu bæjarins að veita og felld sé niður skuld frá fyrra ári.
Bæjarráð samþykkir að starfsmenn Eistnaflugs fái afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. Veittur verður styrkur á móti skuld frá fyrra ári um 933.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Farið er þess á leit að hátíðin fái afnot af Kirkjumel á meðan henni stendur fyrir starfsmenn, að greiddur verði styrkur sem ákveðið var af hálfu bæjarins að veita og felld sé niður skuld frá fyrra ári.
Bæjarráð samþykkir að starfsmenn Eistnaflugs fái afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. Veittur verður styrkur á móti skuld frá fyrra ári um 933.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
2.
Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.
Framlagt bréf Ofanflóðasjóðs vegna uppkaupa á tveim fasteignum á Eskifirði vegna ofanflóðavarna við Lambeyrará.
Bæjarráð felur fjármálastjóra í samráði við sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs uppkaup eignanna sbr. ákvörðun Ofanflóðasjóðs.
Bæjarráð felur fjármálastjóra í samráði við sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs uppkaup eignanna sbr. ákvörðun Ofanflóðasjóðs.
3.
Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir
Framlagt svarbréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð, en þar kemur m.a. fram að hafnar verði framkvæmdir við Urðabotna 2019 en aðrar framkvæmdir síðar.
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir sínar varðandi nauðsyn þess að lokið sé við ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð.
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir sínar varðandi nauðsyn þess að lokið sé við ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð.
4.
Fjarðafasteignir slf - slit á felaginu 2018
Framlög fundargerð í Fjarðafasteignum slf. til slita á félaginu. Upphaflegur tilgangur félagsins er ekki lengur fyrir hendi og því hefur félagið takmarkaðann tilgang og því talið rétt að slíta því.
Bæjarráð staðfestir að félaginu sé slitið. Fundargerð er staðfest með undirritun.
Bæjarráð staðfestir að félaginu sé slitið. Fundargerð er staðfest með undirritun.
5.
Sala á eignarlóð - Strandgata 19
Framlagt bréf Kristjáns Sigurðarsonar þar sem hann býður eignalóð sína að Strandgötu 19 á Eskifirði til sölu og óskar jafnframt eftir að gerður verði leigusamningur um afnot af lóð.
Bæjarráð samþykkir kaup á lóðinn í samræmi við viðmið um uppkaup lóða og felur fjármálastjóra uppkaup lóðarinar. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falin gerð lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir kaup á lóðinn í samræmi við viðmið um uppkaup lóða og felur fjármálastjóra uppkaup lóðarinar. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falin gerð lóðarleigusamnings.
6.
Forkaupsréttur að Eyrargötu 9 og 11 Neskaupstað
Framlagður tölvupóstur frá Réttingarverkstæði Sveins um forkaupsrétt að fasteignunum að Eyrargötu 9 og 11 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fasteignunum að Eyrargötu 9 og 11.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fasteignunum að Eyrargötu 9 og 11.
7.
Varðar úthlutaðan byggðakvóta á Auði Vésteins SU-88 2017-2018
Framlagt bréf Öldu Agnesar Gylfadóttur þar sem fram kemur að útgerð Auðar Vésteins SU-88 hefur ákveðið, að nýta ekki úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Bæjarráð vísar erindi útgerðar Auðar Vésteins til Fiskistofu.
Bæjarráð vísar erindi útgerðar Auðar Vésteins til Fiskistofu.
8.
Ný bæjarskilti
Lagðar fram til kynningar teikningar af bæjarkjörnum Fjarðabyggðar sem verða partur af nýjum bæjarskiltum.
Vísað til áframhaldandi vinnslu hjá upplýsingafulltrúa.
Vísað til áframhaldandi vinnslu hjá upplýsingafulltrúa.
9.
Víkingarhótel í Fjarðabyggð
Framlagður tölvupóstur Asgard Hotel þar sem óskað er stuðnings Fjarðabyggðar við að byggja Víkinga hótel í Fjarðarbyggð.
Bæjarráði vísar hugmyndinni til frekari skoðunar atvinnu- og þróunarstjóra.
Bæjarráði vísar hugmyndinni til frekari skoðunar atvinnu- og þróunarstjóra.
10.
Styrkur til glímudeildar vegna góðs árangurs
Framlagt þakkarbréf frá Glímudeild Ungmennafélagsins Vals vegna stuðnings bæjarins til deildarinnar.
11.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2018
Framlögð til kynningar 2. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2018
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Héraðsskjalsafns Austurlands frá 26. febrúar og 23. apríl sl.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
13.
Fundargerðir stjórnar SSA 2018
Framlögð til kynningar 9. fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 14. maí 2018.